Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 9
15-50% afsláttur af umgjörðum ÚTSALA Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 Þessi fyrirsögn hljómar vissulega drungalega. Maður sér fyrir sér kuflklæddan öldung með staf hrópa þessi orð í húsasundi um nótt, augun hvít og beinaber spádómsfing­ ur á lofti. Kaldur gustur á eftir. Svo hverfur hann tuldrandi inn í nóttina. Manni finnst samt einhvern veg­ inn eftir þennan janúarmánuð sem nú er nýliðinn að fá orð séu betur við hæfi en þessi. Þau eru auðvitað sönn. Ekkert er sannara, eins nöturlegt og það er. Svo er þetta líka tilvitnun í Bubba. Eins og skáldið söng: Við munum öll deyja. Við munum stikna. Við munum brenna. Ég veit ekki með það — stikna og brenna er svolítið tens — en svona líður manni þó samt í öllu falli eftir þennan janúar. Lönd brenna. Vírus úr leðurblökum er að breiðast út. Jörð rís við Grindavík. Óveðrin hafa herjað á okkur eins og fylkingar Saurons. Á tímabili hefur maður hugsað hvort það sé yfirleitt upp á þetta land púkkandi í janúar, eða heiminn yfirleitt, því alls staðar virð­ ist allt einhvern veginn vera í köku. Jú, jú, bjartar hliðar voru einhverjar í janúar — afmælisveislur og ball — en heildarmyndin var samt svona: Mikið nefrennsli, stormar, hóstar og endalaus váleg tíðindi. Svona tíð minnir mann auðvitað á það fyrst og fremst hvað við, manneskjurnar, erum litlar og máttvana. Hendum inn í jöfnuna, ofan í böl tíðarinnar, hamfarahlýnun og vaxandi spennu í heimspólitíkinni og þar hafiði það: Full ástæða er til mikillar auðmýktar og hógværðar gagnvart hinum til­ vistarlegu kringumstæðum sem okkur hafa verið skapaðar um þessar mundir sem mannkyni. Maður er bara þakklátur, svei mér, því alltaf skal hún læðast aftan að manni, lífhræddum eins og maður er, sú hugsun, heyri maður fregnir af fuglaflensu, svínaflensu, kóróna­ vírus, ebóla eða einhverjum öðrum andstyggilegum sjúkdómum, að svona geti siðmenningin — líf homo sapiens — hreinlega endað. Vírus stökkbreytist. Allir kafna. Þögul hús. Tómir bílar. Hvítt suð í sjónvörpun­ um. Dagblöð fjúka á götunum. Búið. Tófan tekur við. Stressað blóm Þetta er auðvitað bráðskemmtilegt. Maður er þetta eilífðar smáblóm í þjóðsöngnum. Þetta skjálfandi litla gras í kvæði eftir Matthías. Jörð rís við Grindavík og maður er í þeirri sömu andrá farinn að sjá fyrir sér opnar eldspúandi sprungur á þvers og kruss um Reykjanesið og mann sjálfan hlaupandi með börnin í fanginu, með nefrennsli, undan hvissandi hrauni í átt að sjó. Eða eitthvað. Stormurinn bylur á húsinu í enn einni haustlægðinni og maður liggur andvaka uppi í rúmi og sér fyrir sér að í hverri andrá muni allar rúður springa og maður þurfi, öskr­ andi og æpandi — með nefrennsli — að koma fjölskyldunni í skjól og bjarga verðmætum. Svo springur allt húsið og maður er fjúkandi úti á götu í náttbuxunum. Fjölmiðlar ala á þessu. Það virðist liggja í eðli þeirra. Um leið og land rís rjúka þungbúnir fréttahaukar á vettvang. Fer ekki Grindavík undir hraun? Lokast ekki örugglega land­ ið? Hvað ef eldgosið verður eitrað og eiturgufur leggjast yfir höfuðborg­ arsvæðið? Er til aðgerðaráætlun? Eru til súrefnisgrímur? Og hvað ef Wuhan­veiran kemur á sama tíma til landsins og það verður líka þrí­ hliða kjarnorkustyrjöld milli Banda­ ríkjanna, Íran og Norður­Kóreu? Og sífrerinn í Síberíu bráðnar og andrúmsloftið fyllist af hláturgasi? Verður til nóg af mat í niðursuðu­ dósum? Hver verður staðan á bráða­ deildinni? Framheili vaknar Fjölmiðlar verða auðvitað að spyrja. Þeim ber að taka hlutina alvarlega, velta upp verstu mögulegu atburða­ rásum og greina þær í hörgul. Það er hægt að hafa skilning á því. Það breytir hins vegar ekki hinu, að í svona tíð getur hin ofurdramatíska nálgun fréttamiðla um allan heim orðið svo yfirþyrmandi að hún verð­ ur nánast spaugileg. Hamfarafíkn virðist skapast. Í gegnum myrkrið og snjókófið tekst manni blessunarlega á stundum að rýna í eitthvað sem kalla má staðreyndir — gimsteina sem glitra einhvers staðar í haugi fyrirsagnanna — og viti menn, þær veita manni ró. Þessi kórónaveira er litlu skæðari en venjuleg inflú­ ensuveira. Vissulega getur allt farið í steik, en þetta er alla vega það sem er vitað núna. Og þótt land rísi við Grindavík eru sérfræðingar rólegir. Dramatík endar oftast með því að framheili vaknar. Skynsemi talar. Febrúar kemur. Sól hækkar á lofti. Vissulega munum við öll deyja, ein­ hvern tímann. Það er ekkert nýtt við það. Ákaflega ólíklegt er hins vegar að við munum öll deyja í einu, í stormi, eldgosi eða út af veirusýk­ ingu. Og veröldin er alltaf hættuleg. Maður getur alltaf lent í einhverju mjög andstyggilegu. Á endanum snýst tilveran mest um hina ein­ földustu hluti. Halda áfram. Anda. Brosa. Og síðast en ekki síst: Muna að þvo sér um hendurnar. Þá er maður nokkuð góður. Við munum öll deyja Þann 31. janúar 2020 yfirgaf Bretland Evrópusambandið. Við misstum þar með einn úr fjölskyldunni og þetta var sorgar­ stund fyrir okkur íbúa Evrópusam­ bandsins – og svo sannarlega fyrir marga breska ríkisborgara. Samt sem áður höfum við ávallt borið virðingu fyrir þessari fullvalda ákvörðun 52 prósenta breskra kjósenda. Við hlökkum til að hefja nýjan kafla í samskiptum okkar. Fyrsti febrúar var sögulegur dagur en um leið lítt dramatískur, þökk sé útgöngusamningnum sem við gerðum við Bretland en hann gerði okkur kleift að tryggja „snyrti­ legt Brexit“. Þetta er lausn sem lágmarkar rask á högum borgara okkar, fyrirtækja, stjórnsýslu – sem og samstarfsaðila á heimsvísu. Enn, að minnsta kosti. Bretland segir sig frá hundruðum alþjóðasamninga Samkvæmt útgöngusamningnum tekur nú við aðlögunartímabil til ársloka hið minnsta. Á meðan tekur Bretland þátt í tollabanda­ lagi og innri markaði ESB og fram­ fylgir lögum okkar, þótt það sé ekki lengur hluti af ESB. Bretland mun einnig hlíta alþjóðasamningum Evrópusambandsins, eins og hefur verið tekið skýrt fram í opinberri orðsendingu okkar til alþjóð­ legra samstarfsaðila, þar á meðal Íslands. Með þessu aðlög u nar t íma­ bili er komin ákveðin samfella í ferlið. Þetta var ekki auðsótt, í ljósi umfangs verkefnisins. Með því að kveðja sambandið er Bret­ land sjálf krafa að kveðja hundruð alþjóðasamninga sambandsins sem hafa verið gerðir til hagsbóta fyrir aðildarríki þess. Þetta eru samningar um jafn fjölbreytileg málefni og fríverslun, loftferðir, sjávarútveg og borgaralegt sam­ starf um kjarnorkumál. Nýtt samband við gamlan vin Nú þurfum við að endurskilgreina tengsl okkar við Bretland. Sú vinna hefst eftir að ESB­löndin samþykkja samningsumboð framkvæmda­ stjórnarinnar. Í því eru sett fram markmið okkar og metnaður til að vera í því nánasta sambandi sem mögulegt er, við land sem verður áfram bandamaður okkar, félagi og vinur. Evrópusambandið og Bretland eru tengd í gegnum sameiginlega sögu, staðsetningu, menningu, sam­ eiginleg gildi og grunnreglur og trú á reglufast fjölþjóðasamstarf. Sam­ band okkar mun endurspegla þessar tengingar og sameiginleg gildi. Við viljum mun meira en bara versl­ unar­ eða viðskiptasamband. Við viljum til að mynda starfa saman að öryggis­ og varnarmálum, sem er málaflokkur þar sem Bretland hefur reynslu og innviði er koma að mestu gagni sem hluti af stærri heild. Í brigðulum heimi áskorana og umbreytinga verðum við að ráðgast hvert við annað og vinna saman, bæði tvíhliða og í alþjóðasamstarfi eins og hjá Sameinuðu þjóðunum, A lþjóðav iðsk ipt astof nu ninni, NATO eða G20. Kannski er það klisja en sannleik­ urinn er sá að við þurfum að bregð­ ast við alþjóðlegum áskorunum samtímans – loftslagsbreytingum, tölvuglæpum, hryðjuverkum og ójöfnuði – í sameiningu. Því meira sem Bretland getur unnið í takt við ESB og í takt við aðila um allan heim, því fleiri möguleika eigum við til að takast á við þessa hluti með skil­ virkum hætti. Sterkari saman Kjarni Evrópusambandsins er hug­ myndin um að við séum sterkari þegar við stöndum saman. Að besta leiðin til að ná sameiginlegum mark­ miðum sé sú að samnýta úrræði okkar og framtakssemi. Brexit breytir þessu í engu og við munum hér eftir sem hingað til starfa eftir þessari hugsjón, sem 27 ríki. Í sam­ einingu munu aðildarríkin enn mynda innri markað með 450 millj­ ónir borgara og meira en 20 milljónir fyrirtækja. Í sameiningu höldum við áfram að vera stærsta viðskiptaein­ ing í heimi. Í sameiningu verðum við enn sem fyrr stærsti veitandi þróun­ araðstoðar í heimi. Félagar okkar geta verið þess fullvissir að við svíkjumst ekki Við skorumst ekki undan Guðmundur Steingrímsson Í DAG undan skuldbindingum okkar. Við störfum áfram eftir samningunum sem tengja okkur við alþjóðlega bandamenn. Þar á meðal er EES­ samningurinn, sem við höfum unnið eftir í aldarfjórðung með okkar nánustu samstarfsríkjum: Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Við munum enn sem fyrr stuðla að og þróa marghliða rammasamstarf um heim allan. Við erum staðfastur málsvari reglufasts f jölþjóðsamstarfs og vinnum með vinum okkar að því að búa til öruggari og sanngjarnari heim. Það má stóla á Evrópusam­ bandið sem endranær. Við skorumst ekki undan. Josep Borrell utanríkismála- stjóri Evrópu- sambandsins Michel Barnier aðalsamninga- maður ESB við Bretland S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.