Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 12
Ég valdi Dortmund af því að allt við félagið heillaði mig. Þetta er risa félag.  Þegar ég tala um þetta, þá byrja ég að brosa af því að mér líst vel á allt hjá félaginu. Svo það er ástæðan fyrir því að ég valdi Dortmund. Þetta er frábær deild og ég tel að hún muni henta mér vel. Erling Braut Håland um hvers vegna hann valdi Dortmund 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Erling Braut Håland er aldamótabarn, fæddur 21. júlí árið 2000 og á eldri bróður, Astor ,og yngri systur, Gabrielle. Móðir hans er Gry Marita og pabbinn Alf Inge Håland sem lék knattspyrnu lengi á Englandi, fyrst með Nottingham Forest, svo Leeds og loks með Man­ chester City. Erling er einmitt fæddur í Leeds og draumur hans er að fagna Englandsmeistaratitli með liðinu. Það eru þó ekki miklar líkur á að það gerist því Leeds menn eru að verða sér­ fræðingar í því að komast ekki upp í úrvalsdeildina. Hann er þó alinn upp í Bryne í Noregi og samkvæmt móður hans hafði hann eins og flestir áhuga á fótbolta og handbolta en valdi snemma fótboltann. Erfiðasti hluti fótboltans er að koma boltanum í net andstæðinganna en Norðmanninum Erling Braut Håland finnst það ekkert sérstak- lega erfitt. Síðan hann gekk í raðir Dortmund í janúar hefur hann spilað í 136 mínútur og skorað sjö mörk eða eitt mark á 20 mínútna fresti. Það er ekki einu sinni hægt að ljúga til um svona tölfræði. Hann spilaði sinn fyrsta leik í byrjunar- liði Dortmund um helgina gegn Union Berlin og skoraði tvö mörk í stórsigri liðsins 5-0. Enginn hefur verið fljótari í sjö mörk í þýska bolt- anum. Jadon Sancho skoraði einnig, en hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora 25 mörk. Sancho verður tvítugur í mars en Håland verður tvítugur í júní. Með sama áframhaldi verður Norðmaðurinn kominn með 25 mörk eftir fjóra leiki og endar tíma- bilið með 63 mörk en Dortmund á 14 leiki eftir. Erling er fæddur í Leeds en flutti snemma heim til Noregs og ólst upp í Bryne, sem er svipað stór og Akureyri. Hann vakti snemma áhuga stórliða utan Noregs og flestir bjuggust við að hann myndi yfirgefa heimaslóðirnar í Bryne til að takast á við Evrópu. Juventus og Bayer Leverkusen eru sögð hafa lagt fram tilboð en hann valdi þó að fara til Molde þar sem hann var undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Annað markið hans fyrir Molde var sigur- mark gegn Viking frá Stavangri. Håland fannst það ekkert sérstak- lega leiðinlegt og ögraði stuðnings- mönnum þeirra. Það fór ekkert sér- staklega vel í nokkra Norðmenn. Að svona ungur gutti væri með stæla. Björn Bergmann Sigurðarson, sem þá var að standa sig vel með Molde, sagði eftir leikinn að guttinn gæti ekki hagað sér svona og hann yrði að læra að haga sér. Hann gerði það svo sannarlega. Hann hafði alltaf æft vel og mikið en hann tók sig til og fór að lyfta af krafti. Á fyrsta heila tímabilinu sínu spilaði hann 30 leiki, skoraði 16 mörk og lagði upp fjögur í öllum keppnum. Það er rosaleg tölfræði hjá gutta sem var varla kominn með bílpróf. Manchester United hafði mikil tengsl við Solskjær og sendi njósnara til að kíkja á strákinn gegn Brann. Á 21 mínútu var Håland búinn að skora fjögur. Hann náði að skora þrennu á 11 mínútum og tveimur sekúndum betur. Eftir leikinn sagði Solskjær að Håland minnti sig á leikstíl Romelu Lukaku og félagið hefði neitað f jölmörgum tilboðum í markamaskínuna. Hann var eðli- lega valinn efnilegasti leikmaður Noregs og samdi við RB Salzburg, skref sem virtist mjög rökrétt enda snáðinn aðeins 18 ára og nægur tími. En Håland er ekkert að hika. Í fyrstu 15 leikjunum sínum með nýja liðinu skoraði hann heil 18 mörk, þar af fjórar þrennur. Samt voru nokkrir vitleysingar að efast um ágæti hans og rökin voru frekar einföld. Það er ekkert mál að skora í Noregi og Austurríki. Það var í raun ekki fyrr en Salzburg fór að spila í Meistaradeildinni að þessar raddir þögnuðu. Núna þegar 16 liða úrslitin í Meistaradeildinni eru handan við hornið er ekki úr vegi að rifja upp að Håland er næst marka- hæstur í keppninni með átta mörk. Aðeins Robert Lewandowski hefur skorað meira. Alls skoraði hann 28 mörk og lagði upp fimm mörk í 22 leikjum fyrir Salzburg. Dortmund tilkynnti að félag- ið hefði keypt Norðmanninn og skrifaði hann undir fjögurra ára samning. Sagt var frá því hvernig Dortmund fór að því að næla sér í undirskriftina hans á íþrótta- vefnum The Atletic. Þar segir að Dortmund hafi byrjað að fylgjast með Erling árið 2016. Matthias Sammer, gamla goðsögn liðsins, fór meira að segja og kíkti hvernig hann æfði. Félagið vantaði níu. Einhvern sem passaði inn í kerfið hans Lucien Favre þjálfara. Liðið er skipað fullt af ungum mönnum og leikmenn vildu fá Håland til liðsins. Svo mikið að Daninn Thomas Del- any bjargaði Whatsapp númerinu og fóru leikmenn að senda honum skilaboð í massavís. Myndbönd fylgdu af æfingasvæðinu og skila- boð um hvað það væri gaman á æfingum. Liðið fékk forstjóra Puma, Björn Gulden, sem er, eins og nafnið gefur til kynna Norðmaður og spil- aði með Bryne í gamla daga. Dort- mund spilar í Puma og Håland átti að verða stjarna merkisins. Hann sagði reyndar nei við því tilboði og samdi aftur við Nike. Manchester United, Juventus og RB Leipzig sátu eftir með sárt ennið. Það er hálf kostulegt að Man- chester United skuli ekki hafa tryggt sér undirskrift Håland en miðað við hvernig Dortmund nýtti sér nútímann er gamla stór- veldið trúlega enn að senda fax. Félagaskiptafarsinn sem er í gangi á Old Trafford skemmtir stuðnings- mönnum annara liða en þegar liðið sárvantaði framherja um helgina gegn Úlfunum nuddaði Håland smá salti í sárin með sínum tveimur mörkum. Á meðan Manchester liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk á árinu er Håland kominn með sjö. Ekki að hann sé eitthvað á leið- inni þangað. Pabbi hans spilaði með Leeds og Manchester City og Roy Keane reyndi að gera út af við pabba hans. Ekki þurfa stuðn- ingsmenn Manchester liðsins að örvænta. Odion Ighalo frá Nígeríu er mættur til Manchester frá Shang- hai Shenhua í Kína. Skorar á 20 mínútna fresti Erling Braut Håland reimaði á sig takkaskó um helgina sem þýðir að hann hafi skorað. Að þessu sinni skoraði hann tvö fyrir nýja liðið sitt Dort- mund en hann er búinn að skora sjö mörk í þremur leikjum síðan hann gekk í raðir þýska liðsins. Draumurinn er að vinna ensku úrvals- deildina með Leeds. Mark- miðið er samt að verða betri leikmaður en pabbi var. Ég vonast allavega til að ná fleiri landsleikjum en hann. Erling Braut Håland við Aftenposten árið 2017 HETJA HELGARINNAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.