Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 3.0L V6 DÍSEL • 250 HÖ / 570 NM TOG • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN • LÆSING Í AFTURDRIFI jeep.is AFMÆLISTILBOÐ VERÐ FRÁ: 10.390.000 KR. AFMÆLISTILBOÐ UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LISTAVERÐ VERÐ FRÁ: 10.990.000 KR. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is Geta íbúar Þing- holtanna frekar en aðrir borgarbúar ekki gengið að bílastæði vísu undir einkabílinn í borgar- landi. Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur  1Bílvelta á Suðurlandsvegi Einn ökumaður var í bíl sem valt á Suðurlandsvegi í morgun. Sjúkrabíll var sendur á vettvang en ökumaðurinn er ekki talinn alvar­ lega slasaður. 2 Enginn dauða dómur að greinast með kóróna veiruna Haraldur Briem, fyrrverandi sótt­ varnalæknir, segir að áhyggjur af kórónaveirunni svokölluðu ættu að vera í meðallagi. Einkennin séu lík flensueinkennum, veiran legg­ ist helst á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 3 Neita ferða mönnum frá Kína inn komu í landið Um 12 þúsund manns hafa nú smitast af kórónaveirunni og hafa 259 manns látist. Bandaríkin og Ástr­ alía íhuga að loka landamærum sínum fyrir ferðamönnum frá Kína. 4 Mu hammed verður ekki vísað úr landi á morgun Mu­ hammed Zohair, sjö ára dreng, og fjöl skyldu hans verður ekki vísað úr landi til Pakistan á morgun eins og fyrir hugað var. Dóms mála ráð­ herra hefur frestað öllum brott­ vísunum barna í til vikum þar sem máls með ferð þeirra hefur tekið meira en 16 mánuði. 5 Standa með Muhammed: „Gerið það! Í nafni mennsku og mannúðar“ Yfir sex þúsund hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að hætta við að senda sjö ára gamlan dreng og fjölskyldu hans til Pakistan á mánudaginn. SKIPULAGSMÁL Umdeild nýbygging á Bergstaðastræti 27 virðist munu fá brautargengi hjá Reykjavíkurborg þótt áformunum sé andæft kröftug- lega af húseigendum í götunni. Væntanlegar framkvæmdir fela í sér að timburhús á Bergstaðastræti 27 verður fært á autt svæði sunnar á lóðinni og mjótt steinhús þar norðan við rifið. Síðan verður byggt fjögurra hæða steinhús með átta íbúðum. Við meðferð málsins bárust fjöl- margar athugasemdir frá nágrönn- um. Lúta þær meðal annars að því að nýja byggingin muni ekki falla að götumyndinni, viðkvæm hús muni geta skaddast vegna þess að sprengja þurfi í klöpp og að mörg bílastæði hverfi á sama tíma og íbúðum í göt- unni fjölgi. Þá benda íbúar handan götunnar sérstaklega á að skugga- varp hjá þeim muni aukast verulega. Farið er y f ir athugasemdir nágrannanna í umsögn skipulags- fulltrúa. Þar er meðal annars bent á að íbúðum í nýja fjölbýlishúsinu hafi verið fækkað úr tíu í átta frá því málið fór í grenndarkynningu. „Það er faglegt mat skipulagsfulltrúa að uppbygging á lóðinni sé til bóta fyrir götumyndina,“ segir í umsögninni. Skilningur er í umsögninni gagn- vart áhyggjum af tímalengd fram- kvæmdanna. Varðandi hugsanlegt tjón  verði að skrá ábyrgðaraðila á framkvæmdinni og verktrygging að vera til staðar. „Eðlilega fylgjast lóðarhafar nærliggjandi húsa með og leggja sjálfir fram kröfu gegn framkvæmdaraðila um bótarétt telji þeir ástæðu til.“ „Samkvæmt ákvæðum gildandi aðalskipulags geta íbúar Þingholt- anna, frekar en aðrir borgarbúar, ekki gengið að bílastæði vísu undir einkabílinn í borgarlandi,“ segir skipulagsfulltrúinn um áhyggjur af vandamálum vegna aukins fjölda bíla í götunni  og bætir við: „Ekki er hægt að fullyrða í ljósi aukinnar umhverfisvitundar og aukinnar með- vitundar borgaranna á fjölbreyttum lífsmáta án einkabíls í borginni að væntanlegir íbúar á lóðinni muni allir sækjast eftir að eiga einkabíl.“ Í sumum athugasemdum er lýst áhyggjum af því að nýju íbúðirnar verði leigðar ferðamönnum í skamm- tímaleigu. Skipulagsfulltrúinn segir lóðarhafa Bergstaðastrætis 27 hafa, líkt og aðrir lóðarhafar í götunni, eða annars staðar í borginni við sambærilegar götur, fullan rétt á að nýta  fasteign sína  undir gististarf- semi. „Hvorki skipulags- né bygg- ingarfulltrúi hefur heimild né ástæðu til að draga úr rétti lóðarhafa í þá veru að banna skammtímaleigu við veit- ingu byggingarleyfis.“ Ekki er hljómgrunnur fyrir rökum um aukið skuggavarp í umsögn skipulagsfulltrúa. „ Aukning á skuggavarpi er nokkur á jafndægri en innan marka sem telja megi eðli- legt svo lengi borg eigi að geta vaxið og þróast með tímanum.“ Skipulagsfulltrúi leggur til að málið verði samþykkt en þó að und- angenginni ítarlegri húsakönnun á lóðinni. gar@frettabladid.is Skipulagsfulltrúi vísar andófi íbúa á Bergstaðastræti á bug Ekki er tekið tillit til athugasemda fjölmargra húseigenda við Bergstaðastræti vegna áforma um bygg- ingu átta íbúða húss. Íbúar hafa áhyggjur af aukinni umferð, raski á framkvæmdatímanum, skuggavarpi og telja að húsið falli ekki að götumyndinni. Skipulagsfulltrúi mælir með áformin verði samþykkt. Bergstaðastræti 29 samkvæmt uppdrætti. Á myndinni hefur græna húsið verið fært til í lóðinni. MYND/GLÁMA KÍM LÝÐFRÆÐI Árið 2019 voru skráðar 2.767 breytingar á nöfnum ein- staklinga í Þjóðskrá. Það er svipaður fjöldi og síðastliðin fimm ár, en að meðaltali hafa á milli 2.500 og þrjú þúsund einstaklingar breytt nafni sínu árlega á tímabilinu 2015-2020. Frá því að ný lög um kynrænt sjálf- ræði tóku gildi þann 5. júlí 2019 fram til 10. janúar á þessu ári hefur borist 1.021 beiðni um nafnabreytingu til Þjóðskrár Íslands samkvæmt svari Þjóðskrár til Fréttablaðsins. Þá hafa 156 manns óskað efir breytingu á skráningu kyns í Þjóðskrá frá árinu 2017 fram í janúar 2020. Árlega leita um fimmtíu manns til transteymis Landspítalans. Árið 2017 leituðu þangað 50 einstakl- ingar, árið 2018 fjörutíu og níu nýir einstaklingar og í fyrra 56. Fjöldinn spannar öll þau sem leita til teymis- ins óháð því hvaða ferli þau velja sér að greiningarferli loknu. Meðalaldur þeirra sem leituðu til teymisins er um 25 ár. – bdj Hálft annað hundrað vildi breyta skráningu á kyni Þjóðskrá gerði 2.767 breytingar á nöfnum árið 2019. FRÉTTTABLAÐIÐ/VILHELM 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.