Fréttablaðið - 28.12.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 28.12.2002, Síða 2
2 28. desember 2002 LAUGARDAGUR Guðjón A. Kristjánsson sendi tíu þúsund jólakort til íbúa Norðvesturkjördæmis. Hann borgaði undir þau sjálfur. Ég hef ekki talið þau. Þau eru eitthvað á annað hundraðið. Mér finnst nú ekkert á mig hallað þó ég fái færri en ég sendi. Þetta var hugsað sem vinarkveðja til íbúa í Norðvesturkjördæmi. SPURNING DAGSINS Hvað fékkstu mörg jólakort? Kristján Pálsson: Áhugi á framboði ekki minni STJÓRNMÁL „Áhugi minn á framboði hefur ekki minnkað undanfarna daga, Ég hef notað jólin til að tala við fólk og finn mikinn meðbyr,“ segir Kristján Pálsson alþingis- maður, sem um jólin hefur hugað að sérframboði. Kristján, sem sit- ur á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á Reykjanesi, var á dögunum settur út af lista í nýju Suðurkjör- dæmi. Hann hefur undanfarnar vikur ráðgast við stuðningsmenn sína um framhaldið en margir hallast að því að hann eigi að fara í sérframboð. Sjálfur segist hann ætla að taka sína ákvörðun að vandlega íhuguðu máli. „Endanleg ákvörðun mun liggja fyrir eftir áramót. Ég er fyrst og fremst að skoða möguleika á DD framboði,“ segir Kristján. Aðspurður um það hvað verði til ráða ef Sjálfstæðisflokkurinn heim- ili honum ekki að fara í sérframboð undir merkjum flokksins, segir Kristján að þá verði hann að hugsa málið út frá þeirri stöðu. ■ LÍKAMSÁRÁS Á ÍSAFIRÐI Kona um tvítugt réðst á aðra konu á svipuð- um aldri fyrir utan skemmtistað á Ísafirði í fyrrinótt. Lögreglan fékk tilkynningu um málið um klukkan fjögur en engin kæra hefur verið lögð fram. Fórnarlambið, sem hlaut einhverja áverka en þó ekki alvar- lega og slapp við beinbrot, var að íhuga að kæra málið en í gær hafði lögreglan ekki heyrt frekar af mál- inu. Lögreglan segir að fyrir utan þetta atvik hafi jólahátíðin verið róleg á Ísafirði. KRISTJÁN PÁLSSON Niðurstöðu um framboð að vænta eftir áramót. LÖGREGLUFRÉTTIR Vestmannaeyjar: Vantaði jóla- pakka SAMGÖNGUR Á einhverjum heimil- um í Vestmannaeyjum vantaði jólapakka undir jólatréð. Skýring- in var sú að ekki tókst að flytja alla jólapakkana frá landi og til Eyja í tæka tíð. Á aðfangadags- morgun var flogið með talsvart af pökkum en um hádegisbilið var orðið ófært. Í Eyjafréttum kemur fram að fyrirhugað hafi verið að vél lenti í Eyjum með vörur og pakka, en það tókst ekki vegna veðurs. ■ Forstjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum: Deila milli tveggja sjómannafélaga ATVINNUMÁL „Sjómannafélagið Jöt- unn hefur gert kröfu til þess að fá félagsgjöld af mannskapnum. Út- gerðin hefur enga afstöðu til þess máls og við höfum ekki skikkað mannskapinn til að flytja til Vest- mannaeyja,“ segir Ægir Páll Frið- bertsson, forstjóri Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum, sem gerir út frystitogarann Snorra Sturluson VE. Skipið var nýlega selt frá Granda í Reykjavík til Ís- félagsins í Eyjum. Með í kaupun- um fylgdi áhöfn skipsins en obb- inn af mannskapnum er í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur eða all- ir nema yfirmenn skipsins. Sjó- mannafélagið Jötunn í Vest- mannaeyjum hefur nú gert þá kröfu að áhöfn Snorra greiði sín félagsgjöld til sín. Elías Björns- son formaður sagði við Frétta- blaðið að ekki væri óeðlilegt að áhöfn Snorra greiði félagsgjöld sín í Eyjum og yrði gert að flytja lögheimili sín þangað. Samið hafi verið um ákveðinn aðlögunartíma við kaupin á skipinu en síðan ætti að ráða Vestmannaeyinga í störf- in. Birgir Björgvinsson, gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavíkur, er á allt öðru máli og segir að samn- ingar við áhöfnina kveði skýlaust á um að mennirnir megi búa í Reykjavík og greiða félagsgjöld sín þar sem þeir vilji. Hann líkti kröfum á hendur sjómannanna á Snorra við hreppaflutninga. Ægir Páll segir að við kaupin á skipinu hafi útgerðin yfirtekið ráðningasamninga mannskapsins. „Við höfum ekki sagt neinum upp og því standa þeir samningar. Þessi deila er okkur því óviðkom- andi,“ segir hann. Ægir Páll segir deiluna um bú- setu eða félagsgjöld vera fyrir- tækinu algjörlega óviðkomandi og hann bíði þess eins að fá botn í málið. „Þetta er deila á milli tveggja sjómannafélaga og ég bíð þess að þeir nái niðurstöðu um það hvert greiða skuli félagsgjöldin,“ segir Ægir Páll. ■ GRANDI HF. Frystitogarinn Snorri Sturluson var seldur frá Reykjavík til Vestmannaeyja með manni og mús. Nú er deilt um það hvert áhöfnin skuli greiða gjöld sín. Verða af 90 milljónum Í Vestmannaeyjum eru 90 aðkomumenn á flotanum á meðan 20 Eyja- menn eru atvinnulausir. Bæjarstjóri vill að þeir færi lögheimili sín. ATVINNUMÁL „Það kom okkur á óvart þegar við tókum það saman í nóvember að um 90 manns á skipum og bátum hér í Vest- mannaeyjum eru með lögheimili sín annars staðar. Þetta þýðir að bæjarfélagið er að missa af miklum skatttekjum. Það skiptir miklu máli að við náum að lækka þessa tölu,“ segir Ingi Sigurðs- son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um þann fjölda aðkomumanna sem sækir atvinnu sína á skip Eyjamanna. Á sama tíma og 90 sjómenn greiða gjöld sín annað eru 20 Eyjamenn á atvinnuleysis- skrá. Sjómannafélagið Jötunn í Eyjum hefur skorið upp herör gegn þessu ástandi og félagið krefst þess að áhöfn frystitogar- ans Snorra Sturlusonar, sem er að langmestu leyti aðkomumenn, greiði sín gjöld til Jötuns í stað Sjómannafélags Reykjavíkur. Ingi bæjarstjóri segir að ætla megi að Vestmannaeyjabær missi af skatttekjum sem nemi 90 millj- ónum króna vegna aðkomumann- anna. Langstærstur hluti þess sé vegna sjómanna af Snorra Sturlu- syni þar sem ætla megi að háseta- hluturinn sé milli sjö og átta millj- ónir króna á ári. Ingi segir að ekki sé gerlegt að neyða mennina til að flytja til Eyja en það séu einnig til önnur ráð. „Það er erfitt að stilla mönn- um upp við vegg og skipa þeim að flytja. Þetta snýst um að breyta hugarfari sjómannanna og for- svarsmanna útgerðanna. Best væri að þeir flyttu hingað en ef þeir geta það ekki þá er mögulegt að þeir skrái lögheimili sitt hér,“ segir Ingi. Sem dæmi um það hve miklar upphæðir er um að ræða þá má benda á að heildarskatttekjur Vestmannaeyjabæjar eru rétt innan við milljarð króna. Skatt- tekjur af aðkomusjómönnum eru því hátt í tíu prósent af heildar- skatttekjum bæjarins. Ingi bæjarstjóri segir að mark- miðið sé að ná hluta af þessum sjómönnum inn á íbúaskrá smám saman en það verði að gerast í samráði við útgerðir og skip- stjóra. „Við getum ekki skikkað þá að- komusjómenn sem hér hafa starf- að árum saman til að flytja. Þetta verður að gerast þannig að frá því sé gengið við ráðningu að þeir skrái sig hér,“ segir hann. rt@frettabladid.is. ÚTGERÐ Í VESTMANNAEYJUM Bæjarstjórnin vill höfða til aðkomusjómanna og fyrirtækja til að fá menn til að færa lögheimili sín til Vestmannaeyja. „Þetta snýst um að breyta hugarfari sjó- mannanna og forsvarsmanna útgerðanna.“ Sprengjuárás í Tsjetsjeníu: Tugir manns fórust MOSKVA, AP Rúmlega þrjátíu manns fórust og sextíu slösuðust í gær þeg- ar tveimur bifreiðum með sprengi- efni var ekið á stjórnsýslubyggingu í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu. Árásin var gerð skömmu eftir hádegi. Húsið var fullt af fólki, bæði starfsfólki, embættismönnum og öðrum sem áttu erindi í stjórnar- skrifstofurnar. Hvorki Akhmad Kadírov, æðsti fulltrúi rússneskra stjórnvalda í Tsjetsjeníu, né Mikhaíl Babitsj, að- stoðarmaður hans, voru á staðnum. Þetta var mannskæðasta árás tsjetsjenskra uppreisnarmanna frá gíslatökunni í Moskvu í október, þegar rúmlega 40 Tsjetsjenar tóku um 800 leikhúsgesti í gíslingu. Uppreisnarmennirnir berjast fyrir sjálfstæði Tsjetsjeníu, en rúss- nesk stjórnvöld líta á þá sem ótínda hryðjuverkamenn. Rússar hafa undafarið fullyrt að eðlilegt ástand sé að komast á í Tsjetsjeníu, hernað- araðgerðum þar ljúki brátt. Upp- reisnarmennirnir hafa hins vegar linnulítið gert smærri árásir á rúss- neska hermenn og Tsjetsjena, sem talið er að vinni með Rússum. Þess á milli eru svo gerðar stærri árásir á rússneska herbíla, lögreglustöðvar og aðrar byggingar Rússa í Tsjetsjeníu. ■ UPPNÁM Í GROSNÍ Eitt fórnarlamba árásarinnar í Grosní sést þarna borið út úr stjórnsýslubyggingunni. AP /R TR , A PT N Stakk konu með hnífi: Úrskurðað- ur í gæslu- varðhald OFBELDI Karlmaður hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til mánudags grunaður um að stinga konu með hnífi í bringu í heimahúsi í Fellahverfi í Breiðholti að kvöldi aðfangadags. Konan var flutt á slysadeild en hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsinu. Konan og maður- inn voru bæði ölvuð. Rannsókn stendur yfir. Þá stakk kona í Breiðholtinu sambýlismann sinn með hnífi í handlegg og fótlegg. Bæði voru þau ölvuð. Málið telst upplýst. ■ Ríkisskattstjóri: Kvótinn ekki gjaldamegin SJÁVARÚTVEGSMÁL „Við fyrstu sýn slær þetta mig þannig að kvóta sem leigður er til notkunar á næsta ári megi ekki færa sem útgjöld á þessu ári,“ segir Indriði H. Þorláksson rík- isskattstjóri. Í Fréttablaðinu í gær sagði Jón Arason útgerðarmaður að hann hefði rökstuddan grun um að út- gerðir væru að leika þann leik að leigja til sín aflaheimildir í árslok og færa sem útgjöld. Síðan leigðu þær frá sér sömu heimildir árið eftir til að ná niður sköttum. Ríkisskatt- stjóri segir að fara eigi með kvóta- leigu eins og vörubirgðir. Ekki megi færa slíkt sem útgjöld fyrr en á það ár sem heimildir væru nýttar. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR LÍKFUNDUR VIÐ GRANDAGARÐ Sjómenn sem voru að leggja upp að skemmtibáti við Grandagarð í gær, ráku augun í mann þar sem hann lá berfættur á grúfu inni í farþegarými. Þó ekki hafi sést vel inn í farþegarýmið, þótti þeim ljóst að maðurinn væri látinn og gerðu lögreglu viðvart. Dánarorsök mannsins er ekki kunn en ljóst að hann lést fyrir nokkrum dögum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.