Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 13
KYNNINGARBLAÐ Lífsstíll M Á N U D A G U R 3 . F EB RÚ A R 20 20 DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 Malín segist ekki óttast hæðina í vinnu sinni sem rafvirki og línumaður en að hún sé réttilega alltaf hrædd við krafta rafmagnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ber virðingu fyrir lífinu Rafvirkinn Malín Bergljótardóttir Frid er úr Breiðholtinu. Hún var kosin harð- asti iðnaðarmaður Íslands, vinnur við rafmagn í 20 metra hæð, málar lista- verk í frístundum, er Vottur Jehóva og hjálpar munaðarlausum dýrum. ➛2 Ég er alltaf hrædd við rafmagn, sem er gott. Ég ber það mikla virðingu fyrir lífinu að ég passa mig alltaf sérstaklega vel og myndi aldrei taka heimskulegar ákvarðanir né óþarfa áhættu í lífi mínu og starfi,“ segir rafvirkinn Malín Bergljótardóttir Frid. Malín er eina konan sem starfar sem línumaður hjá Veitum en starfið þykir með því erfiðara og reynir mikið á líkamsburði, nákvæmni og hæfileika. „Starfið er líkamlega mjög erfitt,“ segir Malín. „Við þurfum að jarðbinda línur og notum langt prik til að festa á þær koparjarð- vír. Þá reynir mikið á mann að lyfta upp níðþungum vírnum og í fyrsta sinn var ég ekki viss um að mér tækist það en ég var þrjósk og vildi alls ekki kalla á karlmann til að klára verkið fyrir mig, sem og tókst. Þetta verk kallar á ákveðna tækni og þegar ég var búin að gera þetta nokkrum sinnum varð það auðveldara,“ segir Malín stolt. Vildi vinna í höndum og úti Malín fæddist á Selfossi árið 1998. Hún bjó fáein uppvaxtaráranna á Akureyri en flutti tólf ára í Efra- Breiðholt þar sem hún gekk í Hóla- brekkuskóla. „Þaðan fór ég á íþróttabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti en fann mig ekki í náminu. Mér hugnaðist ekki að sóa tímanum í að læra bara eitthvað svo ég ákvað að fara í áhugasviðsgreiningu þar sem niðurstöður sýndu að áhugi minn lægi í vinnu með höndum og vinnu úti við. Þá kom rafvirkjun upp sem valkostur og mér leist mjög vel á það, skráði mig til náms og fann mig strax í því. Ég var þá eina stelpan á mínu ári á rafvirkja- braut FB og lenti í skemmtilegum hópi stráka í mjög svo áhugaverðu námi,“ segir Malín, sem vissi ekkert um rafvirkjun þegar hún byrjaði í náminu. „Ég vissi að það væri rafmagn í húsum en lítið um hversu fjöl- breytt starfið er. Ég vissi að mikil útivinna væri hjá Veitum og sótti um að komast á námssamning þar og eftir útskrift í desember 2018 Framhald á síðu 2 ➛

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.