Fréttablaðið - 28.12.2002, Síða 6

Fréttablaðið - 28.12.2002, Síða 6
6 28. desember 2002 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 30 1. 2. 3. Í Kína hafa menn gert dúkku eftir einni af þekktustu söguper- sónum Astrid Lindgren. Hvaða sögupersóna er þetta? Tímaritið Times hefur valið þrjár konur sem menn ársins. Hvað eiga konurnar sameiginlegt? Bjarki Gunnlaugsson knatt- spyrnumaður er að öllum lík- indum að skipta um lið. Hvaða lið kemur til greina? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 81.99 -0.91% Sterlingspund 131.28 -1.13% Dönsk króna 11.45 -0.35% Evra 85 -0.35% Gengisvístala krónu 125,03 -0,52% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 1.076 Velta 12.443 m ICEX-15 1.334 0,31% Mestu viðskipti Kaupþing banki hf. 1.238.841.422 Eimskipafélag Íslands hf. 143.686.205 Össur hf. 87.238.696 Mesta hækkun Tangi hf. 24,00% Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. 11,11% Nýherji hf. 6,58% Mesta lækkun Sjóvá-Almennar tryggingar hf. -2,26% Sölumiðstöð Hraðfrystih. hf. -2,06% Síldarvinnslan hf. -1,96% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8358,1 -0,9% Nasdaq*: 1358,3 -0,7% FTSE: 3829,4 -2,9% DAX: 3320,9 0,5% Nikkei: 8714,1 0,2% S&P*: 880,5 -1,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 EINKAVÆÐING Enn er stefnt að því að ljúka sölu Landsbankans fyrir áramót. Samkvæmt heimildum hafa ekki verið formlegir fundir milli Samsonar og einkavæðing- arnefndar frá því fyrir jól. Aðilar hafa ræðst við og kastað á milli sín hugmyndum sem lúta að verð- lagningu bankans. KPMG endur- skoðun mat verðmæti ákveðinna eigna bankans minna en bankinn sjálfur. Einkavæðingarnefnd mun samkvæmt heimildum vera treg til að lækka verð bankans. Aðrar leiðir eru hugsanlegar til þess að ljúka samningum. Mögulegt er að undanskilja eignir og lán bankans sem deilt er um matið á. Seljand- inn myndi þá leysa þær eignir til sín eða gangast í ábyrgð fyrir þær. Önnur leið gæti verið sú að færa gjaldaga og breyta greiðslu- fyrirkomulagi við söluna. Hugs- anlegt er einnig að blanda af þessu tvennu verði niðurstaðan. Samson er búinn að skila Fjár- málaeftirliti öllum gögnum sem óskað var eftir varðandi mat á hvort þeir teljist hæfir kjölfestu- fjárfestar í banka. Lokahnykkur- inn á samningaferlinu snýst því um tæknilega útfærslu á verði bankans. ■ Sala Landsbankans: Leitað að tækni- legri útfærslu FUNDAÐ Í LOKALOTU Fulltrúar Samsonar og einkavæðingarnefndar hittust fyrir jól. Ekki hafa verið formlegir fundir, en menn hafa ræðst við til að undirbúa lokahnykkinn. Himinhátt raforku- verð í Noregi: Gamla fólkið situr í kuldanum NOREGUR Gamalt fólk í Noregi sit- ur frekar í nístingskulda heima hjá sér en að greiða himinháa orkureikninga. Ástandið er orðið það slæmt að starfsfólk heimilis- aðstoðar neitar að sinna störfum sínum heima hjá gamla fólkinu. Í norsku vinnulöggjöfinni eru ákvæði um að vinnuaðstæður teljist ekki boðlegar ef hitinn er undir tíu gráðum. Starfsfólk heimilisaðstoðarinnar í Noregi hefur hvað eftir annað komið inn á heimili aldraðs fólk, þar sem hitinn nær ekki þessu lágmarki. Þar með ber því engin skylda til þess að sinna störfum sínum. Frá þessu er meðal annars sagt í norska dagblaðinu Aften- posten. Margt gamalt fólk í Noregi sleppir því að kynda í flestum herbergjum heima hjá sér, en lætur sér kannski nægja að hita upp í einu herbergi eða tveimur. Raforkuverð hefur hækkað mjög í Noregi undanfarið vegna þess að neysla er í hámarki nú í vetrarkuldunum. Verðið fer eft- ir því hve neyslan er mikil. Til þess að hamla á móti álagstopp- um er verðið hækkað, en lækkað á móti þegar neyslan er í lág- marki. ■ RANNSÓKNIR „Hjá vélstjórum og vélfræðingum virðist lungna- krabbamein tíðara en hjá öðrum ís- lenskum körlum. Enn fremur sjald- gæft krabbamein í brjósthimnu, sem tengist hvað mest asbestmengun. Þá virðist hættan mest áberandi hjá eldri hluta vélstjórahóps- ins,“ segir Vilhjálm- ur Rafnsson, pró- fessor í heilbrigðis- fræði. Vilhjálmur hefur kannað ný- gengi krabbameina hjá vélstjórum og vélfræðingum og kynnir frum- niðurstöður sínar á aðalfundi Vél- stjórafélags Íslands í dag. Könnun- in byggir á vélstjóratali. Hún nær til rúmlega 6.600 manns sem lokið hafa vélstjóraprófi af einhverju tagi og var hópurinn borinn saman við krabbameinsskrá. „Maður fer náttúrulega af stað af því að maður veit að vélstjórar búa við ákveðnar vinnuaðstæður. Þeir vinna í lokuðu rými sem þýðir að ef eitthvað sleppur út í and- rúmsloftið geta þeir orðið fyrir þeirri mengun. Þeir umgangast líka alls kyns efni, smurolíur og fleira sem notað er til að reka vél- ina og þar er hætta líka,“ segir Vil- hjálmur og bætir við að enn sé tölu- vert um asbest í vélarrúmum ís- lenskra skipa, bæði eldri skipum og eins nýrri skipum sem smíðuð eru í löndum sem hafa rýmri regl- ur en við. „Samhliða þessari könnun send- um við út spurningalista til allra vélstjóra, spurðum um vinnuað- stöðu og reykingavenjur. Það er ekki hægt að skýra tíðara krabba- mein hjá vélstjórum með því að þeir reyki meira en aðrir karlar. Það er frekar öfugt, að þeir reyki minna. Skýringanna hlýtur að vera að leita í vinnuaðstöðu, þar koma fyrir krabbameinsvaldar sem þekktir eru úr öðrum rannsóknum. Það er hins vegar í faraldsfræði aldrei hægt að koma með sönnun,“ segir Vilhjálmur Rafnsson. Hann kynnir niðurstöður rann- sóknar sinnar frekar á aðalfundi Vélastjórafélagsins í dag en ítarleg kynning verður birt í erlendu vís- indatímariti á næstunni, eins og al- siða er með rannsóknir af þessum toga. the@frettabladid.is Hættara við krabba- meini VÉLSTJÓRAR Í MEIRI HÆTTU Vinnuaðstaða vélastjóra skýrir ef til vill tíðara krabbamein í öndunarfærum hjá vélstjórum en öðrum íslenskum karlmönnum. „Það er ekki hægt að skýra tíðara krabba- mein hjá vél- stjórum með því að þeir reyki meira en aðrir karlar.“ Vélstjórum hættara við krabbameini í lungum og brjósthimnu en öðrum. Reykingar síst algengari meðal vélstjóra. Skýringanna því væntanlega að leita í vinnuaðstöðu. Óttast um sprengju: Reyndist vera rusl LÖGREGLUMÁL Starfsmenn skyndi- bitastaðarins McDonald’s í Faxa- feni í Reykjavík kölluðu á aðstoð lögreglu í hádeginu í gær og til- kynntu um grunsamlegan poka fyrir utan staðinn. Var óttast að sprengja gæti verið í pokanum. Við rannsókn reyndist innihald pokans meinlaust með öllu, það var rusl. Að sögn lögreglu er útkallið trúlega afleiðing hryðjuverka- árásarinnar 11. september 2001. Sprengjuhótanir hafa verið gerð- ar á skyndibitakeðjuna McDon- ald’s víða um heim frá þeim ör- lagaríka degi. ■ SEOUL, AP Stjórnvöld í Norður- Kóreu virðast sannfærð um að Bandaríkin hyggist ráðast á land- ið og steypa kommúnistastjórn- inni af stóli. Stjórn Norður-Kóreu ætlar að hefja á ný rekstur kjarn- orkustöðvar, þar sem hægt verður að búa til nokkrar kjarnorku- sprengjur. Í gær lýsti Norður-Kórea því yfir að vopnaeftirlitsmenn Sam- einuðu þjóðanna verði reknir úr landi. Vopnaeftirlitið hefur fylgst með kjarnorkuverum í landinu, sem hafa ekki verið starfrækt frá því 1994. Fréttastofa stjórnarinnar í Norður-Kóreu sakar Bandaríkin um að nota kjarnorkumálin sem fyrirslátt til þess að gera innrás í landið. Fyrst vilji þau að Norður- Kórea afvopnist, síðan ætli þau að „gera óvænta árás til þess að koll- varpa stjórnkerfi landsins.“ Meðal annars var vitnað til orða Donalds Rumsfelds, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði nýverið að Bandaríkin hefðu nægan hernaðarmátt til þess að heyja samtímis stríð gegn Írak og Norður-Kóreu. ■ Norður-Kórea vísar vopnaeftirliti úr landi: Býr sig undir árás frá Bandaríkjunum JÁRNBRAUTARLAGNING HELDUR ÁFRAM Þrátt fyrir aukna spennu milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarið er haldið áfram að leggja járnbraut milli landanna. Tveir norður-kóreskir hermenn gæta byggingar- svæðisins. AP /M YN D SAMRUNI SAMÞYKKTUR Sam- runi Hlutabréfasjóðs Íslands við Kaldbak fjárfestingafélag hf. var samþykktur samhljóða, á hluthafafundi sjóðsins. Hluthaf- ar Hlutabréfasjóðs Íslands hf. fá að nafnverði 0,475 krónur í Kaldbaki fjárfestingarfélagi fyr- ir hverja krónu nafnverðs í Hlutabréfasjóði Íslands hf.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.