Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Side 15
sprengja ákveðna glansmynd sem fylgdi lífi okkar fyrir hrun; öll heyrðum við átakanlegar og dramatískar sögur af fólki úti í bæ og sam- félagsmiðlar margfölduðu þær.“ Leðurjakkar frá pabba Gamli góði leðurjakkinn á ekki bara aðild að titli bókarinnar, hann er sem rauður þráður í gegn- um ferðalagið í heild sinni. Tónninn er gefinn strax í fyrsta ljóði bókarinnar, Viðkvæmni. þegar ég var sex ára gaf pabbi minn mér leðurjakka minn fyrsta leðurjakka hann hefur þekkt á eigin skinni að þau viðkvæmu þurfa vörn hann sagði: ef þau stríða þér hlæðu að þeim skilningur kemur í lögum ekki eins og húð heldur setberg kemur eins og rykský á eftir jeppanum hans pabba míns með hlátri sem höktir í takt við vélina hlátrinum sem heyrist bara þegar honum sárnar „Leðurjakkinn er tákn fyrir töffarann,“ út- skýrir Fríða, „sem í mínu tilviki er mitt eigið útþenslusjálf, eins og við eigum öll, og síðan hefur þetta eiginlega merkingu, pabbi hefur í raun og sann gefið mér ófáa leðurjakkana gegnum tíðina. Ég hef lengi fundið fyrir mjög sterkri þrá að geta verið ég sjálf án þess að rit- skoða mig og vera með varnirnar uppi.“ Festist í annarri persónu Eitt af ljóðunum sem gripu þennan lesanda fyrst heitir 2. persóna: þegar umferðin er endalaus og lætur mér líða eins og önd í skotfæri þá festist ég í annarri persónu og verð þú horfi á þig úr bílunum bíða á rauðu ljósi með óræðan svip ég væri örugglega hrædd við þig ef ég þekkti þig ekki myndi samt hætta á að tala við þig fá samþykki þitt reyna að opna þig eins og sultukrukku og ef það tækist ekki: afgreiða þig snyrtilega sem óörugga eða hrokafulla eða bæði Svo kemur að því að kryfja Leðurjakkaveður. Og þar er spegillinn undir og yfir og allt um kring. „Spegillinn sker ljóðmælandann í tvennt – í égið og þúið. Það er hið innra og ytra sjálf. Fyrsti kafl- inn heitir 1.p og þar er égið að reyna að útskýra tilurð leðurjakkans og er orðið langþreytt á að ná engri tengingu við annað fólk, það vill klæða sig úr brynjunni og vörninni, úr leðurjakkanum. Í öðr- um kafla, 2.p., tekur þúið við. Það er töffarinn, í út- rás, segist vera eilífðaratóm, heilsteypt og ódeil- anlegt. Í þriðja hluta bókarinnar, Við, mást línurnar, þúið fer allt í einu í útrásareinlægni og égið fer að skilja að það þarf leðurjakkann líka.“ Lagkaka gagnvart lesandanum Fríða segir ljóðformið ákaflega spennandi fyrir átök af þessu tagi. Ljóðabókin sé oft lesin í senn sem skriftastóll og játningarform. „Ljóðmæl- andanum og ljóðskáldinu er gjarnan splæst saman. Svo að úr verður einhvers konar lag- kaka gagnvart lesandanum; er þetta skáldið að vera einlægt eða er ljóðmælandinn bara enn einn leðurjakkinn?“ Talið berst að stöðu ljóðsins og Fríða er ekki í nokkrum vafa um að það sé í tísku nú um stund- ir. „Ég held að þetta tengist allt saman. Það að öld einlægninnar sé runnin upp og að ljóðið sé vinsælt játningaform,“ segir hún. „Flóran er mikil og raddirnar hafa aldrei verið fleiri; hin- segin fólk, femínistar, innflytjendur og nota formið til að segja frá sínum sannleika. „Inklú- sívismi“ er sterk krafa í vestrænu bókmennta- samfélagi um þessar mundir. Að heyra raddir úr minnihlutahópum. Þannig að þetta eru mjög spennandi tímar.“ Ljóðið getur verið fyrir alla Fríða hefur haft mikið að gera við að lesa upp úr nýju bókinni, meira en hún bjóst við, og er ein- mitt nýkomin úr upplestri hjá fyrirtæki í mið- bænum þegar fundum okkar ber saman. „Ég finn ekki annað en að áhugi á ljóðinu sé mikill og almennur, ekki síst hjá ungu fólki. Fólk er að átta sig á því að ljóðið getur verið fyrir alla en ekki bara afmarkaðan hóp.“ Spurð hvað taki næst við hjá henni sjálfri við- urkennir Fríða að hún hafi undanfarið hálft annað ár unnið að sinni fyrstu skáldsögu. „Raunar er Leðurjakkaveður flótti frá því verk- efni,“ segir hún brosandi. „Ég var stopp og flúði yfir í ljóðið. Ég geng stundum til að fá inn- blástur og þegar ég fór út að ganga komu bara ljóð í stað kafla í skáldsögu. Er ekki alltaf meira spennandi að gera það sem maður á ekki að vera að gera?“ Hún hlær. Ekki svo að skilja að hún sé hætt við skáld- söguna. „Nei, nei. Ég mun klára hana. Það er bara spurning hvort hún kemur út á næsta ári eða því þarnæsta.“ Alltaf hægt að klára – Er alltaf hægt að leita í ljóðið? „Vonandi. Ljóðið og smásagan eiga það sam- eiginlegt að það er fljótlegra að klára þau – og það er góð tilfinning að geta klárað eitthvað. Í mínu tilviki smellur ljóð þó sjaldnast í einum rykk, á einum degi. Upptendrunin er fyrsti neistinn og mikilvægasti hlekkurinn fyrir ljóðið, en síðan getur tekið við langt ferli við að láta ljóðið ganga upp. Það er vinnan, handverkið.“ Og ljóð eru ekki bara ljóð. „Ljóðlínur fara auðvitað inn í prósann líka en það er ekki eins ánægjulegt að sjá góða línu inni í prósa og í ljóði. Þetta er spurning um áherslu, og drama- tík. Línan vegur meira í ljóðinu. Þegar þessi áhersla nær manni, er það miklu meira gef- andi.“ Það var og. Viðtalið er á enda. Ég klára úr te- bollanum og þakka Fríðu kærlega fyrir spjallið áður en ég fikra mig niður manndrápsstigann góða. Á neðri hæðinni rekst ég á Ármann Jak- obsson, rithöfund og bókmenntafræðing, sem er að lesa Njálu fyrir gesti og gangandi nú á að- ventunni. Hópur fólks hefur komið sér fyrir í að- alrými hússins en ég átta mig ekki í svipinn á því hvort það er af þessum heimi eða öðrum … ’Margir vilja tengja þessa bóksaman við samfélagsmiðla ogég get hálfvegis tekið undir það,en af svolitlum trega þar sem það er ekki minnst einu orði á sam- félagsmiðla í bókinni. En þetta tvennt tengist auðvitað að því leytinu til að þessi brjálaða bylgja að deila öllum mögulegum hlut- um með öðrum er komin þaðan. 15.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 · Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 · Meba Kringlunni s: 553-1199 · Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 · Meba Smáralind s: 555-7711 · Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 · Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-5757 · Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 · Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 · Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 · Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.