Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 6
138 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna viðurkenna nú þegar Palestínuríki. MIÐAUSTURLÖND Arababanda- lagið hefur hafnað friðaráætlun fyrir Ísraela og Palestínumenn sem Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, hefur lagt fram. Bandalagið segir að áætlunin myndi ekki leiða til réttláts samkomulags fyrir báða aðila. Utanríkisráðherrar Arabaríkja, sem funduðu í Kaíró í Egyptalandi um helgina, að beiðni Palestínu- manna, til að ræða áætlun forseta Bandaríkjanna um að binda enda á átök Ísraela og Palestínumanna, hafa hafnað tillögunum. Arababandalagið segist í tilkynn- ingu ekki ætla að vinna með Banda- ríkjunum að framgangi áætlunar- innar vegna þess að hún „uppfylli ekki lágmarks réttindi og væntingar Palestínumanna“. Jafnframt er varað við að Ísraelar framkvæmi áætlun- ina með valdi. Framkvæmdastjóri Arababanda- lagsins, Ahmed Aboul Gheit, var ómyrkur í máli um tillögur Banda- ríkjanna. Hann segir að þær leiði til eins ríkis sem væri myndað af tveim- ur hópum íbúa. „Það er aðskilnaðar- stefna, þar sem Palestínumenn verða annars f lokks ríkisborgarar, sviptir grundvallarréttindum ríkisborgara- réttar,“ segir Gheit. Tillögur ríkisstjórnar Trumps undir forystu Jareds Kushner, tengdasonar forsetans, um frið Ísra- ela og Palestínumanna hafa verið þrjú ár í smíðum. Tillögurnar eru 50 blaðsíður ásamt landakortum. Þær boða viðurkenningu á palestínsku ríki en jafnframt viðurkenningu á umdeildum landtökubyggðum gyð- inga. Palestínumenn myndu halda 75 prósentum Vesturbakkans. Ríkisstjórn Trumps hefur reynt að byggja upp samskipti við araba- ríkin síðustu árin til að fá stuðning við friðaráætlanir sínar og að þrýsta á Palestínumenn að koma aftur að samningaborðinu. Þessi viðleitni til að ná til arabaríkja virðist ekki ætla að takast. Palestínumenn mjög ósáttir. Heimastjórn Palestínumanna hefur fordæmt og hafnað með öllu áætlun Trumps og kallað hana „samsæri“. Áætlunin treysti í sessi hernám Ísraelsmanna og brjóti gegn réttindum palestínsku þjóð- arinnar. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir Jerúsalem ekki vera til sölu. „Réttindi okkar eru ekki til sölu og ekki hægt að semja um,“ segir Abbas. Hann segir að öllum tengslum verði nú slitið við Ísrael og Bandaríkin, þar á meðal öllu öryggissamstarfi. Palestínuríki er viðurkennt af 138 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og hefur frá árinu 2012 haft stöðu áheyrnarfulltrúa hjá SÞ sem felur í sér stöðu ríkis. Ísland varð fyrsta landið í Norður-Evr- ópu til að viðurkenna Palestínuríki árið 2011. Öll Norðurlöndin hafa formlega viðurkennt Palestínuríki. david@frettabladid.is Arabar hafna friðaráætlun Trumps Reiðir Palestínumenn í borginni Hebron mótmæla tillögum Trumps sem fela í sér viðurkenningu á landtökubyggðum gyðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Hvað er í tillögum Trumps um frið Ísraela og Palestínumanna? Friðaráætlun Donalds Trump sem hefur verið þrjú ár í smíðum, er unnin í samstarfi við Benja- mín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og helsta keppinauts hans í stjórnmálum í Ísrael, Benny Gantz. Palestínumenn hafa hins vegar ekki viljað taka þátt í mótun áætlunarinnar. Tillögur ríkisstjórnar Trumps eru svokölluð „tveggja ríkja lausn“, það er að gert er ráð fyrir að komið verði á fót palestínsku ríki, Palestínumenn viðurkenni tilvist Ísraelsríkis, Jerúsalem yrði höfuðborg Ísraela, en svæði í Austur-Jerúsalem yrði höfuð- borg Palestínumanna. Gert er ráð fyrir að Palestínu- menn viðurkenni fullveldi Ísraela á landnámsbyggðum á Vestur- bakkanum, en þær hafa Palest- ínumenn og stór hluti alþjóða- samfélagsins talið ólöglegar. Allt að 400 þúsund gyðingar búa í landnemabyggðum á Vestur- bakkanum og nálægt 200 þúsund í austurhluta Jerúsalem. Ísraelar yrðu að samþykkja að fjölga ekki landtökubyggðum í fjögur ár á meðan viðræður standa yfir. Lagt er til að Jórdandalur verði viðurkenndur sem yfirráðasvæði Ísraels. Hann nær yfir um það bil fjórðung Vesturbakkans. Auk þessa yrði Gasaströndin tengd Vesturbakkanum með jarðgöng- um. Þá fengju þeir svæði suður af Gasa. Ísrael myndi stjórna ytri landamærum og loftrými, ásamt því að viðhalda öryggisstjórn- valdi í heild. Að auki hafa Banda- ríkin og bandamenn talað fyrir því að styðja efnahagsuppbygg- ingu og atvinnusköpun Palestínu með allt að 50 milljarða Banda- ríkjadala fjárframlagi. – ds Það eru sterk bönd á milli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. NORDICPHOTOS/AFP Tillögur Trumps um frið Ísraela og Palestínu- manna boða viður- kenningu á palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum gyðinga. Ekki er víst að tillögurnar færi frið heldur ýti undir áfram- haldandi átök á svæð- inu. Palestínumenn eru mjög ósáttir og Araba- bandalagið stendur með þeim. VIÐSKIPTI Mike Pompeo, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gær Kasakstan til að vera á varðbergi gagnvart kínverskum fjárfestingum og áhrifum. Þjóðir Mið-Asíu og önnur ríki yrðu að þrýsta á um að Kínverjar hætti kúgun minnihlutahópa. Pompeo hefur undanfarið varað mörg ríki við áhrifum Kínverja. Kín- verskum fjárfestingum fylgi skerð- ing á fullveldi og slíkt gæti skaðað framþróun ríkja til langs tíma. Pom- peo segir Kasakstana eiga að hafa val um hvar þeir stundi viðskipti en bestum árangri nái þeir með sam- starfi við bandarísk fyrirtæki. „Verndun grundvallarmannrétt- inda skilgreinir sál hverrar þjóðar,“ sagði Pompeo og þakkaði Kasak- stönum fyrir að taka við þeim sem flúið hafa ofsóknir Kínverja. Hann segir að Bandaríkin hvetji öll ríki til að ganga til liðs við baráttu gegn þessari kúgun á minnihlutahópum Kína. „Við biðjum þá einfaldlega um að veita þeim sem reyna að f lýja Kína öruggt skjól og hæli,“ sagði Pompeo. Gert er ráð fyrir að Pompeo f lytji Úsbekistan sömu varnaðar- orð, en þar mun hann funda í dag um öryggismál með utanríkisráð- herrum fimm þjóða í Mið-Asíu. – ds Varar við kínverskum áhrifum í Mið-Asíu Mike Pompeo, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna. HEILBRIGÐISMÁL Maður á fimm- tugsaldri lést úr lungnabólgu vegna kórónaveirusmits á sjúkrahúsi í Maníla, höfuðborg Filippseyja, og er um að ræða fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar fyrir utan Kína. Maðurinn sem lést var frá Wuhan og í fylgd með honum var 38 ára gömul kona sem líka er frá Wuhan og er hún einnig smituð af veirunni. Þau voru eina fólkið sem sem greinst hafði með kórónaveirusmit á Filippseyjum. Fólkið ferðaðist saman frá Wuhan til Filippseyja með viðkomu í Hong Kong. Yfirvöld á Filippseyjum vinna nú að því að finna alla þá sem voru í sama flugi og maðurinn sem lést. Nauðsynlegt er að finna alla þá farþega og einangra þá, sem og hótelstarfmenn á hótelum þar sem maðurinn og konan gistu. Um 14.500 manns hafa smitast af kórónaveirunni og 305 hafa látist. Vírusinn hefur greinst í fólki víða um heim og hafa af leiðingarnar orðið margvíslegar. Samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar hafa neikvæð viðhorf til Kína og Kínverja vaxið hratt og hafa meðal annars margir kallað eftir ferðabanni á Kínverja. Veitingastaðir í Suður-Kóreu, Japan, Hong-Kong og Víetnam hafa margir hverjir neitað að taka við kín- verskum viðskiptavinum og hópur fólks í Indónesíu safnaðist saman nærri hóteli í landinu þar sem þeir hvöttu Kínverja til að yfirgefa landið. Frönsk og áströlsk dagblöð hafa þá verið gagnrýnd fyrir kynþátta fordóma í skrifum sínum. – ilk, bdj Dauðsfall af völdum kóróna utan Kína Kórónaveiran sem á upphaf sitt að rekja til Wuhan-borgar í Kína eins og hún birtist í smásjá. Veiran ber heitið er 2019-nCoV. NORDICPHOTOS/GETTY 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.