Fréttablaðið - 10.02.2020, Page 42

Fréttablaðið - 10.02.2020, Page 42
Vogabyggð byggir á gömlum grunni við ósa Elliðaár, en þar var áður atvinnustarf- semi sem nú hefur vikið fyrir íbúðabyggð. Hjóla- og göngustígar liggja meðfram sjávarsíðunni og upp í Elliðaárdal og niður í Foss- vogsdal. Laugardalurinn er stein- snar frá og umhverfið býður upp á frábæra möguleika til útivistar. Þá er öll þjónusta innan seilingar. „ÞG Verk hóf framkvæmdir í Vogabyggð árið 2018 og við erum langt komnir með fyrsta áfanga af þremur. Fyrstu íbúðirnar, sem eru við Skektuvog, verða tilbúnar til afhendingar í apríl og eru þegar komnar í sölu. Með vorinu koma svo fleiri íbúðir í þessum áfanga á markaðinn. Þetta hefur verið mjög spennandi verkefni og ánægjulegt að fá að taka þátt í að byggja upp nýtt hverfi sem er svona vel stað- sett. Það er sjaldan tækifæri til að byggja nýtt hverfi inni í borginni sjálfri en ekki í borgarjaðrinum eins og oftast er gert,“ segir Þor- valdur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk, en fyrirtækið býr yfir meira en 20 ára reynslu á bygginga- markaði. Fjölbreytilegar íbúðir fyrir allar fjölskyldugerðir ÞG Verk hefur lagt áherslu á fjöl- breytilegar íbúðir í Vogabyggð, sem eru afar vel hannaðar og um leið hagkvæmar og ekkert er gefið eftir hvað varðar gæði. „Íbúðirnar eru hannaðar með fjölbreytileika og mismunandi þarfir í huga. Þannig leggjum við áherslu á góða nýtingu og erum með t.d. með íbúðir sem eru 80 fm en samt þriggja herbergja, og 100 fm íbúðir sem eru 4 herbergja, jafnframt bjóðum við upp á íbúðir með stærri rými. Við erum einnig með einstaklingsíbúðir og allt Nýjar íbúðir frá ÞG Verk í Vogabyggð Vogabyggð er nýtt og glæsilegt hverfi við sjávarsíðuna, sem er við miðju höfuðborgarinnar. „ÞG Verk hefur tekið þátt í uppbyggingu Vogabyggðar frá upphafi og í apríl verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk. Þorvaldur segir að auk verkefna við Vogabyggð sé ÞG Verk með stór íbúðaverkefni í Urriðaholti í Garða- bæ. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÞG Verk hóf fram- kvæmdir í Voga- byggð árið 2018 og er fyrsti áfangi af þremur langt kominn. Fyrstu íbúðirnar við Skektuvog verða tilbúnar til af hendingar í apríl og eru þegar komnar í sölu. Þannig mun nýja Vogahverfið koma til með að líta út. Glæsilegar íbúðir sem eru vel skipulagðar fyrir fjölskyldur koma í fyrstu þeirra í sölu í apríl. Íbúðirnar eru fallega innréttaðar. Íbúðirnar verða skemmtilega hannaðar og fullkláraðar. upp í 5 herbergja íbúðir sem henta stærri fjölskyldum,“ segir Þorvald- ur, en með þessu móti geta allir fundið íbúð við hæfi og fjárhag. „KRark sá um hönnun á íbúðun- um við Skektuvog og PKdM Arki- tektar hönnuðu íbúðirnar í næsta áfanga, við Arkarvog. Við hjá ÞG Verk vildum fá mismunandi arki- tekta með mismunandi áherslur til að fá fjölbreytni við hönnun hverfisins,“ segir Þorvaldur. „Íbúðirnar við Skektuvog eru frábærar fyrir fyrstu kaupendur, ungt fólk með eitt eða tvö börn, stórar fjölskyldur og eldra fólk sem vill minnka við sig en hefur ekki áhuga á að búa í úthverfi heldur vill vera miðsvæðis,“ segir Þor- valdur. ÞG Verk leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, góða þjónustu og skil íbúða á umsömdum tíma. Allar íbúðirnar í Vogabyggð eru afhentar fullbúnar með gólfefn- um, innréttingum frá þýska fram- leiðandanum Nobilia og heimilis- tækjum af þekktri og vandaðri tegund. Að auki fylgir ísskápur og uppþvottavél, sem er umfram það sem gerist og gengur. „Við hjá ÞG Verk leggjum okkur fram um að skila góðu og vönduðu verki og hugum vel að mikil- vægum atriðum sem hafa verið mikið í umræðunni, eins og t.d. góðri innivist. Allur frágangur er eins og hann gerist bestur,“ segir Þorvaldur. Hann hvetur kaupendur ein- dregið til að kynna sér vel það byggingarfyrirtæki sem þeir hafi hug á að eiga viðskipti við. „Það er mikilvægt að íbúðakaupendur skoði hvaða reynslu og þekkingu byggingarfyrirtækið býr yfir og ekki síst orðspor þess, enda íbúðakaup ein stærsta fjárfesting sem einstaklingar fara út í á lífs- leiðinni,“ segir hann. Uppbygging annars áfanga er þegar hafin og segir Þorvaldur að stefnt sá að því að íbúðir í þeim áfanga, sem er við Arkarvog, verði tilbúnar á næsta ári og í kjöl- farið verði hafist handa við þriðja áfanga við Kuggavog. Ef svo fer sem horfir mun ÞG Verk afhenda tæplega 400 íbúðir í Vogabyggð á næstu misserum. Stór verkefni í Urriðaholti Þorvaldur segir að auk verkefna við Vogabyggð sé ÞG Verk með stór íbúðaverkefni í Urriðaholti í Garðabæ. „Það er einstaklega vel heppnað úthverfi sem er nokkuð frábrugðið öðrum úthverfum. Óvenjumikið er hugsað út í innra skipulag og vistvænar lausnir og þar er góð tenging við náttúruna. ÞG Verk hefur byggt um 200 íbúðir í Urriðaholtinu og fleiri eru í undirbúningi,“ segir hann. ÞG Verk hefur einnig sinnt öðrum verkefnum undan- farin misseri, svo sem byggingu atvinnuhúsnæðis. „Við erum að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn í miðbænum, sömuleiðis nýtt hótel við Austurvöll, á gamla Lands- símareitnum. Þá er stutt síðan við lögðum lokahönd á fyrsta áfanga af glæsilegu stórhýsi við Urðarhvarf 8 en þangað hefur m.a Orkuhúsið flutt starfsemi sína. Þar fyrir utan erum við að ljúka við uppbyggingu atvinnuhúsnæðis við Dalveg og eins að klára og afhenda íbúðir við Hafnartorgið,“ segir Þorvaldur að lokum. Hægt er að skoða íbúðirnar í Voga- byggð á tgverk.is 14 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U RBYGGINGARIÐNAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.