Morgunblaðið - 27.12.2019, Page 34

Morgunblaðið - 27.12.2019, Page 34
Púður ársins: Bare Minerals Bare Skin Perfecting Veil Þegar snyrtivara býr einnig yfir öflugum húðbætandi eigin- leikum þá sigrar hún hjörtu snyrtivörusérfræðinga. Þetta púður býr yfir léttri og gegn- særri þekju sem festir farða og fullkomnar húðina. Hún inni- heldur m.a. C-vítamín sem gerir húðina bjartari ásýndum og hýjalúrónsýru sem veitir henni aukinn raka. Litað dagkrem ársins: Clinique Moisture Surge Sheertint Hydrator SPF 25 Þessi litaða og gelkennda form- úla er sérlega rakagefandi, létt og veitir húðinni fullkomlega nátt- úrulegt yfir- bragð. Hentar öll- um húðgerðum og hefur notið gífurlegra vin- sælda á árinu. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 ICQC 2020-2022 Ár hvert velur Smartland 25 bestu snyrti-, húð- og hár- vörur ársins en listinn er yfirgripsmikill og fjölbreyttur. Blaðamenn Smartlands prófa yfirleitt flest sem kemur á snyrtimarkaðinn hérlendis og eru því í lykilstöðu til að meta hvað stóð upp úr á árinu. Kinnalitur ársins: Bare Minerals Gen Nude Powder Blush Það er ekki auðvelt að finna jafn fallega kinnaliti og þessa. Fínmalaðar púðuragnirnar blandast fullkomlega við húðina og endast vel á henni. Ljómavara ársins: Guerlain Terracotta Skin Highlighting Stick Sumir segja þessa snyrtivöru jafnvel vera Instagram-filter í stift- formi, svo mögnuð er hún. Þessi kremaða formúla verður púður- kennd við ásetningu og virðist afmá grófa áferð húðarinnar og gerir hana ljómandi fallega. Sólarpúður ársins: Anastasia Beverly Hills Powder Bronzer Mjög auðvelt í notkun og kemur í 6 mismunandi litartónum svo allir ættu að finna lit við hæfi. Púðuragnirnar eru einstaklega fínmalaðar og blandast húðinni auðveldlega sem gerir ásýndina náttúrulegri. Hyljari ársins: ILIA True Skin Serum Concealer Einstakur hyljari sem veitir miðl- ungs þekju og býr yfir húðbæt- andi eig- inleikum en hann inniheldur C-vítamín, sem lýsir upp húð- ina, ásamt nátt- úrulegum extröktum sem bæta hana. Hann er fullkominn undir aug- un þar sem hann er ekki of mattur og aðlagast húðinni vel. 25 bestu snyrtivörur ársins 2019 FÖRÐUN Farði ársins: Shiseido Synchro Skin Self- Refreshing Foundation SPF 30 Í haust mætti Shiseido með tæknilegasta farðann hingað til og voru allir sammála um þá töfra sem formúlan færði húð- inni. Miðlungsþekjan og sat- ínkennd áferðin hentar öllum húðgerðum og aldurshópum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.