Fréttablaðið - 10.02.2020, Side 51
Andri Daði Aðalsteinsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Límtrés Vír-
nets, segir að flestir fari þá leið
að einangra byggingar að utan
og mjög algengt er að nota síðan
álklæðningar.
„Munurinn á okkur og öðrum
söluaðilum á þessum markaði er
að við erum bæði innflutnings-
aðilinn á öllu álefninu ásamt því
að geta boðið alla vinnslu á efninu.
Við höfum selt álklæðningar í
áratugi en nýjungin er sú að nú
bjóðum við upp á allar festingar
sem þarf til uppsetningar á slíkum
klæðningum sem og undirkerfi úr
áli. Nú getur viðskiptavinurinn
komið til okkar og fengið heildar-
pakkann,“ segir Andri.
Álklæðningar hafa þann kost
að þær henta íslensku veður-
fari vel. Þær ryðga ekki og þurfa
sáralítið viðhald. „Það er því
ekki að ástæðulausu að fólk velur
álklæðningar í dag. Við búum á
Íslandi þar sem er allra veðra von
og umhverfið er víða saltríkt,“
segir Andri.
„Við höfum haft þann vana á að
senda blikksmiði fyrirtækisins
á verkstað þegar undirkerfið er
komið upp. Þetta gerum við til þess
að fara yfir alla áfellusmíði, koma
með tillögur að útfærsluatriðum ef
þess er þörf og svo framvegis. Þetta
er þjónusta sem menn hafa verið
gríðarlega ánægðir með.“
Álklæðningarnar sem Límtré
Vírnet býður upp á eru margs
konar. „Við getum boðið upp á
Álklæðningar fyrir alls kyns byggingar
Andri Daði Aðalsteinsson segir fyrirtækið nýlega farið að bjóða upp á allar
festingar sem þarf til að setja upp álkæðningar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Álklæðning-
arnar eru af
ýmsu tagi. Hér
má sjá báruál
með sléttplötu-
klæðningu.
Báruálið er vinsælt en það krefst mjög lítils viðhalds.
Límtré Vírnet
framleiðir
undirkerfi úr áli
fyrir álklæðn-
ingar.
Hægt er fá álklæðningarnar tilsniðnar svo þær séu tilbúnar til uppsetningar.
Hér má sjá fallegt hús með sléttplötuklæðningu.
Límtré Vírnet
býður nú heildar-
lausnir þegar
kemur að ál-
klæðningum fyrir
allar gerðir bygg-
inga, ásamt öllum
fylgihlutum.
það sem kallast kasettuklæðning
og sléttplötuklæðning en það
klassísk asta er alltaf báran. Við
leggjum mikið upp úr því að
þjónusta viðskiptavini okkar sem
best og finna lausnir sem eru hag-
kvæmar,“ segir Andri.
„Þegar kemur að áfellusmíði
þá fáum við allt okkar efni á
rúllum og því smíðum við áfell-
urnar í þeirri lengd sem viðskipta-
vinurinn óskar eftir, allt upp í fjóra
metra. Sé þess óskað tökum við
einnig öll snið á áfellur í kringum
glugga sem gerir uppsetningu
mun fljótlegri og frágangur verður
einnig mun fallegri. Öll fram-
leiðsla á álklæðningum fer fram
í blikksmiðju okkar í Borgarnesi
og erum við með daglegar ferðir á
milli Borgarness og Reykjavíkur.
Undirkerfi fyrir álklæðningarnar
og allar festingar eru svo á lager
fyrirtækisins að Lynghálsi 2 þar
sem við erum með bíl sem keyrir
svo allt á verkstað sé þess óskað.“
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 23 M Á N U DAG U R 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 BYGGINGARIÐNAÐURINN