Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019
B
réfritari hefur verið heimakær síðasta
áratuginn og stoppað stutt utan lands
nema helst þegar gos í Eyjafjallajökli
framlengdi óumbeðið dvöl hans í
nokkra daga. Þá dugði ekki að derra
sig og segja út vil ek eins og meiri
menn hefðu gert. Nútímamaðurinn hraðaði sér niður
í móttöku hótelsins og bað um framlengingu á við-
veru þar. Afgreiðslumaðurinn sagði að hver kytra
væri pöntuð. Bréfritari sagðist viss um að þeir gestir
myndu ekki láta sjá sig og það væri beggja hagur að
hann fengi að halda herberginu í óákveðinn tíma. Af-
greiðslumaðurinn starði á gestinn eins og naut á ný-
virki og kallaði til yfirmann sinn. Sá spurði hvernig
gestsómyndin gæti fullyrt annað eins og þetta. Hef-
urðu heyrt Eyjafjallajökul nefndan? Já, svaraði mót-
tökustjórinn, en mér er lífsins ómögulegt að bera
nafnið fram. „Ég er í hópi næstu nágranna Eyja-
fjallajökuls úr Hvolhreppnum gamla og þekki hann
persónulega. Ég legg eindregið til að ég fái að halda
herberginu. Fari hins vegar svo að hinir bókuðu mæti
þrátt fyrir Eyjafjallajökul þá mátt þú henda mér út á
brókinni og sokkaleistunum með hálftíma fyrirvara.“
Móttökustjórinn horfði á gestinn og taldi augljóst
að hann væri ekki með öllum mjalla. En eftir um-
hugsun skynjaði hann þó að hann gæti ekki tapað á
þessu tilboði. Nokkrum dögum síðar var hótelið orðið
hálftómt og yðar einlægur orðinn velmetinn kúnni á
ný. Leituðu til hans hótelstarfsmenn úr öllum stétt-
um og báðu hann um að segja „Eyjafjallajökull við
Hvolsvöll“ og reyndu svo sjálfir að hafa það eftir og
hlógu sig hása.
Fyrir hálfri öld hafði bréfritari drýgt auman
eyðslueyri með uppistandi og eftirhermum en hafði
aldrei dottið niður á svona ódýran og endingargóðan
efnisbút eins og þennan.
Spenna dregur að fíkla
En þetta bréf er einmitt sent frá Bretlandi, en þang-
að brá sá heimakæri sér, þegar honum héldu engin
bönd. Þótti það liggja í loftinu að í þessum kosningum
gæti allt gerst, og því freistandi að vera nærri þegar
atkvæðunum yrði loks hvolft úr kössum, enda hratt-
vaxandi pólitískur titringur síðustu vikurnar. Kæmist
Corbyn að kötlunum í annarri tilraun sinni? Honum
gekk betur síðast en spáð var. Yrði brexit endanlega
úr sögunni? Er Boris bóla sem endist ekki til jóla? Og
þannig rak hver spurningin aðra. Undantekningar-
lítið má bóka að staðan skýrist jafnt og þétt eftir því
sem dögum kosningaaðventunnar fjölgar, svo að
kjördagurinn hefur að mestu breyst í formsatriði
þegar hann rennur loks upp. Kannanir verða þá allar
áþekkar, ef ekki næstum eins.
Þetta er meginreglan, en hún átti ekki endilega við
um þessar kosningar. Kannanir sveifluðust fram á
síðustu mínútu og skekkjumörk þeirra virtust aldrei
ná að þrengjast sem neinu nam.
Stundum var Boris Johnson og flokki hans spáð
myndarlegum meirihluta á þingi, en óðara var komin
önnur könnun með allt annað upplit. Og sífellt fleiri í
hópi spekinga töldu loks orðið líklegast að staðan yrði
svipuð og var áður en Boris knúði fram kosningar
einmitt í þeim tilgangi að breyta henni. Allt bjástrið
hefði því orðið til einskis.
Hið ógæfusama „hung parliament“ síðustu mánaða
þar sem forsætisráðherrann gat sig hvergi hrært yrði
endurborið á kvöldi kjördags.
Það ástand höfðu þingmenn, með atbeina þing-
forsetans, notað sér til að leggja sífellt nýja steina í
garð útgöngunnar.
Búrókratarnir í Brussel þurftu ekki að fá það á til-
finninguna að breska ríkisstjórnin hefði ekki aðeins
sérlega veika samningsstöðu, heldur væri sú staða í
raun verri en engin. Velvildarmenn búrókratanna í
röðum þingmanna voru hættir að leyna því að þeir
væru í beinu sambandi og hvettu samningamenn
ESB til dáða gegn stjórninni í Lundúnum.
Þótt þorri flokksbræðra í Íhaldsflokknum liti á
elítuhópinn úr hans ranni sem svikahrappa, þá
hreyktu hrapparnir sér sjálfir af afrekum sínum enda
væri „fimmta herdeildin“ að tryggja þjóðarheill og
knúin til þess af hreinræktaðri ættjarðarást.
Allt leyfilegt
Forsætisráðherrarnir Tony Blair og John Major,
gömlu andstæðingarnir, komu fram saman opin-
berlega til að mæla með „taktískum kosningum“ til
að tryggja að ESB-sinnar, úr hvaða flokki sem væri,
kæmust að! Yrði að velja fórnarlömb taktísku trikk-
anna vel til að tryggja hámarksárangur.
Síðustu daga fyrir kosningar var bent á að Boris
Johnson væri ekki öruggur um kjör í sínu eigin kjör-
dæmi, Uxbridge. Meirihlutinn að baki honum þar
væri aðeins 5.034 atkvæði og væri það minnsti meiri-
hluti sem sitjandi forsætisráðherra hefði treyst á síð-
an árið 1924! Tækist að koma í veg fyrir kosningu
Borisar yrði honum nánast sjálfkrafa ýtt úr leiðtoga-
sæti og kastað úr Downingstræti 10, hvað sem út-
komu flokks hans liði.
Þá var bent á að Ian Duncan Smith, fyrrverandi
leiðtogi Íhaldsflokksins og ákafur „útgöngumaður“,
væri í framboði í kjördæmi þar sem mikill meirihluti
kaus gegn útgöngu. Hefðu andstæðingarnir samráð
um að styðja þann andstæðing hans sem væri líkleg-
astur til að geta fellt Duncan Smith væri nærri
öruggt að það tækist. Voru furðumiklar undirtektir
við allar þessar heldur ógeðfelldu ráðagerðir, sem
kallaðar voru „hræðslubandalag“ á miðri síðustu öld
á Íslandi.
Samantekin ráð af þessu tagi virtust fá nokkurn
byr. Örfáum dögum fyrir kjördag viðruðu þekktir
stjórnmálaskýrendur og talsmenn flokka þá skoðun
að ekki mætti útiloka að hagsmunabandalag flokka í
lykilkjördæmum gæti dugað til þess að Jeremy Cor-
byn kynni að takast að smokra sér inn í Tíuna, húsið
sem allt snýst um, og það þótt ljóst væri að Verka-
mannaflokkurinn myndi örugglega fá mun færri
þingmenn en Íhaldsflokkurinn.
En með stuðningi annarra flokka, svo sem Skoska
þjóðarflokksins og þess Frjálslynda, gæti hann þó
hugsanlega náð að mynda ríkisstjórn, og í versta falli
minnihlutastjórn.
Eldgos á Englandi
En aðeins örfáum mínútum eftir að kjörstöðum var
lokað að kvöldi fimmtudagsins 12. desember var birt
útgönguspá sem þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar
höfðu látið vinna í sameiningu. Yfirskrift hennar var:
Íhaldsflokkurinn sigrar. Flestum var brugðið, sum-
um feginsamlega. En hvað þýddi yfirskriftin? Hvað
var átt við með sigri? Í þessu tilviki var átt við stóran
sigur. Og á móti honum kæmi hið óhjákvæmilega af-
hroð.
Boris Johnson var að vinna svo myndarlegan sigur,
að horfa varð aftur til daga Margrétar Thatcher og
sigurs hennar 1987 til að finna eitthvað sambærilegt.
Boris yrði með 80 sæta þingmeirihluta gengi út-
gönguspáin eftir. Corbyn mætti búast við að tapa allt
að 60 þingsætum! Það þyrfti að fara aftur til ársins
1935 til að sjá annað eins upplit á Verkamannaflokkn-
um. Boris yrði með rúmlega 360 en Corbyn með tæp-
lega 200. Hver maður sem tjáði sig lagði áherslu á að
Lágt borisið
á Corbyn
’En þetta bréf er einmitt sent frá Bretlandi, en þangað brá sá heima-kæri sér, þegar honum héldu engin bönd.Þótti það liggja í loftinu að í þessum kosn-
ingum gæti allt gerst, og því freistandi að
vera nærri þegar atkvæðunum yrði loks
hvolft úr kössum, enda hrattvaxandi póli-
tískur titringur síðustu vikurnar.
Reykjavíkurbréf13.12.19
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands,
snýr aftur í Downing-stræti 10 á föstudag
eftir fund með Elísabetu II. drottningu í
Buckingham-höll í kjölfar stórsigurs síns í
þingkosningunum á fimmtudag.