Fréttablaðið - 02.02.2020, Síða 35

Fréttablaðið - 02.02.2020, Síða 35
STARFSMANNAMÁL OG KJARASAMNINGAR FRÆÐSLUFUNDIR SA 2020 Samtök atvinnulífsins bjóða félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga sem gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu. Farið verður yfir fjölbreytt efni og fyrirspurnum svarað. Fundað verður um allt land. Meðal þess sem verður fjallað um: • Ráðning starfsmanna • Helstu réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitanda • Vinnutímastytting Lífskjarasamningsins 2019-2022 • Uppsagnir og starfslok • Orlofsréttur • Veikindi og vinnuslys Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna. Fundirnir eru opnir starfsfólki aðildarfyrirtækja SA. Vinsamlegast skráið þátttöku á www.sa.is. Sjá nánar á www.sa.is Reykjanesbær Þriðjudagur 4. febrúar kl. 9.00-12.30 Borgarnes Fimmtudagur 6. febrúar kl. 12.30-16.00 Akureyri Fimmtudagur 13. febrúar kl. 10.00-13.30 Sauðárkrókur Föstudagur 14. febrúar kl. 10.00-13.30 Reykjavík Þriðjudagur 18. febrúar kl. 9.00-12.30 Ísafjörður Fimmtudagur 20. febrúar kl. 12.00-15.30 Selfoss Fimmtudagur 5. mars kl. 12.30-16.00 Vestmannaeyjar Miðvikudagur 11. mars kl. 9.00-12.30 Egilsstaðir Fimmtudagur 12. mars kl. 12.30-16.00 Höfn í Hornafirði Miðvikudagur 18. mars kl. 12.30-16.00 HRÍSEY PATREKSFJÖRÐUR ÓLAFSVÍK GRUNDARFJÖRÐUR STYKKISHÓLMUR HÓLMAVÍK SKAGASTRÖND STÓRUTJARNIR VATNAJÖKULL HOFSJÖKULL LA NG JÖ KU LL MÝRDALSJÖKULL SNÆFELLSJÖKULL EYJAFJALLAJÖKULL KÓPASKER RAUFARHÖFN ÞÓRSHÖFN VOPNAFJÖRÐUR DJÚPIVOGUR KIRKJUBÆJARKLAUSTUR VÍK Í MÝRDAL HVOLSVÖLLUR HELLA ÞORLÁKSHÖFN SELFOSS HVERAGERÐI BÚÐARDALUR BLÖNDUÓS SAUÐÁRKRÓKUR SIGLUFJÖRÐUR ÓLAFSFJÖRÐUR DALVÍK AKUREYRI HÚSAVÍK NESKAUPSTAÐUR EGILSSTAÐIR REYÐARFJÖRÐUR ESKIFJÖRÐUR HÖFN VESTMANNAEYJAR HEIMAEY GRINDAVÍK REYKJANESBÆR BORGARNES REYKJAVÍK AKRANES BOLUNGARVÍK SÚÐAVÍK ÍSAFJÖRÐUR SEYÐISFJÖRÐUR FLATEYRI ÞINGEYRI HVAMMSTANGI STÖÐVARFJÖRÐUR Látrabjarg Hornbjarg Brjánslækur Drangjökull SKÓGAR Þingvellir Kjölur Hve rave llir Sp ren gis an du r Dyrhólaey Grímsvötn Ör æfa jök ull Skaftafell Ingólfshöfði Hvannadalshnjúkur Bárðarbunga K ve rkf jöl l Torfajökull ÞórisvatnFlúðir Geysir Hekla Gullfoss Tungnafellsjökull Askja Herðubreið Snæfell Laki EIÐAR Mývatn Fontur Ásb yrgi Varmahlíð Reykholt Hallormsstaður ÍKÍ LAUGARVATN ML LAUGARVATN Listhugleiðsla verður á Lista-safni Einars Jónssonar í hádeg-inu á þriðjudögum. Safngest- um verður boðið að hugleiða við ákveðið verk eftir Einar og þiggja fræðslu um það í kjölfarið. Í listhug- leiðslu gefst gestum tækifæri á for- vitnilegri safnaupplifun sem miðar að því að hægja á og taka aðeins eitt verk inn í einu. Með þessu móti fær fólk tíma til að skynja, njóta og upp- götva, nokkuð sem hlýtur að teljast eftirsóknarvert í hinum háværa og hraða samtíma okkar. Umsjón með listhugleiðslunni hefur Halla Margrét Jóhannesdóttir. Hún starfar sem safnvörður á Lista- safni Einars Jónssonar, en er einn- ig leikari og rithöfundur og hefur jafnframt yogakennararéttindi. Listhugleiðslan hefst stundvíslega klukkan 12.10 og lýkur klukkan 12.50. Gestir á viðburðinn greiða fyrir aðgang að safninu og gildir miðinn á hugleiðsluhádegin út mánuðinn. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en 500 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja. Á safninu eru stólar og litlar sessur en kjósi gestir að taka með sér hugleiðslupúða eða yoga- dýnur er það velkomið. Hugleitt í listasafni Halla Margrét Jóhannesdóttir hefur umsjón með hugleiðslunni. BÆKUR Fórnarlamb 2117 Jussi Adler Olsen Þýðandi: Magnea J. Matthías- dóttir Útgefandi: Vaka-Helgafell Fjöldi síðna: 504 Fórnarlamb 2117 er áttunda bók danska glæpasagnahöfundarins Jussi Adler-Olsen um Deild Q , sérdeildina innan dönsku lögregl- unnar. Bókin verður seint sögð tíð- indalaus. Hver atburðurinn rekur annað og skipt er ört milli persóna. Helstu tíðindin í huga lesenda eru þó sennilega þau að hulunni er svipt af hinum dularfulla starfs- manni deildarinnar, Assad. Til að spilla ekki fyrir lestrinum skal því einungis sagt hér að hann upplýsir í sögunni um uppruna sinn og einka- líf. Á sama tíma vofir yfir honum hefnd óvinar hans. Í þessari spennandi bók vefja atburðir upp á sig vegna fréttaljós- mynda af látinni flóttakonu á strönd Miðjarðarhafsins, sem tækifæris- sinnaður blaðamaður ákveður að gera sér mat úr. Á sama tíma hefur ungur maður lokað sig inni í her- bergi sínu í Kaupmannahöfn og neitar að hleypa foreldrum sínum inn. Hann er að undirbúa fjölda- morð. Ghaalib, böðull frá Írak, er síðan önnum kafinn við að skipu- leggja hryðjuverk sem kosta munu saklausa borgara lífið. Carl Mörck og félagar í Deild Q , ekki síst Assad, hafa því ýmislegt við að iðja. Hinn margverðlaunaði Adler- Olsen hefur sýnt og sannað á liðnum árum að hann er fantagóður glæpa- sagnahöfundur og nægir að nefna því til sönnunar bækur eins og Konan í búrinu og Flöskukeyti frá P sem eru frábærar glæpasögur. Hann hefur stigð feilspor á ritvellinum, en sannarlega ekki mörg. Í þessari bók er hann í góðum gír. Assad er afar vel heppnuð per- sóna og hér fær lesandinn innsýn í óhuggulega fortíð sem Assad getur ekki annað en verið fastur í. Carl Mörck fellur þó nokkuð í skuggann af Assad en lesandinn fær því meiri áhuga á lánlausa blaðamanninum, sem er reyndar í byrjun langt frá því að vera samúðarfull persóna. Hann ratar í þvílíkar raunir að það þarf hjartalausan lesanda til að finna ekki til með honum. Ungi maðurinn sem hyggur á fjöldamorð er síðan verulega óhugguleg persóna. Mesta illmennið, Ghaalib, verður hins vegar ekki meira en hver önnur ster- íótýpa af blóðþyrstum morðingja. Undir lokin fer atburðarásin að dragast nokkuð á langinn. Það breytir þó engu um að hér er komin ágæt glæpasaga. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Viðburðarík og spenn- andi glæpasaga sem ætti að gleðja aðdáendur höfundarins. Kraftmikill Adler-Olsen M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19M Á N U D A G U R 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.