Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2020, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 02.02.2020, Qupperneq 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Í öllum þessum ótíðindum er mikilvægt að við æðrumst ekki, heldur höldum ró okkar. Kvikmynda- borgin Reykjavík þarf heimili fyrir kvik- myndirnar. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Á frettabladid.is finnur þú Fréttablaðið í dag og safn eldri blaða. Lestu Fréttablaðið þegar þér hentar á frettabladid.is Bíó Paradís verður lokað frá og með 1. maí og öllu starfsfólki þess hefur verið sagt upp störfum. Svo hljóðuðu fréttir síðastliðinn fimmtudag um lokun starfsemi menningarhússins Bíó Paradís. Um árabil hefur borgin beitt sér fyrir öflugu kynningarstarfi í þágu Kvikmyndaborgarinnar Reykjavík. Kynningar- deildin Film in Iceland, undir hatti Íslandsstofu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðs, var sett á laggirnar sérstaklega til þess hampa Reykjavík sem vænlegum tökustað og til þess að auka sóknarfæri íslenskrar kvikmyndagerðar. Í ljósi þess að framtíð menningar- hússins Bíó Paradísar er ógnað, velti ég fyrir mér hvort yfirvöld og borgarstjórn sjái virkilega ekki harminn í því að missa þessa mikilvægu stofnun sem er jafnframt eina kvikmyndahús sinnar tegundar á Íslandi. Svo ég vitni í Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing. „Eina kvikmyndahúsið sem sýnir fjölbreyttar kvikmyndir frá öllum heimshornum, sinnir kvikmyndahátíðum, og kvikmyndamenntun barna og unglinga. Framúrskar- andi kvikmyndagerð þjóða verður ekki til í tómarúmi.“ Þegar ég starfaði hjá Alþjóðlegri kvikmyndahá- tíð í Reykjavík fékk ég tölvupóst frá einum þekktasta gagnrýnanda samtímans, Peter Debruge hjá Variety. Hann vildi fræðast meira um Svarta sunnudaga, elskaði Bíó Paradís og sagði að andinn í húsinu veitti honum innblástur og það gerir hann svo sannarlega líka fyrir okkur sem elskum kvikmyndir. Bíó Paradís er vin í eyðimörkinni, staður þar sem við getum heimsótt gamla vini á borð við Bergman, Kubrick og Hitchcock og nýja vini á borð við Yorgos Lanthimos, Bong Joon Ho og Ari Aster. Staður sem fræðir og sameinar, staður þar sem ég hef hlegið og grátið. Nú þegar allir keppast óðum við að hylla velgengni Hildar Guðna, get ég ekki annað en velt vöngum yfir samvitund okkar sem þjóð. Þegar vel gengur viljum við vera Kvikmyndaborgin Reykja- vík, en velgengnin er ekki einungis mæld í peningum eða verðlaunagripum. Kvikmyndaborgin Reykjavík þarf heimili fyrir kvikmyndirnar. Ávinningurinn er skýr og auðæfin eru ómetanleg. Kvikmyndaborgin Reykjavík Tatiana Hallgrímsdóttir nemi og kvik- myndaunandi Nýliðinn janúar, einn dimmasti mánuður ársins, var óvenjulega tíðindamikill hér á þessu landi. Fjölmargir atburðir hafa orðið sem hafa rótað upp í hugum okkar. Íllviðri, náttúruhamfarir og hörmuleg slys. Margir eiga um sárt að binda eftir þessi atvik og flestir eiga erfitt að setja sig í spor þeirra sem misst hafa ástvini, lífsviðurværi eða bíða milli vonar og ótta um afdrif slasaðra. Og suður með sjó byltir jörðin sér og ugg setur að íbúum svæðisins. Við bættist svo að fréttir tóku að berast af smit- sótt sem upphaflega upptök sín í Wúhan í Kína í lok síðasta árs og hefur nú á undraskjótum tíma breitt sig um fleiri lönd og álfur. Þeir sem komnir eru til vits og ára muna eftir SARS eða HABL, heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu, veirusótt sem geisaði árið 2003. Í byrjun febrúar það ár bárust fregnir af því að lungnabólgu af ókunnum völdum hefði orðið vart í Guangdonghéraði í Kína. Svo kom í ljós að orsök hennar var veira af nýjum stofni kórónaveiru, en veiran sú var þegar þekkt sem ein af fjölmörgum orsökum kvefs. HABL breiddist út um Kína árið 2003 og svo til annarra landa og heimsálfa. Þegar faraldurinn var liðinn hjá höfðu nær 8.500 manns sýkst og yfir 800 látist af hennar völdum. Komið var í veg fyrir frekari útbreiðslu hennar með einangrun tilfella og að hafa uppi á öllum sem smituðust og koma þeim í einangrun og rjúfa þannig smitleiðir. Margt er líkt með HABL og Wúhan-veirunni nú. Þegar þetta er skrifað hafa nær fimmtán þúsund manns sýkst af veirunni og yfir þrjúhundruð eru látnir. Og staðfestar eru sýkingar hér í nágrenninu, í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Vart þarf að efast um að hún mun ná til landsins fyrr en varir. Landspítalinn hefur þegar gert ráðstafanir til að takast á við hana þegar svo verður. Í Fréttablaðinu á laugardag greinir frá umfangsmiklum aðgerðum í því skyni. Það er ólíkt nú og þegar HABL var og hét að þeir sem verst verða úti vegna Wúhan veirunnar eru þeir sem veilir eru fyrir og hafa undirliggjandi sjúkdóma. Dánartíðni er því lægri en þá, eða um tveir af hundr- aði. Það dregur þó ekki úr alvarleika ástandsins. Í öllum þessum ótíðindum er mikilvægt að við æðrumst ekki, heldur höldum ró okkar. Við búum vel af sérþekkingu heilbrigðisstarfsmanna hér heima og vitum að allt er gert sem skynsamlegt er til að verjast úrbreiðslunni. Jafnframt er ekki annað að sjá en að skipulag heilbrigðismála á heimsvísu sé traust og á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar una menn sér ekki hvíldar í baráttunni gegn óværunni. Við ættum því að geta haldið áfram okkar daglega lífi þó við gerum smávægilegar breytingar á háttum okkar. Í því sambandi hafa heilbrigðisyfirvöld hér- lendis bent á mátt handþvottarins. Hann virki best sem vörn. Ef dæma má af viðureigninni við HABL fyrir þrettán árum vitum við að ráðið verður að niðurlögum Wúhan veirunnar áður en langt um líður og hennar verður síðar aðallega getið í sögubókum, alveg eins og þá. Veiran Ein á varamannbekknum Óvenju margt var um varaþing­ manninn á Alþingi í síðustu viku þegar þingmenn voru úti um allar koppagrundir að sinna alþjóða­ starfi en til að mynda voru Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðjón S. Brjáns­ son, Halla Signý Kristjánsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir öll í Færeyjum á þriggja daga ráð­ stefnu Vestnorræna ráðsins. Öll kölluðu þau til varamann nema Ásmundur sem hélt þannig Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi forseta þingsins, fjarri salnum. Þegar heim var komið var Ásmundur á faraldsfæti í kjör­ dæminu og hafði gætur á veðri, jarðhræringum og almanna­ vörnum af alkunnri festu. Sjálfstæður Suðurlandsskjálfti Samkvæmt þingsköpum nýtur þingmaður ekki þingfarar­ kaups meðan varamaður hans er á þingi nema fjarvist sé vegna veikinda eða þingmaður sé fjar­ verandi í opinberum erindum í að lágmarki fimm þingdaga en ekki er útilokað að prófkjörs­ skjálfti sé kominn í Ásmund vegna kosninga á næsta ári og hann hafi því talið ráðlegt að halda Unni Brá utan kastljóss­ ins, en nokkrir áberandi karlar í þingliði Sjálfstæðisflokksins hafa áður att kappi við hana í kjördæminu og iðulega haft betur. Allur er þó varinn góður. adalheidur@frettabladid.is toti@frettabladid.is 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.