Fréttablaðið - 28.02.2020, Síða 20

Fréttablaðið - 28.02.2020, Síða 20
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Fyrirtæki sem sýna samfélags-ábyrgð taka ábyrgð á þeim áhrifum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið, samfélagið og starfsfólk þess. Þannig stuðla fyrirtækin að betri heimi fyrir alla, en um leið getur það haft margvís- legan ávinning í för með sér fyrir fyrirtæki að sýna samfélagsábyrgð. Nú til dags er fólk sem er að leita að atvinnu líka að skoða siðferði fyrirtækja og það að sýna samfélagsábyrgð getur dregið gott starfsfólk að fyrirtækjum og haldið þeim þar. Nielsen-könnun frá 2014 sem náði til yfir 30 þúsund þátttakenda í 60 löndum um allan heim komst að þeirri niðurstöðu að tveir af hverjum þremur vilja frekar vinna fyrir fyrirtæki sem sýnir samfélagsábyrgð. Aðrar kannanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að fólk vinnur lengur hjá fyrirtækjum ef það finnur að það sé að vinna að einhverju mark- miði. Þetta sama starfsfólk er líka miklu líklegra til að mæla með og auglýsa fyrirtækin sem þau starfa fyrir. Samfélagsábyrgð ýtir líka undir vinsældir meðal neytenda og og eykur hollustu viðskiptavina. Samkvæmt áðurnefndri Nielsen- könnun er yfir helmingur fólks til- búið til að borga aðeins meira fyrir vöru eða þjónustu frá fyrirtæki sem hefur jákvæð áhrif á samfélag- ið og umhverfið. Fólk er líka mun líklegra til að stunda viðskipti við fyrirtæki sem láta gott af sér leiða. Þannig að samfélagsábyrgð hjálpar líka í markaðssetningu. Fyrirtæki sem sýna sam- félagsábyrgð geta líka laðað að sér fjárfesta og það að hafa sýnt samfélagsábyrgð getur skapað fyrirtæki velvild sem getur komið að miklu gagni ef ímynd þess bíður hnekki. Samfélagsábyrgð minni fyrirtækja Það eru ekki bara stórfyrirtæki sem ættu að huga að samfélags- ábyrgð, minni fyrirtæki geta líka sýnt hana, þó það sé ekki á jafn stórtækan hátt. Þannig geta minni fyrirtæki aukið tengsl sín við sam- félagið, sem getur verið þeim mjög mikilvægt. Yfirleitt sýna minni fyrirtæki samfélagsábyrgð í nærumhverfi sínu. Það er vinsælt að styðja á einhvern hátt við menntun, umhverfismál, efnahagsþróun, ungmennastarf, góðgerðastarf- semi eftir hamfarir, menningu eða listir, svo nokkur dæmi séu nefnd. Það er svo undir fyrirtækjum komið að ákveða á hvaða hátt þau vilja leggja sitt af mörkum. Þegar búið er að velja málefni getur verið góð hugmynd að til- einka dag málefninu og jafnvel að láta starfsfólk sinna einhvers konar sjálfboðavinnu í tengslum við það, svo fólk geti kynnt sér málefnið vandlega og séð hvernig það getur hjálpað. Það eru svo ótal leiðir til að safna fé og leggja alls kyns mál- efnum lið og láta fyrirtækið þannig stuðla að betra samfélagi. Samfélagsábyrgð hefur marga kosti Þegar fyrirtæki sýna samfélagsábyrgð geta þau bætt stöðu sína á ýmsan hátt um leið og þau bæta samfélagið. Þau laða að sér og halda í gott fólk og auka vinsældir sínar meðal neytenda. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum geta sýnt samfélags- ábyrgð á ýmsan hátt, meðal annars með umhverfis- vernd. Það bætir heiminn og gagnast fyrirtækjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Fyrirtæki sem sýna samfélagsábyrgð geta líka laðað að sér fjárfesta og það að hafa sýnt samfélagsábyrgð getur skapað fyrirtæki velvild. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Sigrún Ósk SIgurðardóttir er aðstoðar- forstjóri ÁTVR. Myndin fyrir neðan sýnir samanburð á kolefnisspori mismunandi umbúða miðað við einn lítra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Samfélagsleg ábyrgð er í kjarna fyrirtækisins, segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðar- forstjóri ÁTVR. „Við leggjum mikla áherslu á skilríkjaeftirlit og umhverfismál en fleiri þættir fá að sjálfsögðu líka athygli. Við færum grænt bókhald og eigum langa sögu í að setja okkur markmið og mæla árangur. Ársskýrslur frá árinu 2012 uppfylla skilyrði GRI (Global Reporting Initiative) og eru þannig í raun sjálf bærniskýrsla sem gefur góða mynd af rekstrinum.“ Samfélagsleg ábyrgð er ekki nýtt hugtak í rekstri ÁTVR, en fyrst var talað um samfélagslega ábyrgð í stefnu ÁTVR árið 2001. „Skilríkjaeftirlit er einn mikil- vægasti þátturinn, en því er ætlað að tryggja að allir viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri. Umhverfis- mál eru einnig vissulega fyrirferð- armikill þáttur og mjög ánægju- legt að markmið um 93 prósent endurvinnsluhlutfall náðist á síðasta ári. Á þessu ári er mark- miðið sett á 94 prósent. Þá skrifaði ÁTVR undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar og hefur sett sér markmið til ársins 2030 um að draga úr losun um 40 prósent og minnka myndun úrgangs,“ upplýsir Sigrún Ósk. Öll bein losun frá starfsemi ÁTVR er kolefnisjöfnuð hjá Kolviði og Votlendissjóði. „Við trúum því að ekki sé hægt Við viljum vera góð fyrirmynd Stefna ÁTVR er skýr; að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Markmiðið er alltaf að gera betur og horft er til Heimsmarkmiða SÞ. að horfa á samfélagslega ábyrgð sem einangrað verkefni, heldur er þetta samofið öllum þáttum í rekstrinum. ÁTVR leggur sig fram um að hugsa vel um mannauð fyrirtækisins, vinnustaðurinn einbeitir sér að heilsueflandi aðgerðum fyrir starfsfólk, bæði með fræðslu og reglulegri heilsu- farsskoðun, og það er ein birting- armynd samfélagslegrar ábyrgðar. Einnig hefur jafnlaunakerfi verið KASSI 3 l VENJULEGT GLER 0,75 l / 540 g LÉTTGLER 0,75 l / 420 g PLAST 0,75 l POKI 1,5 l FERNA 1 l 70675 525 245 96 85 innleitt og vottað,“ segir Sigrún. „Við höfum hvatt viðskipta- vini til að sleppa plastpokanum og boðið upp á fjölbreytt úrval af fjölnota pokum á mjög hagstæðu verði. Viðskiptavinir hafa tekið þessu vel og það er von okkar að innan tíðar verði allir einnota burðarpokar úr sögunni.“ Þegar litið er til aðfangakeðju áfengis hefur ÁTVR á undan- förnum árum verið í samstarfi við áfengiseinkasölur á Norður- löndum. „Sameiginlega hafa fyrirtækin látið gera lífsferilsgreiningu og rannsókn á umhverfisáhrifum umbúða. Samkvæmt rannsókn- inni eru umhverfisáhrifin mest af umbúðum vörunnar og vegur glerið þar mest. Framleiðsla á gler- flöskum þarfnast mun meiri orku en framleiðsla annarra umbúða. Margir framleiðendur hafa kosið að nota svokallað léttgler fyrir vín. Léttgler er skilgreint sem 420 g eða léttari, miðað við 750 ml flösku. Algeng þyngd á hefðbundnu gleri er 540 g.,“ útskýrir Sigrún Ósk. ÁTVR hefur nú birt á heimasíðu sinni, vinbudin.is, þyngd umbúða á flestum léttvínstegundum og áætlað kolefnisspor. „Við vitum ekki um aðra sem hafa birt sambærilegar upplýs- ingar fyrir viðskiptavini. Upp- lýsingunum er ætlað að gefa við- skiptavinum val og upplýsingar um umhverfisáhrif þeirrar vöru sem þeir velja að kaupa,“ upplýsir Sigrún Ósk og í framtíðinni munu koma fleiri vöruflokkar með þessum gagnlegu upplýsingum í baráttunni við loftslagsbreyt- ingar. „Markmiðið er alltaf að gera betur og horfa til f leiri þátta á sviði samfélagsábyrgðar, meðal annars með því að kortleggja umhverf- isáhrif af starfseminni í heild um leið og horft er til áherslna í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna“ segir Sigrún Ósk að lokum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.