Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 8 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Við hjálpum þér að leita réttar þíns TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA HAFÐU SAMBAND 511 5008UMFERÐARSLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS Átt þú rétt á slysabótum? HEILBRIGÐISMÁL „Það sem okkur finnst rosalega alvarlegt er að mark- aðssetningin á orku- og íþrótta- drykkjum er svo röng,“ segir Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Í dag hefst tannverndarvika Tannlæknafélags Íslands og Landlæknis. Þar er sérstök áhersla lögð á orkudrykki. „Hvað varðar glerungseyðingu tanna þá eru sykurlausir orku- drykkir alveg jafn glerungseyðandi og sykraðir drykkir,“ segir Jóhanna. Vilhelm Grétar Ólafsson, lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði, segir mikla aukningu á glerungseyðingu hjá unglingum og ungu fólki. „Þetta er hálfgerður faraldur,“ segir Vilhelm. Tímabært sé að vekja athygli á málinu. „Orkudrykkir eru gríðarlega vinsælir hjá ungu fólki og glerungseyðing er ofboðslega algeng hjá sama hópi.“ Að sögn Vilhelms stendur stórum stöfum á mörgum orkudrykkjum að þeir séu sykurlausir. Því álíti fólk þá hættulausa. „En glerungseyðing er ekki eins og tannskemmdir sem er hægt að bora burt og fylla upp í, þarna erum við að tala um eyðingu á tannvef og hann vex ekkert aftur,“ segir Vilhelm. Að sögn Vilhelms getur vandinn náð yfir allar tennurnar. „Við erum að tala um svakalega umfangsmiklar og kostnaðarsamar viðgerðir sem fylgja þessu. Það er ekki gott vega- nesti út í lífið að vera búinn að klára nánast allan glerung fyrir tvítugt.“ Vilhelm og Jóhanna segja mark- aðssetningu orkudrykkja varhuga- verða. Stór hópur fólks sem hugi vel að heilsunni drekki þá án þess að hugsa um áhrif þeirra á tannheilsu. „Þetta á líka við um drykki sem fólk drekkur fyrir æfingar eins og Amino og slíka drykki. Orkudrykkir eru langflestir mjög súrir og vondir fyrir tennurnar. Svo horfa ungling- arnir á auglýsingar þar sem afreks- íþróttafólk neytir slíkra drykkja og þeir trúa því að sjálfsögðu að þeir séu hollir og stuðli að hreysti,“ segir Jóhanna. Aðspurður að því hvort fólk sem neytir slíkra drykkja geti fyrirbyggt glerungseyðingu segir Vilhelm vatnsdrykkju besta kostinn. „Við bendum þó á neyslu í hófi og ef þú ert að drekka súra drykki er alltaf betra að drekka þá með röri, þá fer þetta fram hjá tönnunum og beinustu leið ofan í vélinda og tennurnar verða síður fyrir barðinu á sýrunni,“ segir Vilhelm. Gott sé að skola munninn með vatni eftir neyslu orkudrykkja. „Því að þetta liggur á tönnunum lengi eftir að þú ert búinn að fá þér sopa. Svo er gott að fá sér eitthvað kalkríkt líkt og ost eða mjólk.“ – bdj Orkudrykkir skaða tennur hjá ungu fólki Formaður Tannlæknafélags Íslands og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands segja mikla aukn- ingu á glerungseyðingu hjá unglingum og ungu fólki sem rekja megi til neyslu súrra orkudrykkja. Hvað varðar glerungseyðingu tanna þá eru sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og sykraðir drykkir. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tann- læknafélags Íslands BREXIT Þrátt fyrir útgöngu Breta mun ESB áfram mynda innri markað með 450 milljónir borgara og meira en 20 milljónir fyrirtækja og verður áfram, sem fyrr, stærsti veitandi þró- unaraðstoðar í heiminum. ESB muni áfram vinna að því að gera heiminn öruggari og sanngjarnari. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Joseps Borrell, utan- ríkismálastjóra Evrópusambandins, og Michels Barnier, aðalsamninga- manns ESB við Bretland, í Frétta- blaðinu í dag. Einnig vekja þeir máls á mikilvægi samstöðu ríkja á tímum loftslags- breytinga, tölvuglæpa, hryðjuverka og ójöfnuðar. Þeir benda á að því meira sem Bretland geti unnið í takti við ESB og við aðila um allan heim, því meiri möguleikar séu á skilvirkni í þessum málum. Sjá síðu 9 Við skorumst ekki undan Hildur Guðnadóttir hlaut í gærkvöldi BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína og er hún einnig tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem veitt verða 10. febrúar. Hildur gæti þá orðið fyrsta konan til að hljóta Óskar í f lokki kvikmyndatónlistar. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.