Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 30
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Hallfríður Bjarnadóttir
Skólabraut 3, Seltjarnarnesi,
lést á dvalarheimilinu Grund
mánudaginn 20. janúar 2020.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 5. febrúar klukkan 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en bent er á
Landspítala/Minningarkort.
Fjölskyldan.
Kindurnar voru nú ekkert voðalega langt frá – þann-ig,“ segir Andrés Helgason, bóndi í Tungu í Göngu-skörðum, þegar ég bið
hann að lýsa fyrir mér eftirleitum sem
hann fór aleinn í um vesturfjöll Skaga-
fjarðar á dögunum, og skiluðu sextán
kindum í hús. Feykir sagði frá. Viður-
kennir samt að féð hafi ekki komið sér
heim af sjálfsdáðum. „Ein kindanna
náðist ekki heim í fyrra, hún var búin
að vera á fjalli frá vorinu 2018.“
Andrés segir það hafa verið vitað frá
því í haust að kindur hefðu orðið eftir á
þessum slóðum. „Ég hafði ekki heyrt að
nokkur hefði farið að vitja um þær, að
minnsta kosti ekki eftir að tíð versn-
aði, svo ég fór að gá hvort ég yrði ein-
hvers var, fann þessar sextán á þremur
stöðum í svonefndu Stakkfelli og náði
að sameina þær. Spurður hvort það hafi
ekki verið erfitt fyrir einn mann svarar
hann: „Ég þekki landið vel og þegar ég
sá kindurnar staðsetti ég mig þannig
að þær færu í rétta átt. Reyndi að koma
þeim í skilning um að ég réði en ekki
þær, stundum gengur það auðvitað
misjafnlega. En ég kom þeim yfir á sem
var á ís og í annað fjall beint á móti sem
heitir Hryggjarfjall. Þetta tók dálítinn
tíma og það var byrjað að skyggja, því
var enginn möguleiki að koma kindun-
um alla leið heim þann daginn. Svo var
ekki veður til að vitja þeirra tvo næstu
daga, hvasst og skafrenningur, en þriðja
daginn komst ég – og þær voru á svip-
uðum slóðum og ég hafði skilið við þær.“
Átti bara eitt lamb sjálfur
Andrés segir allt hafa gengið vel þennan
seinni smölunardag líka. „Ég fer náttúr-
lega ekki í svona leiðangra nema í mjög
góðu veðri. Það er ekkert hægt að eiga
við skepnur ef það er leiðindaveður, eftir
að þessi tími er kominn, þá er ómögulegt
að ætla að reka þær eitthvað til.“
Áttir þú allt þetta fé?
„Nei, ég átti ekki nema eitt lamb. Í
hópnum var samtíningur frá sjö eig-
endum, flest frá þremur hobbýbændum
á Sauðárkróki.“
Ertu eins og Fjalla-Bensi sem fór til
bjargar sauðkindinni í skammdeginu, í
hvers eigu sem hún var?
„Ég veit það nú ekki en ég hef farið
nokkuð mikið til fjalla hér á haustin,
bæði einn og með öðrum, enda hef
ég alltaf átt heima á næsta byggða bóli
við þau. Á öldum áður skiptu býlin
tugum sem voru hingað og þangað um
þessi fjöll, það síðasta fór í eyði 1912.“
Kemstu um fjöllin á sleða núna?
„Já, það er ekkert vandamál, snjórinn
er það mikill. Ég þurfti náttúrlega að
labba líka, sums staðar er bratt og giljótt
og þar sem þessar kindur voru var land-
ið svolítið erfitt yfirferðar, líka vara-
samt út af hálku, maður varð að gæta
að sér,“ segir Andrés og trúir mér fyrir
því að hann hafi farið í tvær mjaðmalið-
skiptaaðgerðir á nýliðnu ári, þá síðari í
ágúst en telur sér ekki hafa orðið meint
af smalamennskunni.
Vor u kindur nar sæmilega á sig
komnar?
„Já, mér finnst með ólíkindum að
það skyldi ekki verða meira tjón á
þeim, miðað við hvernig tíðarfarið er
búið að vera, þær eru svolítið misjafnar
en engin illa farin. Þær hafa verið ágæt-
lega staðsettar, það hefur rifið af og þær
náð að krafsa. Harðfennið er líka orðið
það mikið að þær hafa komist dálítið
um. Svo hefur aðeins hlánað annað
slagið, þá hefur snjór þiðnað úr þeim
sem þær hafa fengið í hríðunum.“
Var ærin sem gekk úti í fyrra ekki í
rúbagga?
„Nei, hún hefur gengið úr reyfinu í
sumar. Hún eignaðist lamb síðasta vor
og kom með það.“
Sluppu við mestu ísinguna
Þetta hefur verið góður fengur, sextán
kindur. Færðu ekki medalíu á þorrablót-
inu? „Nei, þetta er ekkert merkilegt. Ég
er búinn að þvælast um þetta svæði síð-
ustu fimmtíu árin og er margoft búinn
að koma með kindur þaðan, kannski
ekki oft svona stóran hóp. Það eru víða
að koma kindur að á þessum árstíma,
ein og tvær saman, jafnvel f leiri. Svo
gengur ein og ein úti, það fer eftir því
hvernig þær sleppa við veður. Þessar
hafa verið ofan við mestu ísinguna sem
varð í stóra desemberveðrinu. Það hefur
hjálpað. Bleyta og storka fara verst með
skepnur sem eru úti, hvort sem það eru
hross eða kindur. Þá getur myndast
þykk klakaskel á þeim, bara eins og á
rafmagnslínum og öðru. Þurrahríð er
betri. En ég er nokkuð viss um að eitt-
hvað af fé hefur farið undir snjó.“
gun@frettabladid.is
Árangursríkar eftirleitir
Andrés Helgason, bóndi í Tungu í Gönguskörðum, fann nýlega sextán eftirlegukindur
og færði til byggða úr fjöllum Skagafjarðar. Sjálfur miklast hann ekki af því afreki.
Andrés lét ekki tvær nýlegar liðskiptaaðgerðir aftra sér frá því að vitja eftirlegukinda. MYND/ÁSDÍS
Þetta skrautlega fé var í hópnum sem
Andrés bjargaði.
MYND/FEYKIR/HAFDÍS SKÚLADÓTTIR
Tunga í Gönguskörðum hét eitt sinn
Skollatunga.
Ég þurfti náttúrlega að labba
líka, sums staðar er bratt
og giljótt og þar sem þessar
kindur voru var landið svo-
lítið erfitt yfirferðar, líka vara-
samt út af hálku, maður varð
að gæta að sér.
Tónlistarmaðurinn Gunnar
Þórðarson var í hópi þeirra
sem veitt voru listamanna-
laun þennan dag árið 1975.
Það var í fyrsta skipti sem
íslenskum popp- eða rokk-
tónlistarmanni hlotnaðist
slíkur heiður. Var það þó
mál manna að Gunnar væri
vel að þeirri viðurkenningu
kominn.
Gunnar Þórðarson
var einn af stjörnunum í
Hljómum frá Keflavík og í
framvarðarsveit poppara á
þessum tíma. Reyndar hafði
hann verið í fremstu röð í
þeim geira í meira en áratug
þegar hér var komið sögu,
og var dáður og dýrkaður af
þeim hluta þjóðarinnar sem
tilheyrði bítlakynslóðinni.
Hann var líka orðið eitt
mikilvirkasta tónskáld á
sviði popptónlistar og lög
eins og Þú og ég, Fyrsti koss-
inn og Bláu augun þín höfðu
notið gífurlegra vinsælda.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 3 . F E B R ÚA R 1975
Listamannalaun til
poppara í fyrsta sinn
Gunnar Þórðarson tónlistarmaður
1488 Bartholomeu Dias og áhöfn hans sigla fyrir Góðrar-
vonarhöfða, fyrstir Evrópubúa.
1605 Víkurkirkja í Reykjavík vígð af Stefáni Jónssyni Skál-
holtsbiskupi.
1917 Bandaríkin rifta stjórnmálasambandi við Þýskaland.
1930 Útvegsbanki Íslands tekur við af Íslandsbanka
hinum eldri.
1944 Hótel Ísland við Aðalstræti í Reykjavík brennur til
kaldra kola. Einn maður ferst í brunanum.
1959 Rokkstjörnurnar Buddy Holly, Ritchie Valens og The
Big Bopper farast í flugslysi.
1981 Litla-Brekka við Suðurgötu í Reykjavík, síðasti
torfbær borgarinnar, er rifinn. Þar bjó Eðvarð Sigurðsson
alþingismaður.
1990 Þjóðarsáttin undirrituð.
1991 Fárviðri gengur yfir Ísland og veldur miklu eigna-
tjóni. Sterkasta vindhviða sem mælst hefur á Íslandi, 237
km/klst. mældist í Vestmannaeyjum.
1944 Bandarískar sveitir taka Marshall-eyjar.
Merkisatburðir
Undirritun samninganna. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT