Fréttablaðið - 10.02.2020, Page 10

Fréttablaðið - 10.02.2020, Page 10
1 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT HETJA HELGARINNAR Alexander Isak Fæddist 21. ágúst 1999 og er alinn upp í Stokkhólmi í Svíþjóð, sonur innflytjenda frá Erítreu. Þegar hann var sex ára var hann byrjaður að æfa með yngri flokkum AIK, eins af stærstu klúbbum Skandinavíu, og tíu árum síðar lék hann fyrsta leik sinn fyrir uppeldisfélagið. Isak sem varð tvítugur á síðasta ári er búinn að leika tólf landsleiki fyrir Svíþjóð. Isak er búinn að skora átta mörk í síðustu sex leikjum með Real Sociedad í öllum keppnum. Salan á Isak til Dortmund var fyrir metfé í sænsku deild- inni. Með því tók Isak fram úr Zlatan Ibra- himovic. LISTSKAUTAR „Fyrsta tilfinningin sem ég fann eftir á var bara léttir. Þetta er búið að vera markmiðið síðustu tvö ár, að komast inn á þetta mót og það hafðist í þetta skiptið. Fyrst og fremst var tilfinningin góð en það var líka smá sjokk þegar þetta var komið á hreint,“ segir hin sextán ára gamla Aldís Kara Bergs- dóttir, aðspurð hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún varð fyrsti ein- staklingurinn sem tryggði sér þátt- tökurétt á HM unglinga í skautum um helgina. Það gerði Aldís Kara á Norður- landamótinu sem fór fram í Stav- anger í Noregi um helgina. Þar varð Aldís Kara fyrsti Íslendingurinn til að vinna sér inn tæknistig hjá Alþjóðaskautasambandinu sem veitir þátttökurétt á HM unglinga í skautum sem fer fram í Tallinn, Eistlandi, í byrjun mars. Til þessa hefur aðeins íslenskt lið öðlast þátt- tökurétt á HM þegar íslenska sveitin komst tvö ár í röð, 2002 og 2003. Aldís Kara hefur verið að skauta vel í vetur, bæði á Halloween Cup og Reykjavíkurleikunum fyrr í vetur sem fóru fram hér á landi. Í Noregi fékk Aldís 43,34 stig í fyrri hlutanum og samanlagt 115,39 stig á mótinu í Noregi. Það er bæting upp á 11,87 stig frá Norðurlanda- móti síðasta árs og bætti Akureyr- ingurinn á ný stigamet Íslendings í unglingaf lokki á Norðurlanda- mótinu. Þessi stig skiluðu Aldísi 8. sæti á mótinu sem er besti árangur Íslendings á NM og fimmta sæti í tæknistigum. Þar þótti Aldís skara fram úr í frjálsa prógramminu. „Ég vissi það fyrir mót að þetta væri síðasta mótið áður en skrán- ingunni myndi ljúka fyrir HM svo að þetta var síðasta tækifærið. Fyrir vikið var allt kapp lagt á þetta mót í aðdragandanum og núna fer fókus- inn á HM.“ Aðspurð segir Aldís heilt yfir vera ánægð með frammistöðu sína í Nor- egi en segir að það sé hægt að fín- pússa nokkra hluti. „Ég held að ég muni bara halda mig við það sem ég kann, dansinn sem ég hef verið að vinna með. Geri hann eins vel og ég get, geri hann án mínusa. Ég fékk nokkra mínusa í Noregi þegar ég náði ekki að klára stökkið mitt í fyrra prógramminu. Það var pínu stress í gangi þá. Svo fékk ég mínus þegar lendingin var ekki nógu góð í seinna prógramm- inu en annars var allt gott,“ segir Akureyringurinn enn fremur. Aldís fær þrjár vikur til undir- búnings fyrir HM sem fer fram 2-8. mars næstkomandi í Tallinn. Það gæti hins vegar sett strik í reikn- inginn í undirbúningnum hjá Aldísi að riðill kvennalandsliðs Íslands í 2. deild á HM í íshokkíi fer fram á Akureyri undir lok mánaðarins. Aldís segist ekki vera viss hvort HM í íshokkíi muni truf la hana þegar hún er spurð út í það. „Ég er búin að ræða við þjálfarann minn, hún er búin að skipuleggja næstu vikur en ég veit ekki hvernig þetta verður þegar það fer að stytt- ast í mótið þegar HM er að byrja,“ segir Aldís. – kpt Aldís Kara braut blað í íslenskri listskautasögu um helgina Aldís fer fyrir hönd Íslands á HM í Tallinn. SKAUTASAMBANDIÐ/HAFSTEINN Ég vissi það fyrir mót að þetta væri síðasta mótið áður en skráningunni myndi ljúka fyrir HM svo að þetta væri síðasta tækifærið. Aldís Kara Bergsteinsdóttir, list- skautakona FÓTBOLTI Líkt og liðsfélagi hans hjá Real Sociedad, Martin Ödergaard, er Alexander Isak að sýna þessa dagana af hverju hann var um tíma einn eftirsóttasti unglingurinn í Evrópu. Isak skoraði sigurmarkið á lokamínútum leiksins gegn Athle- tic Bilbao um helgina eftir að hafa lagt upp fyrra markið. Það kórón- aði góða viku hjá Isak sem skoraði tvö og lagði upp annað gegn Real Madrid í spænska bikarnum fyrr í vikunni. Með sigrinum heldur Real Sociedad í næstu lið og draumur smáliðsins frá San Sebastián um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári lifir góðu lífi. Svíinn byrjaði óvænt á bekknum gegn nágrönnunum í Baskaslagn- um en var skipt inn á völlinn á 55. mínútu og var f ljótur að láta til sín taka. Tíu mínútum síðar fann hann liðsfélaga sinn, Portu, inn á vítateig Bilbao þegar heimamenn komust yfir. Rétt fyrir leikslok var Isak sjálf- ur á ferðinni og skoraði sigurmarkið eftir að gestirnir höfðu jafnað þegar hann fylgdi eftir eigin skoti. Vakti ungur athygli Isak sem er af erítreskum uppruna er fæddur og uppalinn í Stokkhólmi þar sem hann gekk til liðs við AIK sex ára gamall. Þegar Isak var fimm- tán ára var hann farinn að banka á dyrnar hjá aðalliðinu þar sem Haukur Heiðar Hauksson varð liðs- félagi hans. Isak fékk eldskírn sína gegn Tenhult í bikarnum sextán ára og tók það hann aðeins ellefu mínútur að brjóta ísinn fyrir AIK. Isak var tekinn inn í aðalliðshóp sænska félagsins sextán ára og lék á fyrsta ári sínu 29 leiki í öllum keppnum, þar af þrjá í Evrópudeild- inni. Í þessum 29 leikjum skoraði ungi framherjinn þrettán mörk, þar af tíu í 24 leikjum í sænsku deildinni. Var hann verðlaunaður sem nýliði ársins í sænsku deildinni. Þetta vakti athygli stærstu liða Evrópu og gekk Real Madrid hart á eftir hinum sautján ára Isak ári eftir að Ödergaard skrifaði undir á Spáni en Isak ákvað að semja við Dort- mund. Þýska félagið greiddi metfé fyrir leikmann úr sænsku deildinni, níu milljónir evra. Tók Isak þar fram úr Zlatan Ibrahimovic þegar hann var keyptur til Ajax frá Malmö árið 2001. Frá því að Isak skaust fram á sjónarsviðið með AIK hefur hann oft verið kallaður „næsti Zlatan“ og arftaki sænsku goðsagnarinnar hjá sænska landsliðinu. Það eru því miklar væntingar gerðar til hans í heimalandinu. Hjá Dortmund fékk Isak aldrei tækifæri til að láta ljós sitt skína enda hætti Thomas Tuchel, sem fékk Isak til liðsins, með liðið hálfu ári seinna. Heilt yfir kom Isak við sögu í þrettán leikjum á tveimur árum, oftast sem varamaður. Fyrir vikið óskaði hann eftir því að yfir- gefa félagið á láni og stökk á tæki- færið þegar Willem II bauð honum að koma á láni. Lífið gekk betur í Hollandi þar sem Svíinn skoraði þrettán mörk í sextán leikjum. Ljóst var að tækifærin yrðu af skornum skammti hjá Dortmund og tók Isak tilboði Real Sociedad sem keypti hann frá Þýskalandi á 8,5 milljónir evra. Isak átti erfitt upp- dráttar fyrstu mánuðina og skoraði aðeins tvö mörk í fyrstu tólf leikj- unum en með jöfnunarmarki gegn Börsungum brast stíf lan. Í næsta leik skoraði Isak tvö og boltinn fór að rúlla. Í ellefu leikjum eftir að hafa skorað gegn Barcelona hefur Isak skorað ellefu mörk. Spennandi verður að fylgjast með framgöngu Isak með bæði Real Sociedad og sænska lands- liðinu næstu árin. Þrátt fyrir ungan aldur er hann kominn með 88 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 42 mörk ásamt því að skora fjögur mörk í tólf landsleikjum. Ef hann heldur áfram að raða inn mörkum með liði Real Sociedad er ekki ólíkleg að stærstu lið Evrópu fari að sýna Svíanum áhuga á ný en nú ætti hann að vera tilbúnari í hlutverk framherja stórliðs. kristinnpall@frettabladid.is Skapar sér nafn á Spáni Alexander Isak, drengurinn sem var yfirleitt kall- aður næsti Zlatan Ibrahimovic, er að skapa sér eigið nafn með Real Sociedad í spænsku deildinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.