Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2019 TRATTO model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 335.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 439.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 83 Verð 395.000,- L 215 cm Leður ct. 25 Verð 585.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- KIPLING model 3088 L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 345.000,- L 180cm Áklæði ct. 70 Verð 325.000,- JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,- „Við höfum verið að læra um vaxandi hugarfar og skoða hvernig hafa má áhrif á heiminn og fórum í framhaldi af því að velta fyrir okkur hvort við gætum ekki látið gott af okkur leiða fyrir jólin,“ segir Sandra Þórisdóttir, umsjónarkennari fjórða bekkjar í Klé- bergsskóla á Kjalarnesi. Ýmsar hugmyndir komu fram, svo sem að hjálpa til á heim- ilinu, en niðurstaðan var að gera eitthvað fallegt fyrir kirkjuna. Í framhaldinu réðust nemendurnir og aðstandendur þeirra í heljarinnar bakstur og fyrir helgina færði hópurinn séra Örnu Grétarsdóttur, sóknarpresti á Reynivöllum, sjö kúffull box af smákökum sem hún tók við með miklu þakklæti og mun koma áleiðis til þeirra sem á góðgætinu þurfa að halda fyrir jólin. „Séra Arna var mjög ánægð með framtakið og greip í gítarinn og söng með okkur nokkur jólalög. Þetta var í senn gleðileg og hátíðleg stund,“ segir Sandra. Fjórði bekkur í Klébergsskóla ásamt kennara sínum, Söndru Þórisdóttur. Gáfu kirkjunni smákökur Séra Arna Grétarsdóttir veitir smákökunum við- töku fyrir hönd kirkjunnar. Nemendur í fjórða bekk Klébergsskóla færðu kirkjunni smákökur fyrir jólin. Víkverji var í uppnámi í pistli sín- um um miðjan desember fyrir sjötíu árum. „Einhver bíræfnasti þjófnaður, sem jeg hefi heyrt um henti hjer í bænum, er það að þjófar fóru inn í íbúð um hábjart- an dag og stálu gólfteppi,“ skrif- aði hann í Morgunblaðið. „Þetta átti sjer stað hjer í bænum fyrir nokkrum vikum. Lögreglan hefur haft málið til meðferðar og rann- sóknar, en hvorki haft upp á þjófnum, eða þjófunum, nje tepp- inu. – Verst var, að þetta teppi var eign fátækra hjóna með stóran barnahóp og var teppi þetta þeim ákaflega dýrmætt og raun- verulega eini hluturinn af innbúi þeirra, sem þau töldu sjer veru- legt verðmæti að.“ Fram kom að hjónin sem áttu teppið höfðu bæði verið sjúkling- ar og höfðu ekki mikið fyrir sig að leggja. „Þess vegna er tap gólf- teppisins þeim tilfinnanlegt. Og þótt jeg sje ekki vanur, að skifta mjer af þjófnaðarmálum, þá vildi jeg beina þeirri áskorun til þeirra, sem kynnu að geta upplýst málið, að gera rannsóknarlögreglunni við vart,“ skrifaði Víkverji 14. desember 1949. GAMLA FRÉTTIN Gólfteppi stolið Gólfteppi geta haft tilfinningalegt gildi fyrir fólk, eins og sýndi sig árið 1949. Teppið á myndinni hér að ofan tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Morgunblaðið/Golli ÞRÍFARAR VIKUNNAR Christina Ricci í gervi Wednesday Addams Berglind Festival sjónvarpskona Kelly Osbourne tónlistarkona

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.