Fréttablaðið - 10.02.2020, Síða 24
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Abraj Al Bait er 601 metra hátt hótel. Það er hæsta hótel
heims og dýrasta byggingin. MYND/WIKIPEDIA
Marina Bay Sands samanstendur af þremur 55 hæða
turnum sem eru tengdir saman. MYND/WIKIPEDIA
Höfuðstöðvar
Apple eru
kallaðar „The
Spaceship“ eða
„Geimskipið“.
Um áttatíu
prósent af
flatarmálinu eru
þakin grænum
svæðum. MYND/
WIKIPEDIA
Á Resorts World Sentosa er meðal annars stærsti
sædýragarður heims. MYND/WIKIPEDIA
Árlega koma þúsundir múslima í pílagrímsferð til Masjid
Al Haram, stærstu mosku heims. NORDICPHOTOS/GETTY
12 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U RBYGGINGARIÐNAÐURINN
Það er misjafnlega mikill metnaður á bak við nýjar byggingar um víða veröld en
þær allra stærstu og fínustu eru
ótrúleg afrek í byggingarverk-
fræði og hönnun og kosta drjúgan
skildinginn.
Abraj Al Bait
– 15 milljarðar dollara
Þetta hótel í borginni Mekka í
Sádi-Arabíu var byggt árið 2012.
Það er 601 metra hátt og er bæði
hæsta hótel í heimi og dýrasta
bygging veraldar. Hótelið er 1,5
milljón fermetrar og getur tekið á
móti 100 þúsund manns. Turninn
skartar heimsins stærstu klukku,
en hún er í 530 metra hæð og er
43 metrar að þvermáli. Sagt er að
hún sé sjáanleg úr 30 kílómetra
fjarlægð. Á toppnum hvílir gull-
inn hálfmáni sem er 23 metra hár.
Marina Bay Sands
– 5,5 milljarðar dollara
Þetta er ferðamannastaður og
spilavíti í Singapúr sem var byggt
árið 2010. Byggingin samanstend-
ur af þremur 55 hæða turnum sem
eru tengdir saman og situr á svæði
sem er 154 þúsund fermetrar. Allur
arkitektúr og hönnun staðarins
var samþykkt af feng shui-ráð-
gjöfum.
Apple Park
– 5 milljarðar dollara
Höfuðstöðvar Apple í Cupertino í
Bandaríkjunum voru byggðar árið
2017. Vegna hringlaga hönnunar
og stærðar byggingarinnar er
hún kölluð „The Spaceship“ eða
„Geimskipið“. Byggingin situr á
708 þúsund fermetra landareign
í úthverfi Cupertino-borgar og
hýsir yfir 12 þúsund starfsmenn í
fjögurra hæða byggingu sem er um
260 þúsund fermetrar. Um áttatíu
prósent af f latarmálinu eru þakin
grænum svæðum og það er tjörn í
miðju hringsins.
Resorts World Sentosa
– 4,93 milljarðar dollara
Þessi ferðamannastaður í Singapúr
var byggður árið 2009 og saman-
stendur af hótelum, spilavíti og
býður upp á ýmiss konar skemmt-
un, eins og til dæmis skemmtigarð
frá Universal Studios. Þar er líka
sædýragarður sem er 81 þúsund
fermetrar að stærð og sá stærsti
sinnar tegundar í heiminum, en í
garðinum eru hægt að sjá meira en
100 þúsund dýr sem tilheyra meira
en 800 tegundum.
Wynn Palace
– 4,2 milljarðar dollara
Þessi ferðamannastaður í borginni
Cotai á sjálfsstjórnarsvæðinu
Makaó var byggður árið 2016.
Það eru 28 hæðir og 1.706 lúxus-
herbergi með sérlega vönduðum
húsgögnum, fjölbreytt fundarað-
staða, yfir 9.800 fermetrar af lúxus
verslunarsvæði, 11 veitingastaðir,
stærsta spa í Makaó, snyrtistofa,
sundlaug og um 39 þúsund fer-
metra spilavíti. Þar er líka mikið
framboð afþreyingar, meðal ann-
ars 32 þúsund fermetra sýningar-
vatn sem sýnir samstilltan dans
vatns, tónlistar og ljóss og margt
f leira.
Masjid Al Haram
– 10,6 milljarða stækkun
Svo er eiginlega nauðsynlegt að
nefna Masjid Al Haram moskuna
í Mekka í Sádi-Arabíu. Hún var
byggð árið 638 og ekki er vitað
hver kostnaðurinn við byggingu
hennar var, en hún var stækkuð
árið 2008 fyrir 10,6 milljarða
Bandaríkjadollara. Þessi moska
hvílir á heilagasta stað í heimi
samkvæmt Íslam og þangað koma
árlega þúsundir múslima í píla-
grímsferð. Moskan er sú stærsta
í heimi og næststærsta bygging
veraldar, á eftir Boeing-verksmiðj-
unni í Everett í Bandaríkjunum.
Fimm dýrustu
byggingar heims
Um víða veröld má finna byggingar af ótal stærðum og
gerðum en í sumum ríkjum finnast byggingar sem eru
óheyrilega stórar og kosta lygilegar fúlgur fjár.
Við hjá Front-X sérhæfum okkur
í bílskúrs- og iðnaðarhurðum
Sendu okkur verðfyrirspurn af vefsíðunni okkar
www.frontx.is eða sendu okkur póst á frontx@frontx.is
15%
afsláttur
af öllum hur
ðum
í febrúar.
www.frontx.is
MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
Hafðu samband
info@husavidgerdir.is
Sími 565-7070
Finndu okkur á
ALHLIÐA MÚRVERK
ÞAKVIÐGERÐIR
GLUGGASKIPTI
HGB ehf. byggingafyrirtæki
S. 894 1678
hgb.ehf@gmail.com
Nýsmíði
- innan- og utanhúss
- ásamt öllu almennu viðhaldi
- vönduð vinna - 40 ára reynsla.
Tímavinna eða tilboð.
Byggingastjóri og húsasmíðameistari
HGB ehf.
Gunnar Björn Jónsson
Löggiltur múrarameistari
Sími: 845-4050
E-mail: gaedamur@gmail.com
Alhliða múrverk - Flísalagnir - Flotun - Steining