Fréttablaðið - 28.02.2020, Side 18

Fréttablaðið - 28.02.2020, Side 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Rauðklæddar ungar konur unnu með Festu á nýafstaðinni Janúarráðstefnu og lögðu þar dýrmæta hönd á plóg . Þremenn- ingarnir sem forrituðu vefút- gáfu Loftslags- mælis Festu. Framhald af forsíðu ➛ stafar mikil ógn af og krefjast breytinga í rekstri og það að yngri kynslóðir víða um heim gera æ meiri kröfur um að fyrirtæki og fjármálastofnanir séu samfélags- lega ábyrg. Um það hefur Black Rock, einn stærsti eignastýringa- sjóður heims, fjallað síðastliðin tvö ár, og bent á að kynslóðir 50 ára og yngri væru vel að sér í þróun mála, vildu vinna á sjálf bærum og samfélagslega ábyrgum vinnu- stöðum, og gerðu ríkar kröfur um slíkt til fyrirtækja og stofnana. Málaflokkurinn er því að fá mikla athygli, breytingarnar eru hraðar og hvorki Ísland né heimurinn fer varhluta af því,“ segir Hrund. Hún segir loftslagsvandann undirstrika hversu heimurinn sé samofinn. „Til dæmis fer Ísland nú með for- mennsku í Norðurskautsráðinu en nú bráðnar ísinn á norðurskautinu mjög hratt og það hefur mikil áhrif á líf fólks um alla jörðina. Haldi ís áfram að bráðna á þeim hraða sem nú gerist þar getur hækkun sjávarmáls valdið því að allt að 20 milljónir manna verða á f lótta í Bangladess, sem dæmi. Svo ekki sé talað um gróðurhúsalofttegundir sem leysast úr læðingi með dýpri bráðnun og súrnun hafs. Ég fór í vettvangsferð til Grænlands með Alþjóðaefnahagsráðinu í fyrra. Þar var ég með mörgu af færasta vís- indafólki heims en á meðal gesta var ráðherra frá Bangladess sem vissi líklega meira um bráðnun norðurskautsins en ég, vegna áhrifa þess á hans heimafólk.” Samfélagsábyrgð verði DNA Hvar stendur Ísland sig í saman- burði við Norðurlandaþjóðir og Evrópulönd þegar kemur að sjálf- bærni og samfélagslegri ábyrgð? „Ísland getur svo sannarlega státað af hreinni orku og vissir hlutir í okkar samfélagi eru til fyrirmyndar, en við erum ekki leiðandi í sjálf bærni og samfélags- lega ábyrgum rekstri eða fjár- festingum í samanburði við lönd sem við berum okkur saman við. Kosturinn við okkur Íslendinga er hins vegar sá að þegar við viljum eitthvað þá geta hlutirnir gerst hratt. Tækifærin eru sannarlega til staðar í fámennu og auðugu landi eins og okkar. Við finnum það hjá Festu að aðildarfélögum fjölgar og fyrirtæki sækja mikið til okkar. Í upphafi árs gaf Festa, Við- skiptaráð, Nasdaq og IcelandSIF út UFS-leiðbeiningar, en þær stuðla að skýrari upplýsingagjöf fyrir- tækja um samfélagsábyrgð á sviði umhverfis, félagslegra þátta og stjórnarhátta og gera mælingar á ábyrgðinni samanburðarhæfa við fyrirtæki um allan heim. Hæfni okkar á þessu sviði er að eflast og áhuginn fer vaxandi. Það er líka gaman að líta til nýsköpunar og hvað er hægt að gera með aukinni reynslu og skýrum ásetningi. CarbFix-verkefnið, sem er alþjóð- legt vísindasamstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Orku náttúrunnar, Háskóla Íslands og erlendra vís- indastofnana, er gott dæmi. Carb- Fix getur lækkað varanlega styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu. Þetta verkefni getur haft upp- byggileg áhrif á loftslag hér heima og utan landsteinanna og hefur þegar sparað 13 milljarða,“ upp- lýsir Hrund. Hún segir ákaflega spennandi og gaman að vinna að hlutum sem eru uppbyggilegir fyrir samfélagið, afkomu fólks og vistkerfi jarðar. „Fyrir fáeinum árum var ekki óalgengt að skilgreina samfélags- ábyrð fyrirtækja út frá því hvernig fyrirtæki gáfu af sér í gegnum styrki til góðgerðarmála en í dag nálgumst við samfélagsábyrgð á mun víðtækari hátt og tölum um breytt viðskiptamódel. Mark- miðið nú er að sjálf bærni og samfélagsábyrgð verði að DNA fyrirtækja og stofnana. Að allt sem fyrirtæki gera sé gert á þeim for- sendum að bera ábyrgð á áhrifum sem þau hafa á fólk og náttúru. Þar kemur Festa að gagni með fræðslu- starfi um það hvernig við byggjum rekstur á sjálf bærni og samfélags- ábyrgð, stuðlum að samstarfi og samtali milli fyrirtækja og einka- og opinbera geirans. Samfélagslega ábyrgur rekstur hefur marga kosti, dregur ekki síst úr áhættu í rekstri til lengri tíma og laðar í dag að sér fjármagn frá fjárfestum sem gera sjálf bærni og samfélagasábyrgð að grunnskilyrði. Í raun eru sóknar- færi og aukin samkeppnihæfni í samfélagslega ábyrgum rekstri og nýsköpun. Ef við skoðum þróun í fjárfestingum undanfarna 24 mánuði er deginum ljósara að fyrirtæki sem setja þetta tvennt ekki í forgrunn reksturs síns hafa takmarkaðan aðgang að pening- um,“ segir Hrund. Loftslagsmælir fyrir alla Hlutverk Festu er að auka vitund í samfélaginu og styðja við fyrir- tæki, stofnanir og sveitarfélög með fræðslu, fundum, ráðum og teng- ingum þegar kemur að innleiðingu samfélagsábyrgðar, sjálf bærni og starfshætti, sem og áhrifum þeirra á samfélag og náttúru. „Við erum kröftugt leiðarljós, köllum okkur stundum brúar- smiði og samhengjara enda erum við mikið í því að auðvelda sam- skipti og samstarf á milli hins opinbera og einkageirans. Gott dæmi er samstarf Festu við Reykja- vík og Akureyri þar sem fyrirtæki hafa skrifað undir loftslagsyfir- lýsingu og sett sér markmið um að menga minna, draga úr úrgangi og mæla og birta árangurinn. Það síðastnefnda er mikilvægt til að auka gegnsæi í rekstri og með því að lýsa þessu yfir er hægt að fylgjast með hvernig þau standa sig og kynna fyrir almenningi hvernig fyrirtækin takast á við sjálf bærni og loftslagsmál en ekki bara tala um það,“ segir Hrund. Í dag er 121 aðildarfélag í Festu. Flest eru það fyrirtæki, allt frá einyrkjum upp í stærstu fyrirtæki landsins. Í Festu eru einnig sveitar- félög, opinberar stofnanir, HR, HÍ og nýlega gerðist Umhverfis- stofnun aðili að Festu. „Við stöndum fyrir tugum viðburða á hverju ári og veitum hvatningarverðlaun í samstarfi við aðra, eins og Framúrskarandi samfélagsábyrgð með CreditInfo, Samfélagsskýrslu ársins, Jafn- réttisverðlaun og Loftlagsverðlaun með okkar frábæru samstarfs- aðilum, svo eitthvað sé nefnt. Þá stöndum við fyrir ýmiss konar fræðslu, námskeiðum, ráðstefnum og opnum og lokuðum fundum. Með því reynum við jöfnum höndum að fræða um þessa þróun og bendum á leiðir sem fyrirtæki og stofnanir geta farið til að takast á við samtímann með lausnum og verkfærum,“ útskýrir Hrund. Hún bendir á nýjan loftlagsmæli Festu á á climatepulse.is. „Tveir ungir forritarar og hönn- uður hjálpuðu okkur við að hanna vefútgáfu af Loftslagsmæli Festu í fyrra, sem hefur verið tiltækur i formi excel-skjals frá árinu 2016. Þeir gáfu vinnuna sína í 24 tíma hakkaþoni, því þeim fannst verk- efnið mikilvægt ekki bara fyrir Ísland, heldur jörðina. Án þeirra hefðum við ekki getað kynnt vefútgáfu Loftslagsmælisins sem þá ‚Gjöf til samfélagsins‘, sem hann er. Opinn öllum, án endurgjalds. Í samstarfi Festu og Reykjavíkur- borgar starfar sérfræðingahópur um loftslagsmál sem vann náið með þeim við að þróa vefútgáfuna, en sérfræðingarnir uppfæra mæli- kvarðana árlega. Mælirinn er mikil upplýsingagjöf inn í samfélagið og gagnlegt að til sé reiknivél sem er í senn falleg, aðgengileg, einföld og opin hverjum sem er, hvort sem það eru fyrirtæki, leikskólar eða sveitarfélög. Með loftslags- mælinum fæst úrprentuð skýrsla sem greinir fótspor þess sem hann notar og reiknar líka út kolefnis- jöfnun. Þetta er praktískt tæki sem er í senn fræðandi og skemmtilegt og leggur Festa mikla áherslu á að mælirinn lækkar þröskuldinn fyrir þá sem eru að hefja sína veg- ferð í átt að sjálf bærari rekstri.“ Björt og spennandi framtíð Festa leggur einnig ríka áherslu á hringrásarhagkerfið. „Hringrásarhagkerfið gengur út á að framleiða ekkert, hanna ekk- ert og setja ekkert á markað sem ekki er hægt að nota aftur. Í þessu felast gríðarlega spennandi tæki- færi, þar sem hugvit, nýsköpun og nýtni er framtíðin. Í íslensku sam- félagi er f lottur stígandi í fræðslu um og innleiðingu hringrásar- hagkerfisins. Festa hefur boðið upp á námskeið í samstarfi við Sitra í Finnlandi um hringrásar- hagkerfið, hvatt íslensk fyrirtæki til að setja sér markmið til tólf mánaða í þessum efnum á Janúar- ráðstefnunni okkar og farið aðrar leiðir til að safna gögnum og hvetja til framþróunar á þessu sviði. Við höldum líka úti öflugum síðum á samfélagsmiðlum Festu sem eru ríkar af upplýsingum, fræðslu og verkfærum um þessi mál.” Hrund lítur björtum augum til framtíðarinnar. „Mér finnst ákaflega spennandi að vinna að verkefnum sem efla erindi og frumkvæði leiðtoga, rekstur, samfélagið og náttúruna. Það reynir á hugvit okkar og hug- myndaflug og framtíðin er svo sannarlega björt og spennandi. Það er mikið að gerast hér heima sem og úti í hinum stóra heimi og okkar verkefni að fagna því og ná utan um það í námi, stefnumótun fyrirtækja, við þróun nýrra fyrir- tækja og nýsköpunarhugmynda sem og í opinberri stefnumótun. Við þurfum á öllu okkar hugviti að halda til að standa okkur vel í samfélagsábyrgð og sjálf bærni í ljósi þeirra miklu breytinga sem nú eiga sér stað. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru til dæmis stærsta aðgerðaáætlun sem mannkynið hefur farið í og við ætlum að ná þeim fyrir 2030. Við eigum töluvert í land með að ná þeim en í þeirri vegferð þræðast allir þessir punktar sem við höfum rætt saman, í þeim felast spennandi áskoranir sem reyna á hugvit okkar, hvernig við beinum tækninni, hæfni og nýsköpun í átt að sjálf bærari framtíð.” Þegar rætt er um sjálf bærni segir Hrund mikilvægt að hugsa vand- lega um hvaða þýðingu sjálf bærni- hugtakið hefur í heimi þar sem þegar hefur verið gengið á mörk jarðarinnar og loftslagsváin er að breyta lífi fólks um allan heim. „Sjálf bærni í dag felur í sér að við þurfum að skila jörðinni af okkur í betra horfi en hún er í dag. Gjörðir okkar þurfa að stuðla að endurlífgun, endurreisn vistkerfa og verndun tegunda í fjölmörgum tilfellum. Líffræðilegur fjölbreyti- leiki hefur snarminnkað og það hefur áhrif á getu jarðar til að endurnýja sig. Nýting lands og skóga er líka svið sem krefst endur- skoðunar af okkar hálfu. Vissu- lega er myndin stundum dökk og hættumerkin stór en nú höfum við tækifæri til að bæta um betur. Við þurfum hugrekki til að horfast raunhæft í augu við stöðuna. Svo er verkefnið að takast á við hlutina af heilum hug, þora að prófa okkur áfram, því á þessari vegferð erum við öll á sama báti. Það er enginn með töfralausn; þetta er sameigin- legt verkefni þar sem við reynum öll okkar besta og einmitt þess vegna er svo mikilvægt að hafa í heiðri gott siðferði, góða stjórnar- hætti, félagslega þætti og umhverf- ishætti,“ segir Hrund í Festu. „Orðið Festa er tekið úr staðfestu og það eina sem við þurfum er skýr ásetningur um að stuðla að sjálf- bærni og samfélagsábyrgð. Það er hægt að gera með gleði í hjarta, af krafti, raunsæi og af festu.“ Við finnum það hjá Festu að aðild- arfélögum fjölgar og fyrirtæki sækja mikið til okkar. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.