Fréttablaðið - 10.02.2020, Page 50

Fréttablaðið - 10.02.2020, Page 50
Eitt stærsta dæmið um slík hús sem við höfum unnið að er 10.000 fermetra flug- skýli á Keflavíkurflug- velli sem við unnum á árunum 2016-2017. Fífan í Kópavogi er líka úr stálgrind frá okkur. Sigurður Guðjónsson, forstöðu­maður byggingardeildar, segir tíu manns starfa á deildinni. „Þrír vinna við sölu, en hinir sjö vinna við hönnun og teiknivinnu fyrir límtréshúsin og steinullarein­ ingarnar sem notaðar eru á húsin,“ segir hann. Fyrirtækið vinnur náið með arkitektum, byggingafræðingum og verkfræðistofum. „Það sem við erum að hanna og teikna er það sem snýr að okkar framleiðslu, límtrésburðarvirki og einingum. Fyrirtækið byggir á yfir 30 ára hönnunarreynslu á þessu sviði. Við skilum ítarlegum teikn­ ingum af burðarvirki og steinullar­ einingum til byggingarfulltrúa. Viðskiptavinir okkar fá síðan frá okkur teikningasett ásamt magn­ skrám fyrir allt efni og fylgihluti sem fer í húsið. Það hefur verið mikil ánægja með þessi gögn sem við skilum frá okkur fyrir þessar byggingar,“ segir Sigurður. Fjölbreyttar byggingar frá fjárhúsum til íþróttahúsa Byggingardeildin hefur tekið að sér vinnu við mjög fjölbreyttar bygg­ ingar. Allt frá fjárhúsum og fjósum fyrir landbúnaðinn, frystigeymslur og kæliklefa fyrir sjávarútveginn, einnig íbúðarhús, íþróttahús, iðnaðarhús og flugskýli svo eitt­ hvað sé nefnt. „Við tókum ákvörðun árið 2000 um að bjóða líka innflutt stálgrind­ arhús til að geta þjónað viðskipta­ vinum okkar betur. Við vorum oft að fá beiðnir um mjög stór hús sem við réðum ekki við með límtrés­ burðarvirki. Eitt stærsta dæmið um slík hús sem við höfum unnið að er 10.000 fermetra flugskýli á Keflavíkurflugvelli sem við unnum á árunum 2016­2017. Fífan í Kópa­ vogi er líka úr stálgrind frá okkur og við höfum líka byggt vöruhús og frystiklefa úr stálgrindum,“ segir Sigurður. Í dag skipta umhverfismál sífellt meira máli. Sigurður segir að í Nor­ egi sé dæmi um að húsbyggjendur fái úthlutað kolefniskvóta fyrir húsið. „Til að ná að uppfylla þennan kvóta þarf oft að byggja úr timbri, sem kemur betur út en ef byggt væri úr steypu eða stáli. Við vorum að ganga frá samningum við þýskt fyrirtæki í síðasta mánuði um inn­ flutning á krosslímdu límtré (CLT). Við erum að byrja að bjóða það til dæmis í íbúðarhús og milligólf í iðnaðarhúsin.“ Áratuga reynsla og fyrsta flokks þjónusta Límtré Vírnet framleiðir límtré og steinullareiningar á Flúðum, sem hafa verið notaðar í mjög fjölbreyttar byggingar, allt frá fjárhúsum til íþróttahúsa. Sigurður Guðjónsson, forstöðumaður byggingardeildar Límtrés Vírnets hefur komið að vinnu við ýmsar tegundir bygginga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRTRYGGUR Límtréð hefur verið vinsælt í hesthúsum af öllum stærðum. Undanfarið hefur verið mikið byggt af iðnaðarhúsum sem hægt er að skipta upp í nokkur bil. Hér sést hvernig húsinu er skipt upp með bilum frá Límtré Vírneti en þarna á eftir að loka veggjunum. Límtré er mikið notað í íþróttahús. Fyrirtækið er einnig með stálgrindur Fyrirtækið gerði nýlega samning við þýskt fyrirtæki um innfluting á krosslímdu límtré (CLT). Byrjað er að bjóða það í íbúðarhús og milligólf. fyrir stærri hús. 22 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U RBYGGINGARIÐNAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.