Fréttablaðið - 28.12.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 28.12.2002, Síða 10
28. desember 2002 LAUGARDAGUR Opið til sex í kvöld ekkert brudl- Opnum klukkan tíu Opið á morgun, sunnudag frá í Smáratorgi, Spönginni, , Kringlu, Mosó, Borgarnesi, Selfossi, Egilsstöðum og á Akureyri 12.00 til 18.00 Holtagörðum Sænskar, úrbeinaðar og beinlausar kjúklingabringur kr.kg1199 49kr. 500 ml 99kr. 2 lítrar 2FYRIR EINN Íþróttamenn ársins í Bandaríkjunum: Williams og Armstrong best AFREKSFÓLK Tenniskonan Serena Williams og hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong hafa verið valin íþróttamenn ársins í Bandaríkjun- um af AP-fréttastofunni. Williams vann 56 af 61 tennis- leikjum sínum á árinu. Hún sigraði á þremur af fjórum stærstu mót- um ársins: Wimbledon-mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu og því opna franska. Hún gat hins vegar ekki tekið þátt í Opna ástr- alska mótinu vegna meiðsla og missti þar með af möguleikanum að ná alslemmunni. Armstrong vann Tour de France-hjólreiðakeppnina fjórða árið í röð. Hann sigraðist á krabba- meini fyrir nokkrum árum síðan og mætti gífurlega sterkur til leiks eftir veikindin. Vinni Armstrong keppnina á næsta ári myndi hann jafna metið sem Spánverjinn Miguel Indurain setti þegar hann vann Tour de France fimm ár í röð á árunum 1991-95. Kylfingurinn Tiger Woods, sem var valinn íþróttamaður ársins 1999 og 2000, lenti í þriðja sæti í valinu annað árið í röð. ■ WILLIAMS Serena Williams fagnar sigri á Lindsay Da- venport í undanúrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þann 6. septem- ber. Williams sigraði á þremur mótum á árinu, þar á meðal því Opna bandaríska. AP /M YN D HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir Pressulið- inu í Austurbergi klukkan 16.15 í dag. Leikurinn er sá fyrsti sem landsliðið leikur í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í Portú- gal sem hefst í næsta mánuði. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 26 leikmenn til æfinga fyrir heims- meistaramótið. Sjö leikmenn koma frá liðum í Þýskalandi og tveir frá Spáni. Tíu leikmenn leika með félagsliðum hér á landi. Nokkrir nýliðar eru í hópnum. Roland Eradze, markvörður Vals, sem fékk fyrir skömmu íslenskan ríkisborgararétt, verður löglegur með landsliðinu þegar heims- meistaramótið hefst. Aðrir nýlið- ar eru Logi Geirsson úr FH, Bjarni Fritzson, ÍR, Alexander Arnarson, HK og Jónatan Magn- ússon, KA. Tveir leikmenn Pressuliðsins leika með erlendum félagsliðum, Elvar Guðmundsson með Ajax/Farum í Danmörku og Heim- ir Árnason með Haslum HK í Nor- egi. Aðrir leikmenn leika með lið- um hér á landi. Geir Sveinsson stýrir Pressuliðinu. ■ Mark Bosnich notaði kókaín: Ákærður af enska sambandinu FÓTBOLTI Mark Bosnich, mark- vörður Chelsea, hefur verið ákærður af enska knattspyrnu- sambandinu fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi og að hafa um leið sett smánarblett á fótboltaí- þróttina. Eftir að hafa gengist undir tvö lyfjapróf hefur sambandið nú staðfest að hann hafi greinst með kókaín í blóði sínu. Bosn- ich, sem er þrítugur, hefur verið settur í leikbann þar til dæmt verður í málinu. Hann hefur frest þar til 10. janúar til að bregðast við ákærunum. Svo gæti farið að Bosnich verði rekinn frá Chelsea á næst- unni fyrir agabrotið. Orðrómur hefur verið uppi um að hann hafi þegar verið settur í kau- plaust leyfi hjá félaginu. Bosnich var með lausan samning þegar hann gekk til liðs við Chelsea í janúar á síðasta ári eftir fremur stutta dvöl hjá Manchester United. Hann lék áður með Aston Villa við góðan orðstír. Fregnir um að Bosnich hefði fallið á lyfjaprófi bárust fyrst til fjölmiðla þann 10. nóvember. Þremur dögum síðar tilkynnti hann að hann þjáðist af alvar- legu þunglyndi. ■ LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson Conversano Roland Eradze Valur Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Horna- og línumenn: Guðjón Valur Sigurðsson Essen Gústaf Bjarnason Minden Einar Örn Jónsson Wallau Sigfús Sigurðsson Magdeburg Róbert Sighvatsson Wetzlar Róbert Gunnarsson Århus Logi Geirsson FH Bjarki Sigurðsson Valur Alexander Arnarson HK Bjarni Fritzson ÍR Útileikmenn: Gunnar Berg Viktorsson Paris St. Germ. Rúnar Sigtryggsson Ciudad Real Heiðmar Felixson Bidasoa Snorri Steinn Guðjónsson Valur Aron Kristjánsson Haukar Sigurður Bjarnason Wetzlar Patrekur Jóhannesson Essen Ólafur Stefánsson Magdeburg Dagur Sigurðsson Wakunaga Markús Máni M. Maute Valur Einar Hólmgeirsson ÍR Jónatan Magnússon KA LANDSLIÐIÐ Undirbúningur landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið hefst í dag með leik gegn Pressu- liðinu. Heimsmeistaramótið sjálft hefst í lok næsta mánaðar. PRESSULIÐIÐ Markverðir: Elvar Guðmundsson Ajax/Farum Hlynur Morthens Grótta/KR Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Alexander Peterson Grótta/KR Arnór Atlason KA Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukar Baldvin Þorsteinsson KA Björgvin Þór Rúnarsson FH Halldór Ingólfsson Haukar Hannes Jónsson Selfoss Heimir Árnason Haslum HK Magnús A. Magnússon Grótta/KR Ólafur Sigurjónsson ÍR Sturla Ásgeirsson ÍR Svavar Vignisson FH Valdimar F. Þórsson Fram Valgarð Thoroddsen UMFA Íslenska karlalandsliðið í handbolta: Undirbúningur fyrir HM að hefjast BOSNICH Ástralinn Mark Bosnich hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Chelsea síðan hann gekk til liðs við félagið á síðasta ári.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.