Morgunblaðið - 27.12.2019, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
Um síðustu áramót breytti ég
embættistitli mínum í félags- og
barnamálaráðherra. Er það í
fyrsta sinn á Íslandi sem
embættistitill ráðherra vísar til
málefna barna. Við Íslendingar
gerum mjög margt vel þegar
kemur að velferð barna en ég
hef, engu að síður, orðið var við
brotalamir og glufur í kerfinu. Þá
eru sífellt að koma fram nýjar
rannsóknir sem sýna fram á að
barnæskan og velferð barna
skipti sköpum þegar kemur að
því að byggja upp sterka ein-
staklinga til framtíðar og þar
með heilbrigt og virkt samfélag.
Sannast með því gamla máltækið
um að lengi búi að fyrstu gerð og
er ég þeirrar skoðunar að besta
fjárfesting sem samfélag getur
ráðist í sé að hlúa vel að börnum.
Sú fjárfesting er ekki einvörð-
ungu góð þegar litið er á bætta líðan og virkni
einstaklinga í samfélaginu, heldur einnig á
fjárhagslegan mælikvarða.
Endurskoðun á þjónustu við börn
Á þessu eina ári sem brátt er á enda hefur
margt áunnist. Unnið hefur verið að endur-
skoðun og samþættingu á allri þjónustu við
börn og eru útlínur að nýju velferðarkerfi
þeim til handa að verða til. Því er meðal annars
ætlað að grípa börn sem á þurfa að halda fyrr
en verið hefur og bjóða strax í upphafi fram
viðeigandi stuðning og aðstoð. Mikil vinna
liggur þarna að baki en einn lykillinn að því að
svo stórar breytingar geti orðið að veruleika er
sú þverpólitíska samstaða sem hefur myndast
um mikilvægi þess að setja börn í forgang.
Formlegu samstarfi á milli ráðuneyta sem fara
með málefni barna hefur verið komið á fót en
auk þess er þverpólitísk þingmannanefnd í
málefnum barna að störfum. Þá hafa sérfræð-
ingar í málefnum barna úr öllum áttum lagt
mikið af mörkum.
Stórsókn í barnavernd
Þó endurskoðunin fari fram á öllum þjón-
ustustigum hefur, eins og gefur að skilja, verið
lögð sérstök áhersla á að styrkja
barnaverndarkerfið fyrir þau
börn sem höllustum fæti standa.
Með nýrri framkvæmdaáætlun í
barnavernd, sem lögð var fram í
vor, var blásið til stórsóknar en
markmið hennar er að efla
grunnvinnslu barnaverndarmála
svo hægt verði að koma að vanda
barna eins fljótt og auðið er. Hún
gerir ráð fyrir aukinni samvinnu
og samstarfi á milli ríkis og sveit-
arfélaga og er ætlað að auka
framboð gagnreyndra úrræða
svo um munar.
Sjónarmið barna og
ungmenna fá aukið vægi
Barnasáttmáli Sameinuðu
þjóðanna fagnaði 30 ára afmæli í
nóvember síðastliðnum. Í tilefni
afmælisársins hef ég lagt sér-
staka áherslu á að leita leiða til að
auka þátttöku barna og ung-
menna í stefnumótun og ákvarð-
anatöku stjórnvalda.
Í því skyni var afar ánægjulegt að vera við-
staddur fyrsta Barnaþing umboðsmanns
barna sem haldið var í Hörpu í nóvember en
niðurstöður þess voru afhentar ríkisstjórn í
þinglok og munu hafa bein áhrif á aðgerða-
áætlun sem er í undirbúningi í félagsmálaráðu-
neytinu um aukna þátttöku barna og ung-
menna í stefnumótun og ákvarðanatöku. Hún
er byggð á samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því
í vor um að allar stórar ákvarðanir sem og
lagafrumvörp sem varða börn skuli rýnd út frá
áhrifum á stöðu og réttindi þeirra. Erum við í
þeim efnum komin lengra en margar aðrar
þjóðir. Þá hefur á árinu farið fram vinna við
hvernig raungera skuli þátttöku barna á mark-
vissan hátt í stefnumótun og ákvarðanatöku
stjórnvalda og ég hef nýverið undirritað samn-
ing við Landssamband ungmennafélaga um
formlegt samstarf í þeim efnum.
Öll sveitarfélög á Íslandi verði barnvæn
Við stöndum á krossgötum hvað varðar
þjónustu við börn á Íslandi. Aukinn skilningur
er að verða á því að raddir barna og Barnasátt-
málinn eigi að liggja til grundvallar allri þjón-
ustu og ákvörðunum sem varða líf yngri kyn-
slóða. Til að undirstrika það má nefna að
nýlega gekk félagsmálaráðuneytið til samn-
inga við UNICEF um þátttöku í verkefninu
Barnvæn sveitarfélög UNICEF undir for-
merkjunum Barnvænt Ísland með það að
markmiði að tryggja aðgengi allra sveitarfé-
laga að stuðningi við innleiðingu Barnasátt-
málans.
Mikilvægi þessa er ótvírætt. Börn sækja að
stærstum hluta sína nærþjónustu til sveitarfé-
laga. Til að tryggja raunverulega barnvænt
samfélag þurfa börn að njóta þeirra réttinda
sem Barnasáttmálinn kveður á um í sínu nær-
umhverfi á degi hverjum og því þarf innleið-
ingin ekki hvað síst að fara fram á þeim vett-
vangi.
Mælaborð um velferð barna
Samhliða því að bjóða sveitarfélögum að
gerast barnvæn verður þeim boðið að nýta sér
svokallað mælaborð um velferð barna. Mæla-
borðið er þróunarverkefni á vegum Kópavogs-
bæjar, félagsmálaráðuneytisins, Köru Connect
og UNICEF á Íslandi. Með notkun mæla-
borðsins munu sveitarfélög geta greint með
markvissum hætti þau tölfræðigögn sem til
eru um velferð barna innan sveitarfélagsins og
nýtt við stefnumótun, fjárhagsáætlanagerð og
ákvarðanatöku. Markmiðið er að aðgerðir inn-
an sveitarfélaga verði markvissari og nýtist
þar sem þeirra er raunverulega þörf. Mæla-
borðið er nýjung sem eftir er tekið en það
hlaut nýverið alþjóðleg verðlaun UNICEF
fyrir framúrskarandi lausnir og nýsköpun í
nærumhverfi barna.
Endurreisn fæðingarorlofskerfisins
Eitt helsta áherslumál mitt í embætti hefur
frá upphafi verið að endurreisa og efla fæðing-
arorlofskerfið. Hámarksgreiðslur hafa þegar
verið hækkaðar og samþykkt hefur verið að
lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf.
Samhliða fer fram heildarendurskoðun lag-
anna sem lýkur á næsta ári og mun án efa leiða
til frekari umbóta.
Á árinu sem er að líða hef ég skynjað mikinn
vilja til breytinga og hefur fólk verið tilbúið að
leggjast árarnar með mér. Öðruvísi hefðum við
ekki áorkað svo miklu. Ástæðan er í mínum
huga sú að við getum flest verið sammála um
að vilja gera betur fyrir börnin okkar.
Eftir Ásmund Einar
Daðason
» Við stöndum
á kross-
götum hvað
varðar þjónustu
við börn og ung-
menni á Íslandi.
Ásmundur Einar
Daðason
Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Börn og ungmenni í forgrunni
Morgunblaðið/Golli
Ávinningur „Unnið hefur verið að endurskoðun og samþættingu á allri þjónustu við börn.“
Í umræðuþætti um úrslit þing-
kosninganna í Bretlandi 12. des-
ember sagði David Miliband,
fyrrv. utanríkisráðherra Verka-
mannaflokksins, að frá upphafi
hefði kosningabarátta flokksins
undir forystu Jeremys Corbyns
verið vonlaus. Það ynni enginn
kosningar með því að berjast fyrir
better yesterday – betri gærdegi
– í kosningum yrðu menn að horfa
fram á veg og segja kjósendum
hvað þeir vildu gera betur.
Tímaskekkjan í boðskap Corbyns og fylgis-
manna hans er augljós. Þeir vilja hverfa aftur
til ríkisforsjár og sósíalisma sem Tony Blair,
sigursælasti leiðtogi Verkamannaflokksins, ýtti
til hliðar á tíunda áratugnum. Endurreisnar-
menn í Verkamannaflokknum segja þess vegna
ekki nóg að losna við Corbyn heldur verði einn-
ig að uppræta corbynismann, þar á meðal gyð-
ingahatur.
Corbyn skilaði auðu um hvernig ætti að ljúka
fyrsta áfanga brexit-ferðarinnar. Boris John-
son, leiðtogi Íhaldsflokksins, tók hins vegar af-
dráttarlausa afstöðu.
Þjóðin greiddi atkvæði með úrsögn úr ESB í
júní 2016 en meirihluti þingmanna stóð gegn
henni þar til föstudaginn 20. desember þegar,
að loknum þingkosningum, þingmenn sam-
þykktu með 358 atkvæðum gegn 284 í neðri
málstofu þingsins að staðfesta viðskilnaðar-
samning Breta og ESB.
Lokaafgreiðsla um málið verður í breska
þinginu 9. janúar og ESB-þingið tekur afstöðu
til samningsins 13. eða 28. janúar 2020. Eftir
það hefst næsti áfanginn, gerð framtíðarsamn-
ings milli Breta og ESB. Boris Johnson vill lög-
festa að áfanganum ljúki 31. desember 2020,
réttum 11 mánuðum eftir úrsögnina 31. janúar
2020.
Boris sameinar Íhaldsflokkinn
Í kosningabaráttu sinni lofaði Boris Johnson
að færa klukkuna til baka samhliða „nýrri dag-
renningu“. Hann ætlaði að koma
Bretum í svipaða stöðu og þeir
voru fyrir 1973 þegar þeir gerð-
ust, án þjóðarsáttar, aðilar að
Evrópubandalaginu og hann
boðaði nýja vegferð án sameig-
inlegs markaðar.
Eftir að UKIP-sjálfstæðis-
sinnar gegn ESB tóku að hafa
fylgi af Íhaldsflokknum ákvað
David Cameron, þáv. leiðtogi
flokksins og forsætisráðherra, að
efna til þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar um ESB-aðildina í júní
2016. Hann vildi í senn sameina
Íhaldsflokkinn og halda áfram í ESB á nýjum
forsendum. Hvorugt varð og hann sagði af sér.
UKIP breyttist í Brexit-flokkinn sem náði
miklu fylgi af Íhaldsflokkum í ESB-þingkosn-
ingum í maí 2019. Leiðtogadagar Theresu May
voru taldir og Nigel Farage, leiðtogi Brexit-
flokksins, færðist allur í aukana eftir því sem
brexit-erfiðleikar Íhaldsflokksins jukust.
Hann hafði meira að segja í heitingum við Bor-
is Johnson síðsumars 2019 en lyppaðist niður
og fékk engan mann kjörinn á þing 12. desem-
ber.
Í þingkosningunum tókst Boris Johnson það
sem Cameron ætlaði sér, að sameina Íhalds-
flokkinn með því að kæfa sjálfstæðissinna.
Brexit-flokkurinn er úr sögunni og Boris John-
son krafðist skriflegrar yfirlýsingar af öllum
frambjóðendum Íhaldsflokksins um að þeir
styddu brexit.
Harka vegna fríverslunarsamnings
Í ræðu fyrir atkvæðagreiðsluna á þingi 20.
desember hvatti Boris Johnson til þess að
menn hættu að líta á sig sem úrsagnar- eða að-
ildarsinna. Einhuga yrði þjóðin að sækja fram
á eigin forsendum í krafti þess frelsis og svig-
rúms til að setja sér eigin lög og reglur sem
hún fengi með brexit.
Í ræðunni sló forsætisráðherrann einnig
harðan tón þegar hann ræddi komandi frí-
verslunarviðræður við ESB. Hann setti ekki
aðeins ströng og þröng tímamörk heldur tók
hann allt aðra stefnu varðandi efni og aðferð en
talsmenn ESB.
Að Bretar og ESB semji á 11 mánuðum er
mikil bjartsýni í ljósi þess að það tók ESB tvö
og hálft ár að semja um fríverslun við S-Kóreu-
menn. Ekki hefur verið samið við aðra þjóð á
skemmri tíma. Viðræður ESB um fríverslunar-
samning við Kanadamenn stóðu frá 2009 til
2017, í átta ár. Liggur í loftinu að Bretar vilji
eigin útgáfu af Kanadasamningnum. Ekkert er
þó í hendi.
Þegar rætt er um alþjóðamál og samninga
um þau er nauðsynlegt að glöggva sig á hvað
felst í orðum sem stjórnmálamenn og embætt-
ismenn nota.
Með aðild að sameiginlega EES-markaðnum
skuldbinda ríki sig til að samræma reglur og
staðla til að tryggja jafna samkeppni milli að-
ildarþjóðanna. Í sumum tilvikum er um tækni-
legar kröfur að ræða en í öðrum að fyrirtæki
sem starfa í ólíkum löndum búi við sambæri-
legt starfsumhverfi. Á ESB-máli er talað um
level playing field. Þar er til dæmis átt við að
ekki verði mismunað með sköttum, félagsleg-
um skilyrðum, kröfum til persónuverndar eða
á sviði umhverfismála.
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, og
Michel Barnier, aðalsamningamaður fram-
kvæmdastjórnar ESB við Breta, leggja báðir
höfuðáherslu á að fríverslunarsamningur við
Breta verði að tryggja sambærilegt starfsum-
hverfi. Bretar taki með öðrum orðum mið af
lögum og reglum ESB.
Boris Johnson er ekki á sama máli. Hann
sagði að Bretar færu sína eigin leið það yrði no
alignment, engin samstilling með ESB, sem
sagt engin trygging fyrir sambærilegu starfs-
umhverfi.
Sérfræðingar ESB benda á að ekki kunni
góðri lukku að stýra að lögfesta annars vegar
skýr, óumbreytanleg tímamörk og hins vegar
setja fram kröfur sem ganga þvert á væntingar
viðsemjandans. Af breskri hálfu er minnt á að
talið var fráleitt að Boris Johnson tækist að
breyta viðskilnaðarsamningnum sem Theresa
May gerði og ESB-menn sögðu óumbreytan-
legan. Það hefði honum tekist – hvers vegna
ekki þetta?
Miklir íslenskir hagsmunir
Bretar verða aðilar að EES-samstarfinu út
árið 2020. Þeir vilja ekki gera neinn samning
sem líkist samningi EES/EFTA-ríkjanna, Ís-
lands, Liechtensteins og Noregs, við ESB.
Hann er reistur á aðild að sameiginlega mark-
aðnum. Bretar vilja fríverslunarsamning. Á
þessu tvennu er grundvallarmunur.
Miklir íslenskir hagsmunir eru í húfi gagn-
vart Bretum, annarri stærstu viðskiptaþjóð Ís-
lendinga. Aldrei fyrr hefur þjóð sagt skilið við
EES-samstarfið. Brotthvarf Breta af sameig-
inlega markaðnum kallar á allt annars konar
úrræði en almennt ráða í viðskiptaviðræðum
þar sem leitast er við að skapa sem mest sam-
ræmi í nafni fríverslunar. Nú verður náið sam-
band rofið og sett í nýjan búning þar sem skil
eru meiri en áður á milli aðila.
Fyrir smáþjóð er mikilvægt að við úrlausn
ágreiningsmála sé tryggt jafnræði. Icesave-
deilan við Breta var endanlega leyst innan
ramma EES-samstarfsins með afskiptum Eft-
irlitsstofnunar EFTA (ESA) og EFTA-dóm-
stólsins. Fyrir dómstólnum gátu Bretar ekki
neytt aflsmunar, þeir stóðu í sömu sporum og
smáþjóðin.
Það má ekki verða neitt rof í flugsamgöng-
um milli Íslands og Bretlands. Samstarf í
mennta- og vísindamálum má ekki bresta.
Borgaralegt öryggi verður ekki tryggt hér
nema í nánu samstarfi við Breta.
Vandfundið er brýnna verkefni á sviði ís-
lenskra utanríkismála árið 2020 en að treysta
tengslin við Breta á nýjum grunni.
Eftir Björn Bjarnason » Íslendingar eiga aðild að
sameiginlega EES-mark-
aðnum. Bretar vilja fríverslun-
arsamning. Á þessu tvennu er
grundvallarmunur.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Samið við Breta á nýjum grunni