Fréttablaðið - 02.02.2020, Síða 2

Fréttablaðið - 02.02.2020, Síða 2
Veður Austan 5-13 á sunnanverðu landinu, hvassast syðst, að mestu skýjað og stöku él. Hægari vindur og bjart veður norðan til, en þykkn- ar upp með deginum. Frost víða 0 til 10 stig, en kaldara í innsveitum. SJÁ SÍÐU 18 Ekki rekin úr landi VERÐ FRÁ 299.900 KR. Á MANN M.V. FERÐ FYRIR TVO FULLORÐNA EINSTÖK HRINGFERÐ UM PORTÚGAL MEÐ ÍSLENSKRI FARARSTJÓRN 5. - 12. MAÍ NÁNAR Á UU.IS | INFO@UU.IS | SÍMA 585 4000 SAMFÉLAG „Málstaðurinn er auðvit- að frábær og svo er þetta líka frábær landkynning,“ segir Ýmir Björgvin Arthúrsson. Ýmir ásamt eiginkonu sinni Hrefnu Ósk Benediktsdóttur, rekur ferða- þjónustufyrirtækið Magical Iceland sem tók á dögunum þátt í stórri góð- gerðasamkomu í Los Angeles ásamt fleiri íslenskum fyrirtækjum. Á góðgerðasamkomunni sem var til styrktar rannsóknum á slím- seigjusjúkdómi (e. cystic fibrosis) seldist ferð til Íslands á 2,5 milljónir íslenskra króna. „Uppboðið var haldið af California Wine Master og átti viðburðurinn þrjátíu ára afmæli í ár. Frá upphafi hefur verið safnað rúmum fjórum milljörðum í rannsóknir á sjúk- dómnum og í ár var Íslandsferðin sá pakki sem seldist fyrir hæstu upp- hæðina, tvær og hálfa milljón króna,“ segir Ýmir. „Öll upphæðin rennur til málefnis- ins og allir sem að ferðinni koma gefa sína vinnu, vörur og þjónustu,“ segir hann. „Parið sem keypti ferðina er væntanlegt til Íslands í næstu viku,“ bætir Ýmir við. „Fjöldi íslenskra fyrirtækja tók þátt í verkefninu og fær parið sem kemur til landsins núna í vikunni að upplifa allan þann lúxus sem landið okkar hefur upp á að bjóða,“ útskýrir Ýmir. Aðspurður að því hvernig það kom til að taka þátt í verkefninu segir Ýmir að um hálfgerða tilviljun hafi verið að ræða. „Við fórum í tvo túra með fimm manneskjur frá LA sem voru að ferðast hérna og þau voru alveg ótrú- leg skemmtileg,“ segir Ýmir. „Þau segja svo við mig að þau ætli að koma mér í samband við fólk í Hollywood og ég segi bara já f lott af því að fólk segir oft svo margt en svo gerist ekki mikið. En þau koma mér í samband við konu sem hefur stýrt þessum góðgerðasamtökum í tuttugu ár og úr verður að við Hrefna förum til L.A. og tökum þátt í þessu verkefni,“ segir hann. „Það er frábært að fá að taka þátt í því að safna fyrir svona þarft mál- efni og á sama tíma er landkynningin frábær,“ segir Ýmir og bætir við að nú þegar hafi hann fengið ýmis önnur tækifæri í kjölfarið. Ýmir fór meðal annars í útvarpsviðtal í L.A. og ellefu milljónir manna hlustuðu. „Upp úr þessu ævintýri hafði kvikmyndaframleiðandi samband við mig og hingað kom tökulið frá London ásamt frægum sjónvarps- þáttastjórnanda, Barry Livingstone. Þau tóku upp þátt hérna þar sem ég fór með þá í réttir og sýndi þeim ein- stök hótel hér á landi,“ segir Ýmir. „Fyrir tveimur vikum var svo skrifað undir samning við Netflix um að þetta yrði tólf þátta sería sem byrjar í sýningum í lok þessa árs. Ísland verður fyrsti þátturinn og svo verða önnur lönd tekin fyrir í hinum þáttunum.“ birnadrofn@frettabladid.is Lúxus á milljónir til styrktar góðu málefni Ýmir Björgvin Arthúrsson og Hrefna Ósk Benediktsdóttir voru á góðgerða- samkomu í Los Angeles þar sem lúxusferð til Íslands seldist á jafnvirði tveggja og hálfrar milljónar króna. Ýmir verður í Íslandsþætti á Netflix í lok ársins. Ýmir og Hrefna í Magical Iceland hafa hug á að taka áfram þátt í góðgerða- starfi til styrktar rannsóknum á slímseigjusjúkdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þau segja svo við mig að þau ætli að koma mér í samband við fólk í Hollywood og ég segi bara já flott af því að fólk segir oft svo margt en svo gerist ekki mikið meir. Ýmir Björgvin Arthúrsson í Magical Iceland Hinum sjö ára Mu hammed Zohair og fjöl skyldu verður ekki vísað úr landi til Pakistan í dag eins og til stóð, því dóms mála ráð herra hefur frestað öllum brott vísunum barna í til vikum þar sem máls með ferð hefur tekið yfir 16 mánuði. Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í gær vegna málsins. Voru um átján þúsund undirskriftir til stuðnings fjölskyldunni af hentar síðar um daginn við dómsmálaráðuneytið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JARÐHRÆRINGAR Skjálfti af stærð- inni 3,3 varð um sex kílómetra norð- norðaustur af Grindavík klukkan 19.54 í gærkvöldi. Var það þriðji skjálftinn af stærð þrír eða stærri sem mælst hafði á þessum slóðum í gær áður en Fréttablaðið fór í prentun. Í færslu vakthafandi jarðvísinda- manns á Veðurstofu Íslands um hálfáttaleytið í gærkvöld sagði að áframhaldandi jarðskjálftavirkni væri að mælast í grennd við Grinda- vík en að  töluvert hafi dregið úr hrinunni. Land héldi áfram að rísa vestan við Þorbjörn. „Í heildina hefur land risið yfir 4 sentimetra frá 20. janúar síðastliðn- um. Gervitunglamyndir sýna sömu þróun. Með landrisi má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virkninni ljúki án eldsumbrota,“ sagði á vedur.is. – gar Enn skelfur við Grindavík VIÐSKIPTI Ís lands póstur hafnar því al farið að á kvörðun um að af nema sér staka lága verð skrá fyrir dreif- ingu á blöðum og tíma ritum sé pól- itísk eða tekin til að gera frjálsum fjöl miðlum erfitt fyrir. Pósturinn hafi verið rekinn með tapi undan- farin ár og breytingin sé hluti af vinnu til að rétta reksturinn við. Á kveðið var í lok janúar að af- nema þessa sér stöku verð skrá fyrir dreifingu á blöðum og tíma ritum. Það verður gert 1. maí og þurfa út- gef endur þá að fara eftir al mennri verð skrá, magn af slætti og öðrum al mennum við skipta skil málum sem gilda hjá fyrir tækinu. Þá er tekið fram að Ís lands póstur sé í eigu ríkisins og rekið sem opin- bert hluta fé lag sem þýði að rekstur þess og á kvarðana taka sé al farið á við skipta legum grunni. Það sé ekki hlut verk stjórnar fyrir tækisins að hugsa um neitt annað en að fé lagið sé rekið á sem hag kvæmastan máta og skili ríkinu há marks arð semi á sama tíma og þjónusta við við- skipta vini sé í for grunni. „Kostirnir sem Pósturinn hefur í þessu máli eru annað hvort að hækka verð skrána eða hætta á að fá á sig á kærur fyrir brot á sam- keppnis lögum. Að sjálf sögðu er eini raun veru legi kosturinn þá að hækka verðin,“ segir hann. – ókp Ekki Póstsins að styrkja frjálsu fjölmiðlana Birgir Jónsson, forstjóri Íslands- pósts. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.