Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019 Ég sá skemmtilega mynd á Facebook ívikunni. Þar var framkvæmdastjóriFélags atvinnurekenda hinn kátasti við blómavasa sem skartaði fallegum túl- ípönum. Gleði hans var þó blandin trega þegar hann fór yfir það hve háa tolla túl- ípanar bera, jafnvel þótt þeir séu vart eða ekki fáanlegir á Íslandi. Þetta eru svokallaðir verndartollar, til að vernda innlenda framleiðslu gegn þeirri inn- fluttu. Þeim hefur vissulega fækkað en eru þó enn til og virka stundum frekar ósann- gjarnir. Sérstaklega þegar klárlega liggur fyrir að innlend framleiðsla annar ekki eft- irspurn og er jafnvel lítil sem engin. Mér fannst áhugavert að sjá, í umræðum með þessari mynd, að fram komu hug- myndir um að banna hreinlega innflutning á túlípönum. Þeir væru náttúrlega óþarfi utan náttúrulegs uppskerutíma og eina sem þeir gerðu væri að auka flugumferð og þar með mengun í heiminum. Fólkið sem nefndi þetta er almennt vel þenkjandi, skemmtilegt og klárt. Og stund- um hljóma svona sjónarmið allt að því skyn- samlega. Af hverju erum við að flytja inn hluti sem eru í raun óþarfi? Af hverju bönn- um við ekki hluti sem við þurfum ekki og veita mögulega bara skammvinna gleði? Er það kannski ekki bara skynsamlegt? Eftir allar þessar spurningar komum við þó alltaf að þessari grundvallarspurningu: Hver á að segja til um það hvað við þurfum og hvað er óþarfi? Hver á að greina á milli munaðar og nauðsynja? Og hvar eigum við að byrja? Ræktun túlípana skilur mögulega eftir sig kolefnisfótspor. En í ljósi þess að í þeim felst ræktun þá myndi maður ætla að það væri töluvert minna en margt annað. Væru ekki aðrir hlutir sem við getum framleitt sjálf sem við ættum að banna? Hvað með til dæmis bjór? Af hverju flytj- um við inn bjór þegar við höfum hér Gull, Víking, Kalda og marga fleiri? Á Íslandi eru, samkvæmt Wikipedíu, rekin rúmlega 20 brugghús sem framleiða rúmlega 60 teg- undir af bjór. Að vísu að miklu leyti úr inn- fluttum hráefnum, en alltént nota þau ís- lenskt vatn til framleiðslunnar. Væri nokkuð því til fyrirstöðu að banna bara inn- flutning á bjór sem kolefnissporar út um allt? Dæmin eru náttúrlega miklu fleiri. Hvað höfum við að gera með svo margt af því sem við höfum sannfært okkur um að sé allt að því nauðsynjar? Þurfa alltaf að vera til bláber og avókadó? Breskur cheddar-ostur og spænsk skinka? Rauðvín og búbblur? Er ekki bara í lagi að banna eitthvað af þessu? Það væri afturhvarf til tíma sem eru vægast sagt ekki spennandi. Þegar stjórnvöld töldu sig geta ráðið því hvað borgararnir fengju og ákveðið hvað væri best fyrir okkur. Þeg- ar það þótti eðli- legur hluti dag- legs lífs að standa í biðröð til að fá leyfi til að flytja inn spýtur til húsbygginga. Mögu- lega fulldramatískt dæmi en svona var þetta í eina tíð. Ég er ekki þeirrar skoðunar að mark- aðurinn sé alltaf svarið en í þessu dæmi held ég hann eigi að fá að ráða. Ef okkur finnst túlípanar í desember óþarfir og okk- ur hugnast ekki að blóm séu flutt langan veg með flugi þá einfaldlega sleppum við því að kaupa þau. Þar með er ekki lengur grundvöllur fyrir slíkum innflutningi og málið er úr sögunni, því menn flytja inn blóm í von um hagnað en ekki af hugsjón. Það hlýtur að vera betri kostur að leyfa frelsinu að ráða frekar en stjórnlyndum þingmönnum eða andlitslausum embætt- ismönnum sem telja sig vita hvað okkur er fyrir bestu. Við getum alveg fundið út úr því sjálf. ’Þurfa alltaf að vera tilbláber og avókadó?Breskur cheddar-ostur ogspænsk skinka? Rauðvín og búbblur? Er ekki bara í lagi að banna eitthvað af þessu? Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Óþarfa frelsi Árstalan þín er þrír, lífstalan átta. Elsku Ellý mín, ég las þessa setningu einhvers staðar: Þú verður að þora meiru, þá verður ævisagan betri. Þetta á alls ekki við um þig. Þú ert lífstalan átta og ert stöð- ugt á ferð og flugi; ef ekki í höfð- inu á þér, þá bara á venjulegri ferð. Þú grípur hugmyndirnar og tækifærin og hrindir þeim í framkvæmd. Þeg- ar þú varst lítil stelpa varstu svo- lítil strákastelpa, þú átt betra með að vinna með körl- um og hugsar jafn- vel töluvert líkar þeim. Það hafa verið settar allnokkrar, æðiháar hindranir fyrir framan þig í lífinu en þú finnur alltaf réttu leiðina yfir þær. Ef þú værir bók værirðu leiðarvísir. Síðustu misseri hafa boðið þér upp á endurkomu á svo mörgum vígstöðvum og líka hefur þú ákveð- ið að stækka fyrirtækið Ellý með ýmsum nýjungum sem senda strauma inn í hjarta fólks og láta því líða betur. Ef þú hefðir ekki, Ellý mín, farið í gegnum þessar torfærur hefðir þú ekki framkallast sem þessi skemmtilega, hugrakka manneskja sem lætur ekkert stoppa sig. Þú ert á magnaðri tölu sem gef- ur þér svo góða aðlögunarhæfni, alveg sama hvað þú ætlar að fram- kvæma, búa til eða vinna við. Ástin er rauðglóandi í kringum þig og þið vinnið vel saman. Vorið gefur þér ný spil á hönd og þú þarft að vera sniðug. Þú ert að fara í tólf mánaða tímabil og þér á eftir að líða á því tímabili eins og þú sért að byggja kastala en hafir bara einn hamar og nokkra nagla. Stundum mun þér finnast eins og þetta sé ekki hægt en þú átt nákvæm- lega eftir að geta byggt þennan kast- ala með einum hamri. Þetta verður svakaleg vinna sem mótar tólf mánuði og 2021 gefur þér nýtt hús, hvort sem þú býrð í því eður ei. Þú ert að fara inn í mest spennandi tímabil lífs þíns. Það verður alls ekki auðvelt en af auðveldu verður ekkert. Það gerist eitthvað öðru- vísi og merkilegt sem tengir þig við útlönd, jafnvel Ameríku. Þetta verður algjörlega óvænt og stór- kostlega spennandi. Það er í kringum þig einhvers konar kúgun og þú þarft að brjóta hana á bak aftur. Það gerirðu með því einu að taka ákvörðun um að gera það. Þá fyllistu ofurmætt- inum sem í þér býr. Stjörnumerki Ellýjar er nautið. Morgunblaðið/Golli ELLÝ ÁRMANNS ATHAFNAKONA 13.5. 1970 Þú finnur alltaf réttu leiðina ’ Þú ert að farainn í mest spenn-andi tímabil lífs þíns.Það verður alls ekki auðvelt en af auð- veldu verður ekkert. STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.