Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 14
2 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT GOLF „Þetta er nýtt skipulag hjá Áskorendamótaröðinni, að hafa þessi mót í janúar í Suður-Afríku. Venjulega hefur mótaröðin byrjað um vorið. Fyrir vikið fékk maður styttri tíma í endurhæfingu eftir langt tímabil í fyrra. Þetta var vissulega svolítið sérstakt,“ sagði Guðmundur Ágúst Kristjánsson kylfingur þegar Fréttablaðið ræddi við hann um sérstaka mótaröðun á Áskorendamótaröð Evrópu sem var að hefjast í febrúar. Guðmundur, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, og Har- aldur Franklín leika fyrir hönd GR og eru með keppnisrétt á Áskor- endamótaröð Evrópu á þessu tíma- bili, næststerkustu mótaröð Evr- ópu. Árið hófst á þremur mótum á þriggja vikna tímabili í Suður- Afríku þar sem Guðmundur Ágúst náði niðurskurði í einu þeirra. Núna tekur við tæplega þriggja mánaða hlé áður en keppni hefst á ný í Tékk- landi í maí eftir ellefu vikna hlé. Yfir sumartímann eru 3-4 mót á mánuði með tilheyrandi ferða- lögum og er því þétt dagskrá hjá íslensku kylfingunum á þessu ári. „Maður reynir að enda öll tíma- bil á góðri hvíld, fara eitthvert í frí og hlaða batteríin en það voru bara einhverjar 2-3 vikur í þetta skiptið áður en æfingar tóku við á ný. Fyrir vikið kom maður aðeins ryðgaður í mótin í Suður-Afríku,“ sagði Guð- mundur þegar Fréttablaðið spurði út í stuttan undirbúningstíma. Guðmundur öðlaðist þátttöku- rétt á Áskorendamótaröðinni með góðum árangri á skandinavísku mótaröðinni, Ecco Nordic Golf Tour, í fyrra. Hann segist ætla að taka þátt í einhverjum mótum á mótaröðinni næstu vikurnar, meðal annars að verja titilinn á Nor- dic PGA Catalunya Resort Cham- pionship mótinu. „Ég er á leiðinni til Spánar og tek þátt í einhverjum mótum næstu vikurnar, reyni alla- vega að verja titilinn á Nordic PGA Catalunya.“ Guðmundur Ágúst er í sambandi með Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, Íslandsmeistara síðustu tveggja ára og atvinnukylfingi úr GK. Guðrún Brá er þessa dagana að keppa í Ástr- alíu á Evrópumótaröð kvenna. Eftir það taka við mót í Suður-Afríku og Sádi-Arabíu hjá Guðrúnu. Starfi þeirra fylgir mikið af ferðalögum. „Þetta er ekkert auðvelt og krefst þolinmæði. Ég sá hana síðast í byrj- un árs og ég veit ekki hvenær við sjáumst næst,“ sagði Guðmundur, aðspurður út í fjarlægðina. – kpt Kom örlítið ryðgaður inn í þessi mót í Suður-Afríku Guðmundur Ágúst slær af teig á Spáni fyrr í vetur. MYND/GETTY Guðmundur og Harald- ur eru þriðju og fjórðu íslensku kylfingarnir sem eru með þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu. RAFÍÞRÓTTIR Þegar tæpt ár er liðið síðan Fylkir, FH, KR og Ármann riðu á vaðið og stofnuðu rafíþróttadeild innan sinna raða fyrst íslenskra félaga segir Ólafur Hrafn Steinars- son, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, að starfið sé að gefa vel af sér. Foreldrar krakkanna sem æfa hjá Ólafi hjá Ármanni beri því vel söguna. Rafíþróttsamtökin eru komin í samstarf við KSÍ og áttu hlutdeild í því að stofnað var sér- stakt landslið í Pro Evolution Socc- er. Þá stendur til að setja á laggirnar landslið Íslands sem fer á HM í FIFA síðar á þessu ári eftir Íslandsmótið þar sem framtíðar landsliðsmenn verða fundnir. Það kemur eftir að keppt var annað árið í röð í raf- íþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Ármann er með stærstu deild landsins þar sem rúmlega sextíu krakkar taka virkan þátt í æfingum að sögn Ólafs. „Við erum að ég held stærsta deild landsins með rúmlega 60 krakka á aldrinum 10-16 ára í Ármanni og það eru alltaf að berast f leiri fyrir- spurnir. Við náum varla að svara eftirspurninni. Það hefur aukist að það komi eftirspurnir frá hópum utan þessa aldurshóps, bæði eldri og yngri sem við viljum auðvitað svara en höfum ekki tök á að svo stöddu,“ segir Ólafur, sem segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum iðkendanna. „Ok kur hafa borist margar jákvæðar reynslusögur frá foreldr- unum. Þau eru að þakka okkur fyrir og segja að þetta skipti börnin þeirra miklu máli. Það er eitthvað sem við viljum ekki taka frá þessum krökkum eftir að þau hafa kynnst umhverfi þar sem þeim líður vel. Það sýnir okkur að þetta er að hafa jákvæð áhrif, krakkarnir sem koma til okkar eru að verða virkari og standa sig betur í skóla, spila minna og stunda meiri líkamlega hreyf- ingu. Þetta eru þeir hlutir sem við viljum ýta undir. Við erum í raun að setja tölvuleikjaspilun í nýjan búning og víkka sjóndeildarhring þeirra sem vilja spila.“ Eins og víða er eitt af vandamál- unum peningaöf lun. Aðspurður segist Ólafur að einhverju leyti skilja örðugleikana þegar kemur að því að fjármagna rafíþróttir en óttast um framhald starfsins ef ekki verður gert betur. „Það var jákvætt þegar Reykja- víkurborg sagðist ætla að koma að stofnun rafíþróttadeilda en ég veit ekki hversu mikið af því sem áætlað var að leggja í rafíþróttadeildir skil- aði sér í raun og veru. Það eru mörg félög sem eru að berjast við að fjár- magna deildirnar þrátt fyrir meiri áhuga á rafíþróttadeildinni en á öðrum deildum innan félaganna,“ segir Ólafur og heldur áfram: „Rafíþróttir eru enn á þeim stað að æfingagjöld þurfa að standa undir aðstöðunni, húsnæðinu og þjálfurunum. Með því er verið að setja mikla pressu á herðar þeirra sem eru að vinna í þessu en ég skil að það er ekki auðfengið að fá styrk frá borginni. Það eru hinir ýmsu verkferlar sem fara þarf eftir.“ Ólafur óttast að rafíþróttadeildir verði ekki langlífar innan íþrótta- félaga án aðkomu ríkis eða sveitar- félaganna. „Ég á ekki von á því að það breytist í ár. Í raun má segja að ég hafi smá áhyggjur af því að þetta geti gert út af við rafíþróttadeildir innan tveggja ára. Ef þetta gengur illa rekstrarlega séð þá er ekki hægt að sakast við íþróttafélögin, að þau geti ekki fjármagnað starfið. Í öðrum íþróttum eru stjórnvöld að aðstoða við að byggja upp aðstöðu,“ segir Ólafur og tekur sem dæmi að rafíþróttadeild Ármanns æfði í tölvuleikjasetrinu Ground Zero. „Við fáum afnot af góðri aðstöðu þar en við viljum koma upp okkar eigin æfingasvæði í félagsheimili Ármanns þar sem við getum einnig sett upp svæði til hreyfingar.“ kristinnpall@frettabladid.is Fáum jákvæð viðbrögð frá foreldrum Þegar tæpt ár er liðið frá stofnun rafíþróttadeilda hjá fjórum félögum á Íslandi segir formaður Rafíþróttasamtaka Íslands að við- brögð foreldra og barna hafi verið jákvæð. Skortur á fjármagni gæti ógnað starfi deildanna sem reiða sig eingöngu á æfingagjöld. Keppt hefur verið í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum undanfarin tvö ár sem átti þátt í því að auka sýnileika íþróttagreinarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Okkur hafa borist margar jákvæðar reynslusögur frá foreldr- unum. Þau eru að þakka okkur fyrir og segja að þetta skipti börnin þeirra miklu máli. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.