Fréttablaðið - 10.02.2020, Qupperneq 12
Anna og Friðrik hafa þekkst frá því þau voru börn. Á seinni árum hefur vin-
skapurinn orðið að heilu fyrirtæki
þar sem dansinn er tekinn með
trompi. Danssamfélagið þeirra
nefnist Dans og Kúltúr en þau
Anna og Friðrik eru sérfræðingar
í að láta sýningar og danskennslu
renna saman í eina sæng. Á
fimmtudagskvöldið verður partíið
tekið upp á annað plan þegar við
bætast kögur, fjaðrir, slaufur og
nýburstaðir skór með Charleston-
dansi og 1920 í farteskinu. Með
þeim stíga á svið María Callista og
Lalli töframaður ásamt hugsan-
legum óvæntum gestum.
Charleston-dansinn heitir eftir
samnefndri hafnarborg í Suður-
Karólínu. Takturinn varð vinsæll
árið 1923 með danstónlist, sérstak-
lega The Charleston eftir James P.
Johnson sem átti uppruna sinn í
vinsælli sýningu á Broadway.
„Við ætlum að horfa 100 ár
aftur til fortíðar og rifja upp það
skemmtilega tímabil sem ríkti
þá í klæðnaði og dansi,“ segja
þau Anna og Friðrik. „Við höfum
lengi viljað efla danssamfélagið
á Íslandi og höfum verið með alls
kyns uppákomur síðustu tvö ár,“
segir Friðrik. „Í fyrstu voru dans-
skólarnir með okkur á þessum
kvöldum og gátu þá sýnt hvað
þeir væru að bjóða upp á. Það er
svo ótrúlega margt í boði. Þessi
kvöld sameinuðu danssýningar og
kennslu. Núna erum við að þróa
okkur meira út í „show“ þar sem
gestir eru þátttakendur. Við erum
einnig með skemmtiatriði svo fólk
er að fá heilmikið út úr kvöldinu.
Núna verðum við með þema frá
Charleston-tímabilinu sem er svo
ótrúlega skemmtilegt og hægt að
klæða sig upp,“ segir Friðrik.
Vinir frá barnæsku
Þegar þau eru spurð hvernig sam-
starfið hafi byrjað, svarar Friðrik:
„Við höfum verið vinir lengi og
það er fyrst og fremst dansinn
sem tengir okkur saman,“ og Anna
bætir við að Friðrik hafi keppt í
dansi með bróður hennar þegar
þeir voru krakkar. „Þegar við
urðum eldri enduðum við á því að
dansa saman á Gay pride-sýningu
árið 2003. Upp frá því höfum við
verið bestu vinir og höfum dansað
saman í hinum ýmsu uppá-
komum,“ útskýrir hún en Friðrik
hefur dansað í sýningum Páls
Óskars, Haffa Haff, Svölu, Yesmine
og fleirum. „Vinskapurinn slitnaði
ekkert þó að við höfum verið hvort
í sinni heimsálfunni í nokkur ár.
Ég bjó í Dúbaí og hún í Kaliforníu,“
segir Friðrik og Anna bætir við að
þau hafi f lutt heim á sama degi án
þess að vita hvort af öðru.
Dansinn var auðvitað partur
af þeim í nýjum heimkynnum
þótt önnur störf hafi einnig verið
unnin. Friðrik starfaði sem list-
rænn stjórnandi hjá tískufyrirtæki
í Dúbaí auk þess að kenna zumba
og fleiri dansa. Hann kom fram á
alls kyns viðburðum þar í landi.
Anna rak hlaðvarpsfyrirtæki í Los
Angeles meðfram því að kenna
dans, meðal annars zumba í LA
Fitness. Hún tók viðtöl við stjörn-
urnar í Hollywood auk þess að
koma fram í leik og dansi. Þau eru
bæði dansarar og starfa í World
Class auk þess sem þau reka Dans
og Kúltúr og bjóða upp á sýningar
ef um þær er beðið, til dæmis hjá
fyrirtækjum, hópum eða í gæsa-
eða steggjapartíum. Nú síðast
voru þau að sýna á Safnanótt í
Reykjavík. Friðrik er menntaður
í menningarstjórnun og starfar
sem verkefnastjóri Listahátíðar í
Reykjavík. „Við leggjum áherslu á
að fá fólkið með okkur í dansinn
og það taki þátt í sýningunum með
okkur. Þá myndast mikið stuð og
stemming,“ segja þau. „Fólk þarf að
finna þessa dansgleði innra með
sér. Það er svo æðisleg orka sem
losnar um í þessari dansgleði.“
Ferðalög, dans og menning
Dans og Kúltúr hefur einnig þróast
út í ferðamennsku og sameinast
þar áhugi þeirra beggja á dansi
og ferðalögum. Þau hafa farið
til Spánar með hópa, Marokkó
og eru á leið til Dúbaí í næsta
mánuði. „Við vorum reyndar að
undirbúa sjónvarpsþátt þegar
við fórum að velta fyrir okkur
hvernig við gætum sameinað
áhugamál okkar sem eru dans,
menning og ferðalög. Við fórum
í stutta ferð til Spánar og fengum
þá þessa hugmynd, að bjóða fólki
í dansferðalag. Tveimur mán-
uðum seinna fórum við í fyrstu
ferðina sem seldist f ljótt upp. Við
fórum tvisvar til Cambrils sem er
stutt frá Barcelona og hóparnir
samanstóðu af fólki á öllum aldri.
Næsta ferð var til Marokkó sem
var algjört ævintýri. Nú bíðum við
spennt eftir að komast til Dúbaí,“
segir Friðrik sem er vel kunnugur
borginni eftir að hafa búið þar.
„Að koma til Dúbaí er eins og
að stíga inn í annan heim,“ segir
hann. „Þessa ferð erum við að
vinna í samstarfi við Jallabina
Workout sem er staðsett í Stokk-
hólmi. Ég vann mikið með þeim
þegar ég bjó sjálfur í Svíþjóð. Í
ferðinni verður boðið upp á dans
og nýjan menningarheim. Íslenski
hópurinn mun síðan sameinast
hópum frá öðrum Norðurlöndum
í Dúbaí. Borgin býður upp á stór-
brotna menningu, hún er ótrúlega
hrein og áhrifa gætir víða frá í
heiminum. Þarna er gríðarleg
ef ling í nýsköpun og ungt fólk frá
Evrópu f lykkist til Dúbaí því þar
leynast mörg tækifæri. Launin eru
góð og það eru engir tekjuskattar
þannig að fólk hefur það gott.
Lúxusinn er alls staðar sjáan-
legur.“
Dansinn er gleðisprengja
Friðrik og Anna segja að sjón-
varpsþættir um dans hafi mikil
áhrif á áhuga fólks á að læra hann.
Allir get dansað á Stöð 2 og Sporið
á RÚV hafa verið mjög vinsælir
þættir. „Þátturinn Strictly Come
Dancing hefur verið eitt vin-
sælasta efnið á BBC í mörg ár. Það
er mikil dansmenning í Bretlandi
og til dæmis er algengt að eldra
fólk komi saman á pöbbum til að
dansa,“ segir Friðrik og bætir við
að dansinn sé núvitund og í ljós
hafi komið að hann hefur góð áhrif
gegn minnisglöpum.
„Dansinum fylgir gleðiorka sem
gefur endorfín. Hann er ótrúlega
góður til að vinna á alls kyns and-
legum kvillum auk þess sem hann
er frábær fyrir líkamann líka. Til
dæmis hrynja kílóin af manni í
zumba og það má alveg hafa það
gaman í ræktinni um leið og maður
formar líkamann,“ segja þau. „Við
elskum að deila dansgleðinni til
landsmanna og hlökkum mikið til
fimmtudagskvöldsins.“
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Charleston-
danspían Anna
Claessen er sko
alveg tilbúin í
sýninguna.
Friðrik Agni gæti alveg verið farinn aftur á bak í tíma til 1920 sem hann segir hafa verið æðislegan tíma í fatnaði.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Fólk þarf að finna
þessa dansgleði
innra með sér. Það er svo
æðisleg orka sem losnar
um í þessari dansgleði.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U R