Fréttablaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 59
VIÐ VILJUM GEFA SEM
FLESTUM TÆKIFÆRI
OG UMSÆKJENDUR GETA SENT
MYNDIR SÍNAR INN Á AÐRAR
HÁTÍÐIR HÉRLENDIS EÐA
JAFNVEL SÝNT Á EIGIN VEGUM.
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU
AFMÆLISKRINGLUNNI
- fyrir 25-30 manns
PREN
TU
N
.IS
Kvikmyndafólk getur nú sent inn myndir á Sprettfisk, stutt-m y n d a k e p p n i S t o c k f i s h k v i k-myndahátíðarinnar.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar
og umsóknir skal senda á stock-
fish@stockfishfestival.is.
Rósa Ásgeirsdóttir er dagskrár- og
viðburðastjóri Stockfish, en hátíðin
sjálf verður haldin í mars. „Með
keppninni er verið að skapa tæki-
færi fyrir ungt kvikmyndagerðar-
fólk og fagna því besta sem er í gangi
í kvikmyndagerð. Við höfum verið í
samstarfi við Kukl sem veitir verð-
launin, sem eru einnar milljónar
króna úttekt í formi tækjaleigu á
kvikmyndabúnaði.“
Spurð hverju stuttmyndakeppn-
in hafi skilað segir Rósa: „Þarna er
mjög gott tækifæri fyrir unga kvik-
myndagerðarmenn og það kostar
ekkert að sækja um. Sex myndir eru
valdar og ein þeirra vinnur verð-
launin, en allar sex eru í samstarfi
við Íslandsstofu sendar á Taste of
Iceland, viðburði í Norður-Ameríku
og Kanada. Þannig er þessi keppni
viss stökkpallur fyrir kvikmynda-
gerðarfólk. Eftir að hafa komist inn
á Stockfish opnast möguleikar fyrir
f leiri hátíðir. Myndin sem vann í
fyrra, XY eftir Önnur Karín Lárus-
dóttur, var til dæmis sýnd á níu
kvikmyndahátíðum í kjölfarið.“
Breytt skilyrði
Rósa segir fjölda umsókna berast á
hverju ári. „Í ár breyttum við skil-
yrðum. Við höfðum sett skilyrði
um að myndirnar yrðu að vera
Íslandsfrumsýndar hjá okkur en
höfum ákveðið að fella það skilyrði
niður. Við viljum gefa sem flestum
tækifæri og umsækjendur geta sent
myndir sínar inn á aðrar hátíðir
hérlendis eða jafnvel sýnt á eigin
vegum, en samt tekið þátt í þessari
keppni.
Myndirnar verða að vera innan
við 30 mínútur að lengd og vera
gerðar árið 2019 eða seinna. Ef
myndin er á íslensku þarf að texta
hana á ensku því við erum með alls
konar áhorfendur og dómnefndir
eru jafnvel skipaðar erlendum ein-
staklingum.“
Tengslanet sköpuð
Stockfish kvikmyndahátíðin verð-
ur síðan haldin 12.- 22. mars. „Þetta
er alþjóðleg kvikmyndahátíð og við
leggjum áherslu á að fá til landsins
nýjar myndir sem hafa vakið mikla
athygli á liðnu ári. Þetta eru myndir
sem hafa verið sýndar á stórum
kvikmyndahátíðum víðs vegar um
heim og ef við myndum ekki fá þær
á hátíðina gætu Íslendingar ekki séð
þær í bíó.“ Meðal mynda sem verða
sýndar á Stockfish eru Monos frá
Kólumbíu og The Pained Bird frá
Tékk landi sem gerð er eftir hinni
frægu sögu Jerzy Kosinski frá Tékk-
landi. Báðar fjalla um stríð og átök
en þó á afar ólíka vegu.
„Stockfish er líka bransahátíð,“
segir Rósa. „Við bjóðum kvik-
my ndagerðar fólk i f rá öðr um
löndum sem heldur masterklassa
og alls kyns viðburðir eru haldnir
til að opna umræðu, efla iðnaðinn
og skapa tengslanet. Þetta eru við-
burðir sem eru opnir öllum og
hvetjum við sérstaklega ungt kvik-
myndagerðarfólk til að nýta tæki-
færið og koma og taka þátt.“
Tækifæri fyrir ungt kvikmyndagerðarfólk
Stuttmyndakeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar er stökkpallur fyrir vinningshafann. Rósa Ásgeirs-
dóttir er dagskrár- og viðburðastjóri Stockfish. Hún segir áherslu lagða á að fá til landsins nýjar myndir.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Rósa Ásgeirsdóttir, dagskrár- og viðburðarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Nú er vorönn Sveif lustöðv-arinnar að hefjast. Kennd eru grunn- og framhalds-
námskeið í sveifludansinum Lindy
hop. Tímarnir eru í Iðnó og almenn
danskvöld eru eftir kennslu.
Danskvöldin eru á dagskrá alla
mánudaga milli klukkan 21.00 og
22.30 og ekkert kostar inn.
Þessa önnina hefur skólinn
fengið til sín gestakennara, hinn
margrómaða rússneska stjörnu-
dansara Yönu Sanamyantz. Hún
mun einnig kenna á hinni árlegu
alþjóðlegu sveif luhátíð Lindy on
Ice, sem Sveiflustöðin stendur fyrir
um næstu helgi, eða frá 13. til 16.
febrúar, á Flúðum og í Reykjavík.
Sveif lustöðin var stofnuð árið
2018 af Sigurði Helga Oddssyni
píanóleikara sem kennir Lindy hop
og skylda sveif ludansa á grunn-,
mið- og framhaldsstigi. – gun
Vorönn Sveiflustöðvarinnar
Afi allra
swing-dansa
Lindy hop er afró-amerískur
dans sem þróaðist í Harlem
í New York-borg upp úr
1927. Hann var sambland af
mörgum dönsum svo sem
djassi, tappi, breakaway og
Charleston.
Lindy hop þróaðist sam-
hliða djasstónlistinni og hann
er talinn vera afi allra swing-
dansa. Honum er lýst sem
djassi eða götudansi.
Heimild: Wikipedia
Það er mikið fjör á danskvöldm þar sem sveiflan ræður ríkjum.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M Á N U D A G U R 1 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0