Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.02.2020, Blaðsíða 14
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Mest selda liðbætiefni á Íslandi LIÐVERKIR, STIRÐLEIKI EÐA BRAK Í LIÐUM? 2-3ja mánaða skammtur í hverju glasi var ég ráðin þar sem rafvirki,“ segir Malín sem nýtur starfsins í botn og byrjaði í loftlínuvinnu Veitna í október síðastliðnum. „Það er líka góð tilfinning að kunna til verka í rafmagni heima við. Fólk getur oft smíðað sjálft en ekki lagað rafmagn því rafmagn er hættulegt og margir eðlilega hræddir við það. Það er raunveru- lega hætta á að slasast þar sem rafmagn er. Maðurinn þolir afar lítinn straum og þarf aðeins 0,1 amper til að drepa manneskju,“ upplýsir Malín og bætir við að á f lestum húsum sé 63 ampera straumur. Hún hefur sem betur fer aldrei lent í rafmagnsóhappi. „En ég þarf alltaf að vera vel vakandi því starfið mitt er ekki hefðbundin rafvirkjavinna og miklu meiri kraftar þar að baki. Öryggisreglur eru stífar og maður þarf að fylgja þeim til hins ítrasta því annars getur maður meitt sig. Loftlínur eru til dæmis 11.000 volt á meðan heimtaug fyrir venjulegt íbúðarhús er 230 til 400 volt. Þá eru línurnar sem við unnum við hjá Dalvík 66.000 volt og frá virkjun- um eru rafmagnslínur 220 þúsund volt. Við vinnum ekki við þær en risastór möstrin standa há um allt land og skyldi enginn leika sér að príla í þeim eða vera nálægt þeim því maður veit aldrei með rafmagn og hvað getur gerst, ef skyldi verða skammhlaup, eldingaveður eða slitni lína, þá er betra að halda sig sem lengst frá,“ segir Malín. Karlarnir ljúfir og góðir Sem línumaður vinnur Malín verkin sín uppi í allt að 20 metra háum rafmagnsstaurum. „Við klifrum upp í öllum veðrum þegar með þarf. Staurarnir í Reykjavík eru 11 metra háir en búnaðurinn er góður. Klifrið útheimtir allt öðruvísi hreyfingu en maður er vanur að gera og fyrsta kastið var ég illa haldin af harðsperrum. Við klæðumst fall- varnarbeltum sem fara utan um mittið og yfir axlir og læri og erum tengd líflínu sem grípur okkur ef við föllum. Svo klæðumst við sérstökum skóm sem krækjast utan um staurinn og klifrum upp á eigin afli, kappklædd í tvöföldum klæðum til að verjast straumi og ljósboga, og með þunga verkfæra- tösku sem er fest utan á mann,“ útskýrir Malín, sem fer létt með öll átökin. „Maður þarf að vera sterkur til að vinna þessa vinnu og það hjálpar að vera í góðu formi. Ég hef alltaf verið hraust og stundað Á þessari einu viku á Dalvík missti ég fjögur kíló vegna erfiðisvinnu og það að líkaminn reyndi að halda á sér hita. Við brutum ís með kylfum í 14 tíma samfleytt og það fannst mér erfiðast. Malín er mikill dýravinur og hefur í tvígang starfað í dýraathvörfum fyrir munaðarlaus villt dýr í Afríku og Asíu. Hér fóðrar hún fíl sem eltir hana í Taílandi. Framhald af forsíðu ➛ mikla líkamsrækt; æfði sund í sex ár, var í bootcamp og er alltaf á hlaupum og í ræktinni,“ segir Malín sem kann því vel að vinna ein í hópi karlkyns vinnufélaga sinna. „Ég fíla mjög vel að vinna með þessum góðu körlum. Þeir eru óskaplega góðir við mig og koma allir vel fram við mig.“ Missti 4 kíló á einni viku Í kjölfars óveðursins mikla í desember fór Malín með flokki línumanna frá Veitum til að takast á við rafmagnsleysi og skemmdir á rafmagnsstaurum norðan heiða. „Við blasti gríðarleg eyðilegging og vinna, á allt öðrum skala en við erum vön að eiga við. Fyrsta daginn lögðum við af stað til Akureyrar um hálfátta að morgni og um leið og við komum norður hófst vinna sem stóð til miðnættis við að koma á varaafli til Dal- víkur. Dagana á eftir unnum við linnulaust frá sex á morgnana til níu á kvöldin en þrátt fyrir langa og stranga daga fann maður ekki fyrir þreytunni fyrr maður lagðist á koddann á kvöldin,“ segir Malín sem fyrstu dagana tók niður brotna staura og braut ís af raf- magnslínum. „Á þessari einu viku á Dalvík missti ég fjögur kíló vegna erfiðis- vinnu og það að líkaminn reyndi að halda á sér hita. Við brutum ís með kylfum í fjórtán tíma sam- fleytt og það fannst mér erfiðast, ísinn var 45 sentimetrar í þvermál og jökulkalt úti. Maður var með doða í höndunum á eftir og enginn hægðarleikur var heldur að berja út stóra bolta sem fara í staurana og setja inn nýja. Því var mikið barið í þessari ferð, oft í látlausri snjókomu og hífandi roki. Þá fann maður hvernig staurarnir sveifluð- ust í vindinum þegar maður hékk á þeim í 20 metra hæð,“ segir Malín, hvergi bangin. „Nei, ég verð aldrei hrædd hátt uppi en þegar maður er búinn að hanga utan á rafmagnsstaur í fimm tíma verður maður oft ótrú- lega þreyttur því það er allt svo ógurlega stíft og erfitt í loftlínum og oft vill ekkert ganga. Þá er ég mjög til í að fara niður. Við borðum svo ekkert fyrr en við komum aftur niður og ég drekk ekki svo mikið í vinnunni því þá þarf ég að pissa og það er aðeins flóknara fyrir konur en karla þegar langt er á næsta kló- sett,“ segir Malín og hlær. Trúin skiptir mestu máli Malín býr enn í Efra-Breiðholti þar sem hún unir hag sínum vel í stór- kostlegu hverfi og námunda við náttúruparadísina í Elliðaárdal. „Útivera hefur alltaf togað í mig og mér finnst best að vera úti. Ég hef prófað að sitja á skrifstofu heilan dag en hreinlega get það ekki. Sem línumaður er ég alltaf úti og það er auðvitað frábært á sumrin þegar maður er sólbrúnn og sæll,“ segir Malín kát. Hún segir fjölskyldu og vini stolta af því að hún sé rafvirki. „Systur minni og vinum þykir það mjög kúl og mamma er líka mjög stolt af mér og finnst ég vera töffari. Hún er þó hrædd um mig út af prílinu og rafmagninu en ég útskýri þá fyrir henni hvað við erum að gera og hversu vel ég er varin,“ segir Malín sem er grann- vaxin, nett og kvenleg. „Fólk verður alltaf jafn hissa þegar ég segist vera rafvirki því ég lít ekki beinlínis út fyrir að vera erkitýpan af rafvirkja og sjálf myndi ég ekki giska á að ég væri rafvirki sæi ég mig á götu,“ segir Malín og hlær. Í frístundum fer hún í ræktina, hefur það kósí með vinum og sækir samkomur hjá Vottum Jehóva. „Ég er alin upp sem vottur og trúin skiptir mig mestu máli í líf- inu. Við vottar trúum á Guð og Jesú og sem barn var ég með margar spurningar og djúpar pælingar, eins og gengur. Ég fékk öll svör í Biblíunni og aldrei svarið „af því bara“ heldur góðar útskýringar sem ég var sammála og fannst meika sens,“ segir Malín sem er ekki bara flink í höndunum í raf- magni. „Í frístundum mála ég landslags- myndir og sauma mér stundum flíkur og töskur og laga mín föt sjálf. Þá er ég mikill dýravinur og fór ásamt systur minni til Afríku árið 2017 og í fyrrasumar til Taí- lands og Balí að vinna við dýraat- hvörf þar sem munaðarlaus ljón, fílar og fleiri dýr fá aðstoð við að lifa villt á ný. Ég fékk mjög mikið út úr því,“ segir Malín. Eftir óveðrið mikla í desember var hún kosin Harðasti iðnaðar- maður Íslands á Vísi. „Það kom þannig til að yfir- maðurinn minn skráði mig til keppni að gamni en svo vann ég og fékk margar góðar gjafir og falleg skilaboð og hvatningu frá fólki úr öllum áttum. Starf línumanna er að mínu mati jafn mikið kvenna- starf og karlastarf, því öll störf eru kvennastörf ef maður vill það. Það er vissulega erfitt en alls ekki óyfirstíganlegt og vel hægt ef maður þorir að prófa, er hraustur og hefur gaman af útivist, átökum og áskorunum.“ Malín er vel varin fyrir falli, rafstraumi og ljósboga. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.