Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Síða 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019
Það hljómar eins og atriði í ham-faramynd frá Hollywood en ívikunni var það íslenskur
raunveruleiki: Mágkona mín, sem
vinnur á Heilbrigðisstofnun Vest-
urlands á Hvammstanga, þurfti í
óveðrinu að finna til lyf handa sjúkl-
ingum í svartamyrkri með vasaljós á
enninu. Bærinn rafmagnslaus og
ekkert varaafl.
Eitt dæmi af ótalmörgum um hrika-
leg áhrif óveðursins á það sem við köll-
um því stofnanalega nafni „flutnings-
og dreifikerfi raforku“ en snýst auð-
vitað um líf fólksins í landinu.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka sveitar-
félaga á Norðurlandi vestra, birti á
Facebook hreint ótrúlegt yfirlit yfir
lýsingar sveitunga sinna á ástandinu:
Sjö stiga hiti inni á heimilum, margra
daga rafmagnsleysi, símalaust, net-
laust, hitaveitulaust, þúsundum lítra af
mjólk hent, hross grafin úr snjó, fólk
notandi bílana sína til að hlaða farsíma
og hitandi sér tebolla með kertum.
Bætum bæði kerfið og
viðbragðið
Ástandið var sannarlega skelfilegt
víða um land. Í gær (föstudag) fórum
við norður fjórir ráðherrar til að sjá
það með eigin augum.
Mér eru efst í huga annars vegar all-
ir þeir sem máttu, og mega jafnvel
sumir enn, þola harðindi af ýmsu tagi
vegna þessara atburða og hins vegar
þakklæti til þeirra fjölmörgu við-
bragðsaðila, björgunarsveita og ann-
arra, sem hafa lagt nótt við dag til að
liðsinna fólki og koma málum í lag, oft
við hrikalegar aðstæður.
Nú ríður á að greina strax hvaða lyk-
ilþættir ollu því að ástandið varð svona
slæmt og langvinnt og hvernig við kom-
um í veg fyrir að það gerist aftur.
Sumt snýst um úrbætur á kerfinu.
Það þarf t.d. að byggja yfir fleiri tengi-
virki. Mögulega var berskjaldað tengi-
virki í Hrútafirði í aðalhlutverki í vik-
unni. Halda þarf áfram að færa línur í
jörð, sem stórátak hefur verið gert í á
undanförnum árum í samræmi við
skýra stefnu stjórnvalda.
Sumt snýst um betri viðbragðs-
búnað. Varaafl þarf að vera fyrir
hendi. Bæði inni á lykilstofnunum
eins og sjúkrahúsum og eins stærri
búnaður sem getur þjónað fleirum,
jafnvel heilu byggðarlögunum. Vara-
stöðin sem sett var upp á Vest-
fjörðum fyrir nokkrum árum skipti
algjörlega sköpum þar í vikunni.
Veikir hlekkir
Það væru yfirdrifin viðbrögð að dæma
flutnings- og dreifikerfi raforku í ein-
hvers konar ruslflokk á grundvelli
þessara atburða. Truflanir á þessum
skala eru nær óþekktar þó að horft sé
áratugi aftur í tímann, þó að hrikaleg
veður hafi oft gengið yfir landið. Það
segir sitt um gæði kerfisins.
Landsnet hefur líka í níu ár af síð-
ustu tíu náð markmiði sínu um
99,99% áreiðanleika gagnvart for-
gangsnotendum. Svipaða sögu er að
segja af dreifiveitunum.
Eftir stendur hins vegar að engin
keðja er sterkari en veikasti hlekk-
urinn. Það er lykilatriði. Við eigum að
einhenda okkur í að útrýma þeim.
Mikið framkvæmt en
samt of hægt
Undanfarin sex ár hefur Landsnet
fjárfest í flutningskerfinu fyrir 13 millj-
arða. Þar af langmest síðustu þrjú ár.
Til viðbótar því koma fjárfestingar hjá
dreifiveitum. Það er því alls ekki hægt
að segja að ekkert hafi verið að gert.
Sem dæmi má nefna að unnið er að
jarðstreng sem fullyrt er við mig að
hefði mögulega komið í veg fyrir raf-
magnsleysið á Sauðárkróki. Fram-
kvæmdin hefur tafist meira en Lands-
net hefði kosið en verkefnið er þó
komið af stað og í það hefur verið var-
ið tæpum 300 milljónum króna.
Á hinn bóginn hefði Landsnet viljað
og getað framkvæmt u.þ.b. tvöfalt
meira á undanförnum árum ef ekki
hefðu komið til óvæntar tafir á leyfis-
veitingum. Meðal annars hafa lykil-
verkefni til styrkingar flutningskerf-
inu, ekki síst á Norður- og Austur-
landi, tafist óhóflega. Það er óvið-
unandi.
Einföldum ferlið í þágu
lífsgæða
Ég legg áherslu á að við straumlínu-
lögum leyfisveitingarferlið, ekki til að
draga úr kröfum heldur til að útrýma
óþarfa töfum. Ég hef þegar bent á
mögulegar leiðir til þess í minnisblaði til
ríkisstjórnar, nánar tiltekið í september
síðastliðnum. Núverandi ferli er í einu
orði sagt tætingslegt. Mun æskilegra
væri að beina ólíkum öngum þess – til
að mynda skipulagsþættinum, umhverf-
ismati framkvæmda og framkvæmda-
leyfi – í einn og sama farveginn strax í
upphafi. Aðkoma almennings yrði
óbreytt nema hvað hún yrði í tengslum
við eina málsmeðferð í stað margra eins
og nú er. Þetta er lykilatriði.
Ég leyfi mér að vona að við getum
núna sameinast þvert á alla pólitík um
að styrkja þessa nauðsynlegu innviði,
sem eru algjör grundvöllur lífsgæða í
landinu.
Bókstaflega svartir dagar
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
’ Eftir stendur hinsvegar að engin keðja ersterkari en veikasti hlekk-urinn. Það er lykilatriði.
Við eigum að einhenda
okkur í að útrýma þeim.
Þekking er algjört lykilatriðifyrir framfarir í öllum þjóð-félögum. Það að skapa góða
og djúpa þekkingu er mikilvægt.
Þessi pistill fjallar um nokkrar mikil-
vægar kenningar í þessu sambandi.
Gottlieb – þróun
Þróun er samspil milli gena, tauga-
kerfis, hegðunar og umhverfis. Gil-
bert Gottlieb sýndi fram á samspil
þessara þátta í sinni líkindakenningu
um formaukningu (e. probabilistic
epigenesis). Esther Thelen sagði
seinna að hægt væri að tala um stöð-
ugt samspil milli vaxtar, þroska,
náms og reynslu í þróun hvers ein-
staklings. Sem sagt við tölum um
þróun einstaklinga og um hreyfiþró-
un, málþróun, lesþróun og félags-
þróun en ekki um t.d. hreyfiþroska
eða lesþroska. Þroski tengist meira
erfðum, en þróun er samspil erfða og
umhverfis.
Edelman – nám
Við nám skapast tengingar milli
taugafrumna eða taugafræðileg net
(e. neural network). Sú færni eða
þekking sem við vinnum með skapar
net af taugafrumum sem við getum
kallað „snaga“. Kenningin styður
það sem er kalla má mótunareigin-
leika heilans (e. plasticity) og sér-
hæfingu. Með mótunareiginleikum
er átt við að hægt er að forma heil-
ann með áreiti og þjálfun. Notkun
bætir (Use it and improve it) er mik-
ilvægt atriði í þessu samhengi. Þá er
átt við að þjálfi einstaklingur
ákveðna færni þá styrkjast þær
taugabrautir í heilanum sem eru not-
aðar, snaginn styrkist. Þennan
„snaga“ má bæta með aukinni, sér-
hæfðri þjálfun. Það er auðveldara á
yngri árum því þá erum við með
meira af taugafrumum og það er
auðveldara að mynda tengingar á
milli þeirra. Með sérhæfingu erum
við að tala um að öll færni og þekking
þarfnast sérhæfðrar þjálfunar til að
hún sitji í okkar taugakerfi og hægt
sé að tala um djúpa þekkingu. Rann-
sóknir hafa meðal annars sýnt að
stórmeistarar í skák eru góðir í skák
en ekki stærðfræði nema þeir hafi
þjálfað sig á því sviði líka. Til dæmis
geta einstaklingar haft djúpa þekk-
ingu á Halldóri Kiljan Laxness því
þeir hafa unnið markvisst í langan
tíma í að tileinka sér þekkingu um
hann, Laxness snaginn er stór og
sterkur. En að sama skapi getur
þekkingin á H.C. Andersen kallast
yfirborðsþekking (litlir snagar), því
sama tíma og orku hefur ekki verið
varið í að tileinka sér þekkingu um
hann.
Csikszentmihalyi – flæði
Mihaly Csikszentmihalyi kom fram
með kenningu sína um flæði árið
1975. Kenningin fjallar um að þegar
áskoranir eru í samræmi við færni
kemst einstaklingur í flæði. Þegar
maður er í flæði gengur það sem
maður tekst á við vel, grundvöllur til
þess að læra er til staðar. Það má
segja að flæði sé lykilatriði til að fólk
öðlist innri áhugahvöt fyrir því sem
það er að fást við. Það er hægt að
segja að þetta kveiki elda hjá ein-
staklingum.
Ericsson – fókuseruð
þjálfun og eftirfylgni
Í gegnum margra áratuga rann-
sóknir hefur Anders Ericsson komist
að því að til þess að verða góður á
ákveðnu sviði þarf að vera til staðar
fókuseruð þjálfun (e. deliberate
practice). Fókuseruð þjálfun er með
klár markmið og þarfnast einbeit-
ingar. Ericsson hefur einnig fundið
út að eftirfylgni er lykilatriði í að ná
árangri. Það er einnig stutt af Csiks-
zentmihalyi. Til þess að geta ákveðið
hvað þarf að þjálfa þarf maður að
vita nákvæmlega hvar einstaklingur
stendur miðað við þá færni/þekkingu
sem viðkomandi er að vinna með.
Þarna gegnir góður kennari, þjálfari
og mentor lykilhlutverki. Hvar
stendur viðkomandi einstaklingur og
hvað á hann að leggja áherslu á? Sem
sagt hvaða áskoranir á hann að fá?
Eflum þekkingu.
Þekking – kenningar sem tengjast þróun og námi
Námsferlið – hvaða snaga viljum við
byggja upp og gera sterka?
Námsferli
Djúp
þekking
Stórir/sterkir
snagar
Yfi rborðs-
þekking
Margir litlir
snagar
Þróun færni
Tileinkun og
fínpússun færni
Færni verður
sjálfsögð
Geta til að beita færni
við allar aðstæður
Skilningur
á færni
Námsferlið frá yfirborðsþekkingu (margir litlir snagar) til djúprar þekkingar
(stórir/sterkir snagar). Á myndinni má sjá fjögur mismunandi stig sem færni/
þekking fer í gegnum. Frá yfirborðsþekkingu til djúprar þekkingar. Rannsóknir
bæði á hreyfifærni og vitsmunafærni sýna að sennilega fari öll færni/þekking í
gegnum slík stig. Til dæmis er lítil fylgni hjá 10 ára börnum milli venjulegrar sam-
lagningar og samlagningar í texta. Þess vegna hafa fræðimenn mælt með að
byrja ekki með orðadæmi fyrr en börn eru orðin vel læs. Vegna hinnar gífurlegu
sérhæfingar í námi verðum við sem kennarar/þjálfarar/foreldrar að ákveða
hvaða snaga (færni/þekkingu) við viljum byggja upp og gera sterka.
’ Rannsóknir hafameðal annars sýnt aðstórmeistarar í skák erugóðir í skák en ekki stærð-
fræði nema þeir hafi þjálf-
að sig á því sviði líka.
Vísindi og
samfélag
Hermundur
Sigmundsson
hermundur@ru.is
Ekki láta laktósaóþolið skemma
jólin fyrir þér
Ekki láta laktósaóþolið
hafa áfhrif á þitt daglega líf.
Laktase töflunar frá
tetesept aðstoða við
meltingu ámjólkursykri.
Forðatöflurmeð virkni sem
varir í 4 klukkustundir.
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Fæst í öllum helstu Apótekum,
Costco ogHeimkaup
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
ERNA
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
GULL- OG SILFURSMIÐJA
Hönnuður
Ragnhildur Sif Reynisdóttir
Verð kr. 21.500
Hönnuður
Ösp Ásgeirsdóttir
Verð kr. 8.500
Jólaskeiðin &
jólabjallan
2019