Fréttablaðið - 10.02.2020, Side 47

Fréttablaðið - 10.02.2020, Side 47
KYNNINGARBLAÐ 19 M Á N U DAG U R 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 BYGGINGARIÐNAÐURINN Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er dæmi um vel heppnaða byggingu. Vistvæn bygging grund-vallast á hugmyndafræði sjálf bærrar þróunar þar sem leitast er við að mæta þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Vistvæn bygging er byggð á aðferðum sem eru umhverfisvæn- ar, nýta auðlindir á hagkvæman hátt og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum byggingarinn- ar í gegnum allan vistferil hennar. Við hönnun vistvænna bygginga er meðal annars lögð áhersla á orkumál, efnisval, staðarval og heilnæmara umhverfi. Vistvæn bygging ... n er endingargóð og sveigjanleg. n er hönnuð með líftíma bygg- ingar í huga varðandi umhverf- isáhrif og heildarkostnað. n nýtir rými á hagkvæman hátt- tryggir heilnæmt inniloft, lýsingu og hljóðvist og veldur minni úrgangi á byggingartíma og í rekstri. n er byggð úr vistvænum bygg- ingarefnum. n nýtir vel orku, vatn og aðrar auð- lindir og stuðlar að vistvænum samgöngum og aðgengi fyrir alla og stuðlar að vistvænum og hagkvæmum rekstri. Frétt af vef Framkvæmdasýslu ríkisins Vistvæn bygging Flatiron-byggingin setur svip sinn á New York borg. NORDICPHOTOS/GETTY Flatiron-byggingin er eitt elsta kennileiti New York-borgar, byggð árið 1902. Byggingin er á 22 hæðum og tæplega 90 metra há. Byggingin var ekki fyrsti skýja- kljúfurinn og hún var aldrei hæsta bygging New York-borgar en þrátt fyrir það vakti hún strax mikla athygli aðkomufólks og þá sérstak- lega fyrir sérstakt útlit en bygg- ingin var hönnuð af arkitektinum Daniel Burnham. Byggingin hefur meðal annars vakið athygli fyrir lögun sína en séð ofan frá er hún í laginu eins og þríhyrningur. Í dag er byggingin mikið notuð í kvik- myndum en í Spider Man mynd- unum hýsir byggingin höfuð- stöðvar dagblaðsins þar sem Peter Parker vinnur sem ljósmyndari. Straujárnshúsið Teikning af Cecil-hótelinu í Los Angeles, BNA. NORDICPHOTOS/GETTY Ein af alræmdustu, ef svo má að orði komast, byggingum veraldar er án vafa Cecil-hót- elið í Los Angeles. Margir telja að reimt sé í hótelinu, sem var opnað árið 1927, en fjöldi voveiflegra atburða hefur átt sér stað innan veggja hótelsins. Meðal þess sem er nefnt er fjöldi sjálfsvíga meðal gesta hótelsins, slys, of beldi og morð. Þá segir sagan að Svarta Dalían hafi sést á bar hótelsins nokkrum dögum áður en hún var myrt á óútskýrðan og hrottalegan hátt árið 1947. Raðmorðinginn og hrottinn Richard Ramirez er svo einn þeirra sem dvöldu á hótelinu til lengri tíma árið 1985 og austurríski raðmorðinginn Jack Unterweger dvaldi þar árið 1991. Árið 2013 kom svo upp dularfullt mál þar sem kanadískur stúdent að nafni Elisa Lam fannst látin í vatnstanki á þaki hótelsins en upptökur úr öryggismyndavélum sýndu hana hegða sér undarlega við lyftur hótelsins. Lík Lam fannst eftir að gestir hótelsins höfðu kvartað yfir litlu vatnsflæði og einkennilegu bragði af vatninu. Yfirvöld segja dánarorsök hafa verið drukknun en til eru ýmsar kenningar þeirra sem efast um þá skýringu. Hryllilegt hótel Glerverksmiðja Hellu Söluskrifstofa Smiðjuvegi 2, 200 Kópavogi Sími 488 9000 samverk.is Við sérsmíðum eftir máli, sjáum um allar mælingar, útvegum festingar og setjum upp, allt verkið á einni hendi. Vönduð vinnubrögð. Eigum líka sturtuskilrúm í algengum stærðum á lager ásamt festingum og þéttiefni. Sandblásum gler og spegla. Velkomin í sýningarsal okkar að Smiðjuvegi 2 í Kópavogi þar sem söluráðg jafar taka vel á móti þér. Íslensk framleiðsla í 50 ár STURTUGLER SEM PASSAR FULLKOMLEGA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.