Morgunblaðið - 27.12.2019, Page 31
ÍÞRÓTTIR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Martin Hermannsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, setur ekki
tærnar upp í loft um jól og áramót.
Frá 18. desember til 5. janúar leikur
lið hans, Alba Berlin, sjö leiki í
þýsku deildinni og Euroleague,
sterkustu Evrópukeppninni hjá fé-
lagsliðum. Hátíðahöldin taka því mið
af þessu hjá Martin en leikjafjöldinn
hjá Alba er mikill á tímabilinu eins
og fram kom í spjalli við Martin í
blaðinu í sumar.
„Ég hef ekki upplifað jafn mikið
álag í körfuboltanum um ævina.
Þetta er svolítið nýtt fyrir mér og ég
læri því inn á sjálfan mig í leiðinni.
Ég hef lent á aðeins stærri veggjum
en ég hef þurft að lenda á í atvinnu-
mennskunni hingað til. Miðað við
allt er ég samt nokkuð vel á mig
kominn. Að sjálfsögðu hugsa ég vel
um mig varðandi hvíldina og það
sem ég læt ofan í mig. Við erum auð-
vitað einnig í góðum höndum hjá
styrktar- og sjúkraþjálfurum. Ef ég
á að vera alveg hreinskilinn þá eru
þetta full margir leikir og fyrir vikið
getur verið erfitt að gíra sig upp fyr-
ir leiki í þýsku deildinni,“ sagði
Martin þegar Morgunblaðið spjall-
aði við hann á Þorláksmessu en ís-
lenski landsliðsmaðurinn hefur lítið
misst úr á tímabilinu.
„Ég held að við séum fjórir í leik-
mannahópnum sem ekki hafa meiðst
á tímabilinu. Ég hef verið nokkuð
heppinn og engin stór vandamál eru
að pirra mig. Einungis minniháttar
óþægindi sem maður getur aldrei
sloppið alveg við.“
Lærdómsríkur vetur
Hlutverk Martins hjá Alba Berlin
hefur breyst en hann skoraði mikið á
síðasta tímabili. Nú ber hann meiri
ábyrgð á því að koma samherjum
sínum í skotfæri og er í 9. sæti yfir
þá sem gefið hafa flestar stoðsend-
ingar í Euroleague.
„Ég væri til í að hitta betur fyrir
utan þriggja stiga línuna en ég hef
gert í vetur. Það hefur ekki gengið
nógu vel. Ég er hins vegar í öðru
hlutverki heldur en á síðasta tíma-
bili. Ég spila meira stöðu leikstjórn-
anda og þar af leiðandi með fleiri
stoðsendingar. Ég stjórna leiknum
frekra en að taka skot sem er svolít-
ið nýtt fyrir mér. Mér var svolítið
hent beint út í djúpu laugina í þeim
skilningi að ég sé að spila leikstjórn-
andastöðuna í fyrsta skipti þegar ég
er í fyrsta skipti í Euroleague.
Miðað við þetta er ég að gera
nokkuð góða hluti. Ég finn að ég á
fyllilega heima í þessum gæðaflokki
[Euroleague] og ætla mér að vera í
þessum gæðaflokki eins lengi og ég
get. Ég er enn að læra og þegar ég
fæ frítíma næsta sumar þá veit ég
hvað ég þarf að bæta.“ útskýrði
Martin en þegar fram í sækir á hans
ferli munu möguleikarnir aukast
enn frekar í ljósi þess að hann geti
hvort heldur sem er spilað sem leik-
stjórnandi eða skotbakvörður.
„Mín uppáhaldsstaða er þegar ég
er með boltann í höndunum og þarf
að búa eitthvað til. Það skiptir mig
ekki öllu máli hvora stöðuna ég spila.
Sem leikstjórnandi þarf ég þó að
hugsa á annan hátt. Þá þarf ég að
hugsa um samherjana og að hjálpa
þeim að snerta boltann. Einnig þarf
maður þá að velta fyrir sér hverju
liðið þarf á að halda á þeim tíma-
punkti í leiknum og hverjir eru í
stuði og hverjir ekki. Ég þarf að ein-
beita mér meira að þessu en áður.
Hvað þetta varðar er mikill lærdóm-
ur sem felst í þessu keppnistímabili
fyrir mig og fínt að gera það þegar
maður er ekki eldri en 25 ára.“
Ekkert rölt á Laugaveginum
Hátíðahöldin hjá Martin í Berlín
markast af mikilli leikjatörn. Alba
Berlin spilaði 18., 20. og 22. desem-
ber. Þá lék liðið í gærkvöldi og mun
spila á gamlársdag. Eftir áramótin
eru leikir bæði 3. og 5. janúar.
„Jólin eru svolítið öðruvísi í ár og
ef ég á að vera heiðarlegur þá er ég
ekki í miklu jólaskapi. Ég hefði alveg
verið til í að fara í skötu og rölta
Laugaveginn í kvöld en þetta velur
maður og ég vil frekar vinna við
þetta en nokkuð annað,“ sagði
Martin. Spurður um hvort félagið
setji stífar reglur varðandi veislu-
mat, og annað sem tengist hátíða-
höldum, í ljósi þess hve margir leikir
bíða segir Martin að leikmönnum
liðsins sé treyst.
„Nei. Það gilda reyndar reglur
varðandi áfengisneyslu. En það er
ekki fundað sérstaklega um lífernið í
kringum hátíðarnar. Menn í þessum
gæðaflokki eru ekki í neinu rugli og
þeim er treyst til að borða almenni-
lega. Kjöt er fínt eins og allt annað
enda mega menn ekki léttast of mik-
ið í því leikjaálagi sem er og því
þurfa menn að borða oft og vel til að
hafa orku og kraft. Hér eru menn
ekki að byrja í faginu og vita hvað
má og hvað má ekki,“ sagði Martin
Hermannsson.
Stigahæstur í Evrópuleik
Í gærkvöldi mætti Alba Berlin liði
Saski Baskonia frá Spáni í Euro-
league í Berlín. Alba fór illa með
spænska liðið og vann stórsigur
81:56. Martin var stigahæstur í
þýska liðinu með 18 stig og gaf að
auki þrjár stoðsendingar. Alba Berl-
ín hefur nú unnið fimm leiki í Euro-
league og er í 16. sæti en aðeins ein-
um sigri á eftir liðunum í 10.-14.
sæti.
„Ég á fyllilega heima
í þessum gæðaflokki“
Martin Hermannsson hefur rekist á fleiri veggi í atvinnumenskunni í vetur
Ljósmynd/Euroleague
Í Austurvegi Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin gegn BC Khimki í Moskvu í Euroleague.
Bandaríski körfuboltamaðurinn
Wayne Martin hefur yfirgefið her-
búðir Njarðvíkinga og gengið í rað-
ir Jämtland í efstu deild Svíþjóðar.
Karfan.is greindi frá þessu á jóla-
dag en miðherjinn spilaði ellefu
leiki með Njarðvík og skoraði 15
stig og tók sjö fráköst að meðaltali.
Nokkurt rót hefur verið á leik-
mannahópi Njarðvíkur. Evaldas
Zabas var látinn fara í október en
Chaz Williams kom í hans stað. Hef-
ur liðið unnið alla sex leikina sem
Williams hefur spilað. Liðið er í
fjórða sæti Dominos-deildarinnar.
Fór frá Njarðvík
til Svíþjóðar
Morgunblaðið/Hari
Þjálfarinn Hópur Einars Árna
Jóhannssonar tekur breytingum.
Los Angeles Clippers hafði betur
gegn Los Angeles Lakers í
nágrannaslag í borg englanna í
NBA-körfuboltanum í Bandaríkj-
unum. Clippers hefur unnið báða
leiki liðanna á leiktíðinni til þessa,
en Lakers hefur nú tapað fjórum
leikjum í röð eftir að hafa byrjað
leiktíðina virkilega vel.
Kawhi Leonard átti stórleik fyrir
Clippers og skoraði 35 stig og tók
12 fráköst. Kyle Kuzma skoraði 25
stig fyrir Lakers, en Anthony Davis
og LeBron James hafa oft spilað
betur. johanningi@mbl.is
Er Clippers með
tak á Lakers?
AFP
LA LeBron James og Kawhi Leon-
ard takast á að kvöldi jóladags.
Norska handknattleikssambandið
tilkynnti á jóladag að Bjarte Myrhol,
fyrirliði norska landsliðsins, yrði ekki
með liðinu á EM í janúar vegna veik-
inda. Var hann lagður inn á sjúkrahús
á Þorláksmessu og liggur nú fyrir að
hann verður ekki búinn að jafna sig
fyrir EM. Myrhol mun gangast undir
aðgerð 2. janúar en óljóst er hvaða
áhrif veikindin hafa á þátttöku hans
hjá Skjern sem Patrekur Jóhannesson
stýrir og þeir Björgvin Páll Gúst-
avsson og Elvar Örn Jónsson leika
með.
Enska knattspyrnufélagið Wolver-
hampton Wanderers hefur fest kaup á
markmanninum efnilega Pálma Rafni
Arinbjörnssyni frá Njarðvík. Pálmi er
fæddur árið 2003 og hefur leikið með
15, 16 og 17 ára landsliðum Íslands.
Pálmi hefur enn ekki leikið fyrir meist-
araflokkslið Njarðvíkur, en Wolves hef-
ur fylgst með honum í nokkurn tíma
og æfði hann með enska liðinu síðasta
sumar.
Sky Sports fékk einn stuðnings-
mann hvers félags í ensku B-deildinni í
knattspyrnu til að velja lið áratugarins
hjá sínu liði að eigin mati. Þar kom upp
sú staða að Gylfi Þór Sigurðsson er í
liði áratugarins hjá tveimur stuðnings-
mönnum. Annars vegar stuðnings-
manni Reading og hins vegar stuðn-
ingsmanni Swansea.
Belgíska tenniskonan Kim Clijsters,
sem um tíma var í efsta sæti á heims-
listanum, snýr aftur á tennisvöllinn í
mars á næsta ári, sjö árum eftir að
hafa lagt tennisspaðann á hilluna.
Clijsters er 36 ára gömul og hefur á
ferli sínum unnið fjögur risamót. Hún
fagnaði þrisvar sinnum sigri á opna
bandaríska meistaramótinu og einu
sinni á opna ástralska mótinu.
Hún hætti fyrst árið 2007 eftir að hafa
eignast sitt fyrsta af þremur börnum
en sneri svo aftur tveimur árum
seinna og vann þrjú risamót áður en
hún hætti aftur árið 2012 en hún hefur
meðal annars starfað í sjónvarpi síðan
þá. Hún mun taka þátt á Monterrey
Open-mótinu í Mexíkó á næsta ári.
Handknattleiksþjálfarinn Alfreð
Gíslason var sá besti í heimi á þeim
vettvangi síðasta áratuginn, að mati
danska handknattleiksmannsins Ras-
mus Boysen. Boysen er leikmaður
Ribe-Esbjerg í Danmörku. Daninn
heldur uppi vinsælli Twitter-síðu, þar
sem hann fer vel yfir mál sem tengjast
handbolta og nýtur hann virðingar í
handboltaheiminum.
Boysen valdi besta lið áratugarins að
hans mati og er Alfreð þjálfari liðsins.
Boysen valdi Thierry Omeyer, Uwe
Gensheimer, Mikkel
Hansen, Nikola
Karabatic, László
Nagy, Lasse Svan,
Julen Aguina-
galde og Ge-
deon Guar-
diola í liðið.
Alfreð lét af
störfum hjá
Kiel að eigin
ósk eftir síðustu
leiktíð, en hann
var við stjórn liðs-
ins í ellefu ár og
var gífurlega sig-
ursæll. Hann segir
ferli sínum hjá fé-
lagsliðum vera lok-
ið.
Eitt
ogannað