Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Qupperneq 2
Hvernig jólatónleikar verða þetta? Við ætlum að hafa þetta lágstemmda jólatónleika með ljúfum jólalögum sem allir þekkja. Ég syng mikið um jól- in, til dæmis með kór Lindakirkju, en þetta eru fyrstu jólatónleikarnir sem ég stend fyrir sjálf. Við Lísa hugs- uðum að það væri gott fyrir fólk að koma og kúpla sig út úr jólastressinu, lygna aftur augunum og njóta þess að hlusta á okkur syngja hugljúf jólalög við dásamlegan undir- leik. Við erum óhrædd við samkeppni því það er til fólk sem vill ekki endilega kóra, dansara, heila hljómsveit og tuttugu búningaskipti. Svo er ég líka dálítið fyndin á milli laga. Nú ert þú blaðamaður á Vikunni og söngkona í hjáverkum. Fer þetta vel saman? Já, hvort tveggja er mjög skapandi. Hvað er skemmtilegast við að syngja fyrir fram- an fullan sal? Þetta er svo mikil tjáning og tónlist er svo heilandi, hvort sem það er að flytja hana eða hlusta á hana. Það er líka svo gott að finna hvað söngurinn gefur fólkinu úti í sal mikið. Það er eitthvað stórkostlegt sem gerist þegar maður fer á svið að syngja. Áttu þér uppáhaldsjólalag? Mér finnst Driving home for Christmas með Chris Rea alltaf æð- islegt. Kannski plata ég Hlyn til að syngja það. Ertu komin í jólaskap? Já, það er ekki annað hægt með þrjú börn á heimilinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon GUÐRÚN ÓLA JÓNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Kúpla sig út úr jólastressinu Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019 Ríkissjónvarpið hlóð óvænt í svaðalegustu typpasýningu íslenskrarsjónvarpssögu á mánudaginn. Í boði bandaríska ljósmyndarans sál-uga Roberts Mapplethorpes. Hann var sem kunnugt er ástríðufullur áhugamaður um typpi og myndaði þau í bak og fyrir, frá öllum mögulegum og ómögulegum sjónarhornum, og sængaði svo gjarnan hjá eigendunum á eftir, ef marka má heimildarmyndina sem um ræðir. Þarna gat að líta af- slöppuð typpi, typpi í viðbragðsstöðu og allt þar á milli. Eitt typpi fékk sér- staka athygli enda fullyrti viðmælandi í myndinni að Mapplethorpe hefði orð- ið ástfanginn af því. Og eigandinn fengið að fljóta með. Eflaust hafa einhverjir áhorf- endur velt fyrir sér hvort Mapple- thorpe hafi í reynd verið listamaður eða dónakall enda sjaldgæft að myndefni af því tagi sem viðrað var á köflum sé uppi á yfirborðinu. En Mapplethorpe lifði á frjóum tímum í sögu listsköpunar og merkilegt var að kynnast viðhorfi hans til ljós- myndunar sem hann lærði aldrei með formlegum hætti og leit heldur niður á, ef marka má heimildar- myndina. Hann virðist hafa litið á sig sem listamann sem tók myndir frekar en ljósmyndara. En hvað sem því líður þá er sýning þessarar heimildar- myndar stórkostleg tíðindi fyrir typpið sem fyrirbrigði enda hefur það gegn- um tíðina verið hálfgert olnbogabarn mannslíkamans þegar kemur að sjón- varpi og gjarnan álíka vandlega falið fyrir umheiminum og umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Nú virðist þess tími loksins vera kominn. Engin typpi voru í Landanum á sömu stöð daginn áður. Alltént ekki sýni- leg. En þar voru á hinn bóginn bjúgu. Og hellingur af þeim. Útvarpsmað- urinn knái Guðni Már Henningsson var kominn heim frá Tenerife til að gæða sér á krásunum ásamt félögum sínum í einhverjum bjúgnaklúbbi. Hélt fyrst að vertinn, sem bar ábyrgð á veislunni, væri gítarleikarinn í glysbandinu goðsagnakennda Slade, en svo var ekki. Það voru vonbrigði. Talandi um bjúgu þá rifjast upp sagan af félögunum sem tóku tal saman um árið. Annar hafði verið á ferðalagi erlendis og kvaðst hafa lent í basli þeg- ar panta þurfti mat á veitingastað. Enginn skildi ensku á staðnum og okkar maður botnaði hvorki upp né niður í matseðlinum. Hann langaði í nautasteik og brá á þá leið að baula til að gera sig skiljanlegan. Og fékk steikina. Þá mælti félaginn: „Það var eins gott að þú baðst ekki um bjúgu!“ Typpið kemur sterkt inn Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Hann var sem kunnugt er ástríðu-fullur áhugamaður umtyppi og myndaði þau í bak og fyrir. Fjóla Guðrún Viðarsdóttir Ég er með mjög stuttan lista og vantar lítið. Kannski gallabuxur og eyrnalokka. SPURNING DAGSINS Hvað vilt þú fá í jólagjöf? Helgi Ármannsson Góð föt. Mig vantar skó. Steinunn Anna Óskarsdóttir Góða heilsu og að hafa börnin mín hjá mér. Sigurbjörn Guðmundsson Góða hugsun og fína kveðju. Ég á allt og þarf engan pakka. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Söngkonurnar Gógó og Lísa, eða Guðrún Óla Jónsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir, syngja gömlu góðu jólalögin við meðleik píanóleikarans Hlyns Þórs Agnarssonar. Tónleikarnir verða í Lindakirkju þriðjudaginn 17. desember klukkan 20. Miðar fást við innganginn og kosta 2.500 en frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.