Fréttablaðið - 28.12.2002, Síða 23
Næsta Slipknot-breiðskífa, semverður sú fjórða í röðinni (ef
8 laga platan „Mate. Feed. Kill.
Repeat“ er talin með), verður
einnig sú síðasta. Söngvari sveit-
arinnar, Corey Taylor, hefur
greint frá því að sveitin hafi
ákveðið að leggja árar í bát eftir
að tónleikaförinni, sem fylgir í
kjölfar útgáfunnar, lýkur. Platan
verður unnin af upptökustjóran-
um Rick Rubin. Taylor hefur ver-
ið að einbeita sér að sinni eigin
hljómsveit, Stone Sour, og viður-
kennir fúslega að mikil spenna
ríki milli liðsmanna í Slipknot.
Þeir hafi hins vegar ákveðið að
renna í eina plötu til viðbótar og
enda með heljarinnar hvelli. Gæti
verið að söngvarinn sé orðinn
leiður á því að bera grímu í hvert
skipti sem hann fer á svið?
Bono, Bob Geldof og Nicky Wireúr Manic Street Preachers eru
meðal þeirra sem vottuðu Joe
Strummer virð-
ingu sína í fjöl-
miðlum um jólin.
Bono kallaði The
Clash eina merki-
legustu rokk-
hljómsveit allra
tíma og sagði að
sveitin hefði
samið leiðarvísinn
fyrir U2. Utangarðsmaðurinn
Mike Pollock minntist hetju sinnar
í hjartnæmum tölvupósti sem
hann sendi út á Þorláksmessu. Þar
nefndi hann The Clash sem stóra
áhrifavalda á Utangarðsmenn og
minntist þess þegar hann keypti
fyrstu Clash-plötuna í London árið
1980.
Gítarleikarinn Pete Townshendsegist vera byrjaður að vinna
að nýrri Who-plötu. Það verður þá
fyrsta platan sem
The Who sendir
frá sér í rúm 20 ár,
eða síðan árið 1982
þegar breiðskífan
„It’s Hard“ kom
út. Townshend
segir það hafa ver-
ið á dagskránni
lengi að gera aðra
plötu og að áramótaheit sitt fyrir
næsta ár verði að klára gripinn.
Hann segir einnig að aðdáendur
sveitarinnar megi búast við því að
The Who verði á dagskrá tónleika-
hátíða í Evrópu í sumar.
Pierce Brosnan segir að honumfinnist að leikarinn Colin
Salmon ætti að taka við hlutverki
James Bond af sér.
Brosnan ætlar að
leika í einni mynd
til viðbótar og seg-
ist hafa fundið sig
vel í hlutverkinu.
Salmon hefur nú
þegar birst í þrem-
ur Bond-myndum
sem njósnarinn
Charles Robinson.
Ef verður að ósk
Brosnans verður
Salmon fyrsti
blökkumaðurinn
til þess að leika
Bond.
23LAUGARDAGUR 28. desember 2002
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 2.20, 3.30 5.45, 7, 9, 10.30 og 12.30
GULLPLÁNETAN kl. 2,4 og 6 ísl. tal
Sýnd kl. 4. 8 og 11.30 VIT 482 b.i. 12 ára
Sýnd kl. 7, 9 og 11 VIT 499
Sýnd kl. 2, 3 og 5 m/ísl. tali VIT 498
HARRY POTTER m/ísl. tali 2, 5 og 8 VIT468
GHOSTSHIP 11 og 12.50 VIT487
KNOCKAROUND GUYS kl. 2
EN SANG FOR MARTIN kl. 2
JAMES BOND kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 2.30, 4.30, 6.30, 8.30 og 10.30
JAMES BOND 8 og 11