Fréttablaðið - 10.02.2020, Síða 46

Fréttablaðið - 10.02.2020, Síða 46
Vefverslunin Skanva.is, sem selur glugga og hurðir, var opnuð vorið 2018. Þar er kostnaði við alla yfirbyggingu og lager haldið í algjöru lágmarki og fyrir vikið getur verslunin boðið gæðavörur á mun betra verði en gengur og gerist. Þar býðst við- skiptavinum að slá inn mál og fá verð á gluggum og hurðum sam- stundis. „Við erum ekki með neinn lager, heldur bara heimasíðu og sýningarsal á Fiskislóð 31e,“ segir Brynjar Valþórsson, verslunar- stjóri Skanva á Íslandi. „Ferlið virkar einfaldlega þannig að viðskiptavinir slá inn mál á því sem þeir vilja kaupa á síðunni okkar og verðið á vörunni birtist samstundis. Gluggar og hurðir er svo allt sérsmíðað eftir málum og þörfum viðskiptavina. Þetta var í raun ein fyrsta netverslunin þar sem hægt var að f letta upp málum og fá verð samstundis,“ segir Brynjar. „Fólk er mjög hrifið af því og það hefur verið brjálað gera hjá okkur frá byrjun. Salan hefur farið langt fram úr væntingum. Skanva á Íslandi er hluti af dönsku fyrirtæki sem hóf rekstur fyrir um sjö árum og býður upp á viðskipti í Danmörku, Nor- egi og á Íslandi. Þetta er dönsk hönnun, en framleiðslan fer fram í Hvíta-Rússlandi,“ segir Brynjar. „Vörurnar eru gerðar úr norðlægri furu sem er meðhöndluð á sér- stakan hátt og er þekkt fyrir styrk og endingu. Uppistaðan er límtré, þannig að það er mun ólíklegra að viðurinn verpist.“ Gott fyrir einstaklinga og fyrirtæki „Kúnnarnir okkar eru bæði verktakar og einstaklingar sem hafa áhuga á að versla hér,“ segir Brynjar. „Það virðist sem einstakl- ingsmarkaður hafi virkilega tekið við sér, núna getur fólk bara gert þetta sjálft og þarf ekki að bíða eftir tilboði, sem getur stundum tekið langan tíma. Kúnnar sækja vörurnar í vöru- hús Samskipa eða geta fengið tilboð í heimsendingu í gegnum vefinn um leið og þeir versla,“ segir Brynjar. „Það er því enginn falinn kostnaður sem fellur til eftir að fólk hefur verslað á heima- síðunni. Þetta er allt hraðara og þægilegra og það er mikil framför. Fólk er mjög hrifið af heimasíð- unni og af því að geta afgreitt sig sjálft og þetta hentar vel fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðis- ins,“ segir Brynjar. „Það er þægi- legt að geta f lett upp málum og fengið tilboð í framkvæmdirnar sínar undir eins. Ef fólk er að spá í fasteignum getur líka verið gott að geta f lett upp hvað það kostar að kaupa nýja hurð eða skipta um glugga og fá verðhugmyndir.“ Margir valkostir í boði „Það er mjög þægilegt að versla á heimasíðunni okkar,“ segir Brynj- ar. „Við erum með þrjár fram- leiðslulínur, það er tré, álklætt tré og plast sem kemur frá þýska framleiðandanum VEKA AG. Það eru margir valkostir í boði og þar sem allt er sérsmíðað er hægt að ráða ýmsum smáatriðum, hvort sem það eru húnar, gerð af gleri, litir, áferð eða hvernig opnanir og læsingar eiga að vera. Svo erum við nýbyrjuð að selja rennihurðir og erum með þær á mjög sanngjörnu verði. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir þeim og þær eru vinsælar,“ segir Brynjar. „Við erum alltaf á tánum og að reyna að þróa okkur, bæta okkur og sýna nægan sveigjan- leika til að aðlagast markaðnum. Það tekur yfirleitt um átta vikur að fá vörur, en það fer eftir því hvað er mikið að gera í verksmiðj- unni. Það er því kominn tími til að fara að huga að því að panta ef fólk ætlar að skipta um glugga í apríl eða maí,“ útskýrir Brynjar. 35% lægra verð á netinu „Ef fólk nýtir netverslunina og sér sjálft um pöntunina er verðið 35% lægra en ef fólk kemur hingað til okkar í sýningarsalinn til að ganga frá pöntun,“ segir Brynjar. „En við aðstoðum fólk að sjálf- sögðu við að versla á netinu, það er einfaldlega hægt að hringja í okkur til að fá aðstoð. Við bjóðum svo líka oft upp á einhverja auka afslætti og núna á morgun, 11. febrúar, byrja Þorra- dagar og þá verður boðið upp á magnafslátt af öllum vörum,“ segir Brynjar að lokum. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu fyrirtækisins, skanva.is. Það er líka hægt að koma í sýningarsalinn á Fiskislóð 31e til að skoða vörur og fá upp- lýsingar. Sérsmíðuð gæði og sanngjarnt verð Skanva.is er netverslun sem selur glugga og hurðir sem eru sérsmíðaðar eftir málum viðskipta- vina. Með því að hafa engan lager og lágmarks yfirbyggingu getur Skanva boðið sanngjarnt verð. Brynjar Valþórs- son, verslunar- stjóri Skanva á Íslandi, segir að þar sem Skanva sé ekki með neinn lager, heldur bara heimasíðu og sýningarsal, geti fyrirtækið boðið mun betra verð en gengur og gerist. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Vörurnar frá Skanva eru hannaðar í Danmörku og fram- leiddar úr norðlægri furu í Hvíta-Rússlandi. Það hentar vel fyrir bæði einstaklinga og verktaka að versla hjá Skanva. Þar sem allt er sérsmíðað er hægt að ráða ýmsum smá- atriðum, hvort sem það eru húnar, gerð af gleri, litir, áferð, eða hvernig opnanir og læsingar eiga að vera. Hægt er að kíkja á úrvalið í glæsilegum sýningarsal Skanva á Fiskislóð 31e í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ferlið virkar einfaldlega þannig að viðskiptavinir slá inn mál á því sem þeir vilja kaupa á síðunni okkar og verðið á vörunni birtist samstundis. Gluggar og hurðir er svo allt sérsmíðað eftir málum og þörfum við- skiptavina. 18 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U RBYGGINGARIÐNAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.