Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Guðmundar Brynjólfssonar BAKÞANKAR buzzador® Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is Ánægðust í e11efu ár. Stærsta takk í heimi! Viðskiptavinir Nova eru ánægðustu viðskiptavinirnir í farsímaþjónustu, 11. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar! Við erum endalaust ánægð, stolt, hrærð og kát en fyrst og fremst þvílíkt þakklát! VÁ VERÐ LAYS 175 G 249 KR/STK 1423 KR/KG Amma mín sagði mér að í spænsku veikinni hafi Bjarni Snæbjörnsson læknir gengið á milli húsa í Hafn- arfirði, þar sem allt var undirlagt af þeirri voðalegu sótt, en aldrei hafi hann smitast. Sú gamla sagði það hafa verið vegna þess að áður en læknirinn hafi farið út úr húsi að morgni hafi hann stungið upp í sig sígar, kveikt í, og ekki tekið út úr sér vindilinn fyrr en heim var komið að kvöldi. Þetta kennir okkur það eitt að nú er rétt að hefja reykingar. Já, nú herjar á mannkyn veiru- djöfull sem nefndur er eftir öllu í senn: jakkafötum, vindlum og bjór. Smitleiðir eru þekktar: náin kynni, snerting og auk þess más, hvæs og andköf í andremmuradíus við veiklulegt fólk. Rétt er því að huga að sóttvörn- um: Auðvitað kemur fyrst upp sú sjálfsagða krafa að banna Tinder, því það er skaðlegt að ríða ókunn- ugu fólki. Þá hefur verið bent á að æskilegt sé að hafa hendur í vösum í verslunarmiðstöðvum, kjöt- búðum og bókasöfnum. Fleðu- gangur, faðmlög og kjammakjams eru og ávísun á dauða, jafnvel þótt um sé að ræða einkennalaust fólk; einkennalausar manneskjur eru nefnilega hættulegastar. Þið munið Ted Bundy. Okkur er líka sagt að spritta okkur utan og innan. Þá má ekki gleyma því sem er einna mikilvægast að mati landlæknis: „Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum.“ Á mannamáli útleggst þetta svo: Maður talar ekki við páfagaukinn í Blómavali né fer með hund í Kolaportið. Svo á maður víst að hnerra í handarkrikann á sér, eða öðrum, ef maður er virkilega slæmur. Ég ætla að byrja að reykja. Lifið heil. Sóttvarnir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.