Fréttablaðið - 28.02.2020, Síða 21
Gunnar Egill Sigurðsson segir Nettó leggja mikla áherslu á umhverfismál. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að minnka sóun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Nettó hefur sett sér metn-aðarfulla umhverfisstefnu sem endurspeglast í allri
starfsemi fyrirtækisins. Stefnan
var unnin þvert á allt fyrirtækið,
þar sem starfsmenn tóku þátt í að
móta þær leiðir sem farið er eftir
í dag. Allt frá árinu 2007 hefur
verið lögð gríðarleg áhersla á að
draga úr því sorpi sem til fellur
frá verslunum Nettó. Á þessu ári
voru þau markmið sett að minnka
sorpið um 50 tonn árlega til við-
bótar við þau 200 tonn sem þegar
er búið að minnka um. Gunnar
Egill Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri verslunarsviðs Samkaupa
sem reka Nettó-verslanirnar, segir
að til þess að þessi metnaðar-
fullu markmið náist sé mikilvægt
að panta inn í takt við söluspár
þannig að rýrnun verði sem
minnst.
Minni sóun
„Við höfum verið með átak í gangi
frá árinu 2015 sem kallast Minni
sóun og virkar sem nokkurs konar
afsláttarkerfi. Ef sala á ákveðinni
vöru er ekki takt við væntingar
okkar þá getur starfsfólkið veitt
afslætti af vörunum til að forða
þeim frá rýrnun og að þær endi
í ruslinu eða lífrænni endur-
vinnslu,“ segir Gunnar Egill. „Við
erum því með þrjá verðf lokka.
Nýjasta varan er seld á fullu verði
en afslátturinn eykst síðan eftir
því sem varan nálgast síðasta
söludag.“
Gunnar Egill segir að langmesta
rýrnunin sé á ferskvöru eins og
kjöti og fiski, grænmeti, ávöxtum
og mjólkurvörum. „Þar liggja
50-60% af allri rýrnuninni. En
við settum okkur það metnaðar-
fulla markmið að eyða allri sóun í
kjötdeildum – að það verði engin
rýrnun þar. Þá þarf að panta í
takt við söluna en starfsfólk er
sífellt að bæta við sig þekkingu
og reynslu í því og get ég í sann-
leika sagt að þau þekkja íslenskan
markað orðið mjög vel. Svo þegar
við erum að prófa nýjar vörur og
nálganir, þá getur það hjálpað til
að gefa afslátt af eldri vöru til að
ná þessu markmiði. Við erum með
slagorðið Kauptu í dag – neyttu í
dag. Kúnninn á þá til dæmis kost
á að kaupa hakk sem rennur út
daginn eftir á 50% afslætti. Við
viljum það frekar en að hakkið
fari í ruslið.“
Lágmarka neikvæð áhrif
Nettó leggur áherslu á að lág-
marka neikvæð umhverfisáhrif
af starfseminni og nýta auðlindir
eins og kostur er. Umhverfisstefna
félagsins nær til allrar starfsem-
innar. „Við viljum að starfsmenn
Nettó ætlar að útrýma sóun á kjöti
Vörur sem nálgast síðasta söludag eru seldar á góðum afslætti.
Þetta eru þau
heimsmarkið
sem Nettó
leggur sérstaka
áherslu á.
Útrýma einnota
plasti úr verslunum
Auk þess að draga úr sorpi er
stefna Nettó að útrýma öllu
einnota plasti eins og bollum,
rörum, plasti utan af grilluðum
kjúklingi og bakarísvörum svo
dæmi séu tekin.
Eins hefur fyrirtækið sett
sér það markmið að fylgja
heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun
auk þess sem allt starfsfólk
fyrirtækisins kom saman í
haust og setti sér tíu umhverfis
markmið.
Umhverfismarkmið
Nettó 2020
n Minnka sorp frá verslunum
um 50 tonn til viðbótar við
þau 200 tonn sem sorpið
hefur þegar minnkað um.
n Útrýma sóun í kjötdeildum.
n Kolefnisjafna Samkaup hf.
n Innleiða plastkassa í net-
verslun og minnka selda
burðarpoka um 50%.
n Útrýma einnota plasti úr
öllum verslunum (bollum,
rörum o.þ.h.).
n Útrýma plasti utan af grill-
uðum kjúklingi.
n Útrýma plasti í bakað á
staðnum.
n Útrýma prentuðum kvitt-
unum úr verslunum.
n Minnka útsenda reikninga
um 50%.
n Koma upp sorpflokkun á
öllum starfsstöðvum.
Tugmilljóna styrkir til
samfélagsverkefna
Nettó leggur áherslu á sam-
félagslega ábyrgð í allri starf-
seminni sem endurspeglar
metnað fyrirtækisins til að vera
traustur og virkur þátttakandi
í samfélaginu að sögn Gunnars
Egils.
„Við erum með skýra stefnu
í styrktarmálum okkar. Eitt af
viðfangsefnum Nettó í sam-
félagslegri ábyrgð er að veita
styrki til samfélagsverkefna.
Við höfum sett ágóðann af sölu
plastpoka inn í samfélagsjóð
sem er svo deilt niður á verkefni
eftir ákveðnu kerfi, en sjóðurinn
úthlutar um 50 milljónum
króna á ári. Styrkirnir endur-
spegla áherslur fyrirtækisins um
þátttöku í samfélaginu og snúa
að fjórum flokkum,“ útskýrir
Gunnar.
Flokkarnir eru: Heilbrigður
lífsstíll, æskulýðs- og forvarnar-
starf, umhverfismál og mennta-,
menningar- og góðgerðarmál. Á
síðustu árum hefur Nettó styrkt
á annað hundrað verkefni ár
hvert með tugmilljóna styrkjum.
Nettó hefur
verið leiðandi
fyrirtæki í um-
hverfismálum á
smásölumarkaði.
Fyrirtækið leggur
áherslu á að lág-
marka neikvæð
umhverfisáhrif
af starfseminni
og hefur sett sér
metnaðarfulla
umhverfisstefnu.
hugsi um umhverfið í daglegum
störfum og fylgi umhverfisstefn-
unni án undantekninga. Í þessu
samhengi er lykilþáttur að við
stuðlum að góðri fræðslu til okkar
starfsmanna, hugsum um hvert
okkar hlutverk er sem matvöru-
verslun og hvernig við getum haft
áhrif á umhverfið okkar, leggjum
áherslu á mikilvægi umhverfis-
stefnunnar og þá ferla sem unnið
er eftir í öllum verslunum,“ segir
Gunnar Egill.
Á grundvelli umhverfis-
stefnunnar er unnið að stöðugum
umbótum til að bæta markvisst
árangur.
„Hér eru komandi orkuskipti í
kælum mjög stór þáttur sem fær
mjög litla umfjöllun. Í Evrópu
er verið að innleiða löggjöf sem
bannar notkun á freoni sem
orkugjafa. Þetta eru orkuskipti
sem ganga út á að að skipta freon-
kælum út fyrir annan umhverfis-
vænni kost. Það eru nokkrar leiðir
mögulegar, en þetta er risastór
áskorun fyrir öll þau fyrirtæki
sem nota kæla og frystitæki og
skiptir miklu máli fyrir umhverf-
ið,“ segir Gunnar Egill.
Hann segir að langt sé síðan
skipt var um orkugjafa í heimilis-
tækjum svo komandi orkuskipti
eigi því aðeins við um iðnaðar-
tæki. „Þetta er ekki að fara að
gerast á næsta ári en þetta verður
eitt af stóru málunum á komandi
árum.“
KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA