Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 23
Hjá Isavia er lögð mjög mikil áhersla á að taka ábyrgð, byggja upp sjálfbæran rekstur og að tryggja ánægju starfsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Stefna Isavia í samfélags-ábyrgð, sem sett var árið 2016, segir að félagið skuli stuðla að jafnvægi milli efnahags, umhverfis og samfélags með sjálf- bærni að leiðarljósi. Hrönn Ing- ólfsdóttir, forstöðumaður stefnu- mótunar og samfélagsábyrgðar hjá Isavia, hefur átt mikinn þátt í mótun og framkvæmd stefnunnar í samfélagsábyrgð. „Við viljum byggja upp rekstur sem er sjálf bær til lengri tíma litið í samstarfi og sátt við viðskiptavini og aðra hagaðila. Við leggjum áherslu á að vinna að góðu starfsumhverfi og ánægju starfsfólks félagsins,“ segir Hrönn. Flugvellir hafa mikið efnahagslegt mikilvægi „Isavia gegnir mikilvægu hlutverki í efnahagslegu og samfélagslegu samhengi. Flugvellir félagsins, sér í lagi Keflavíkurflugvöllur, skapa verðmæti fyrir íslenskt hagkerfi,“ segir Hrönn. „Beinar flugtengingar skipta gríðarlega miklu máli. Eftir því sem þeim fjölgar verður hag- kvæmara fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga að stunda viðskipti, f lytja út vörur, leita sér þekkingar og menntunar erlendis og nálgast menningu og listir, svo eitthvað sé nefnt. Rannsókn ráðgjafar- fyrirtækisins InterVistas fyrir alþjóðasamtök flugvalla í Evrópu, ACI Europe, sem birt var árið 2015, sýnir að 10% aukning í f lugteng- ingum þýði í raun 0,5% aukningu á vergri landsframleiðslu þjóðar.“ Gagnsæi tryggt með nákvæmri skýrslugjöf Isavia er nú að vinna að fjórðu árs- og samfélagsskýrslu sinni. „Þar sem við erum eina fyrir- tækið í f lugvallarekstri hér á landi lítum við til samstarfsaðila okkar erlendis þegar kemur að því að fóta okkur á braut samfélagsábyrgðar,“ segir Hrönn. „Flugiðnaðurinn í heild er að vinna mjög vel að þessu málefni á heimsvísu. Þannig að fyrir utan að vera með í inn- lendum hvataverkefnum, þá erum við að taka upp bestu starfsvenjur þaðan. Aðrir f lugvellir eru að gefa út samfélagsskýrslur í samræmi við viðmið GRI – Global Reporting Initiative, enda eru sérákvæði þar undir sem taka sérstaklega á þeim áskorunum og tækifærum sem flugvellir standa frammi fyrir,“ segir Hrönn. „Það lá því beinast við fyrir okkur að velja þá skýrslugjöf. Það var svo sérstaklega gaman að fá verðlaun Festu, Stjórnvísis og Viðskiptaráðs fyrir samfélags- skýrslu ársins í fyrra.“ Samvinna um markmiðin Hrönn segir að Isavia hafi hrundið af stað fjöldamörgum verkefnum á síðustu fjórum árum sem tengjast samfélagsábyrgð. „Í ár er félagið að setja sér markmið, bæði til lengri og skemmri tíma, í tengslum við níu af sautján Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ segir hún. „Þar á meðal er unnið með sveitarfélögunum fjórum á Suður- nesjum að verkefni undir heitinu Samvinna um Heimsmarkmiðin. Aðilar verkefnisins munu setja sér sameiginleg markmið fyrir svæðið í tengslum við markmiðin svo tryggt sé að allir vinni á sam- ræmdan hátt.“ Jafnrétti kynjanna Jafnrétti kynjanna er eitt af þeim Heimsmarkmiðum sem Isavia vinnur markvisst að. „Félagið lauk vottun á jafnlaunastaðli árið 2018 og náði því markmiði að útrýma óútskýrðum launamun kynjanna,“ segir Hrönn. „Þá hefur Isavia, í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum, gefið út myndband um einkenni mansals. Myndband- ið er notað til að þjálfa starfsfólk sem er í beinum samskiptum við farþega í að taka eftir merkjum um mögulegt mansal, en ungar konur og börn eru meirihluti þeirra sem verða fyrir mansali. Fræðslu- deild Isavia vann myndbandið, en því hefur verið dreift til annarra fyrirtækja sem eru með starfsemi á f lugvellinum svo allir geti notið góðs af.“ Aðgerðir í loftslagsmálum „Eldsneytisnotkun Isavia er kolefnisjöfnuð í samvinnu við Kolvið og Votlendissjóð, en hún vegur þyngst í kolefnisspori félagsins,“ segir Hrönn. „Stærsta hluta notkunarinnar má rekja til þjónustu og viðhalds á f lugbraut- um og athafnasvæðum flugvalla, en sú þjónusta er að miklu leyti háð veðri.“ Mikil áhersla er lögð á að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Liður í því er þátttaka Keflavíkurflugvallar í Airport Carbon Accreditation (ACA) sem er kolefnisvottunarkerfi á vegum alþjóðasamtaka flugvalla, Airport Council International (ACI), en kerfið er sérstaklega hannað fyrir f lugvelli. „Vegferðin hófst fyrir fjórum árum þegar kolefnisspor Kefla- víkurflugvallar var kortlagt og markmið sett um minnkun kol- efnislosunar,“ segir Hrönn. „Eftir þriggja ára mælingar þar sem við gátum sýnt fram á minnkun á milli ára náðum við öðru skrefi vottunarinnar af fjórum og nú erum við að vinna markvisst með rekstraraðilum á flugvellinum að minnkun kolefnislosunar fyrir Keflavíkurflugvöll í heild sinni til að ná næsta skrefi.“ Stuðningur yfirstjórnar er mjög mikilvægur „Það skiptir höfuðmáli að for- stjórar og stjórn fyrirtækja styðji vel við bakið á innleiðingu stefnu í samfélagsábyrgð,“ útskýrir Hrönn. „Án þess mikilvæga stuðnings er einsýnt að fyrir- tækjamenning þar sem samfélags- ábyrgð er sett á oddinn nær ekki fram að ganga.“ Ávinningur samfélagsábyrgðar er það mikill að hún þarf að vera samofin framtíðarsýn og þeim gildum sem hvert fyrirtæki stend- ur fyrir. „Yfirstjórn Isavia hefur sýnt það í verki með því að setja stefnumótun og samfélagsábyrgð undir einn hatt í nýlegri breytingu á skipuriti félagsins. Samfélags- ábyrgð verður þannig órjúfanlegur hluti af almennri stefnumörkun fyrirtækisins,“ segir Hrönn. Samfélagsábyrgð verður langtímaverkefni Hrönn segir að Isavia leggi áherslu á þennan málaflokk til framtíðar. „Þetta er langtímaverkefni en við brettum upp ermar og horfum fram á veginn. Það er mikilvægt að viðskiptavinir og samfélagið sjái að við séum raunverulega að huga að þessu mikilvæga mál- efni,“ segir Hrönn. „Það má heldur ekki gleyma mikilvægi þess að við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður og samfélagsáherslur eru liður í því. Starfsfólk vill starfa hjá fyrirtæki sem stuðlar að ávinn- ingi fyrir samfélagið í heild og við hjá Isavia viljum að allir finni að þeir séu hluti af góðu ferðalagi.“ Samvinna er lykill að árangri Isavia vill sýna samfélagsábyrgð og byggja upp sjálfbæran rekstur. Þar er lögð mikil áhersla á gagnsæi, að minnka kolefnisfótsporið og vinna að verkefnum sem styðja við heimsmarkmið SÞ. Isavia hefur sett sér markmið til lengri og skemmri tíma í tengslum við níu af sautján Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hér sést framkvæmdastjórnin með þau níu markmið sem fyrirtækið vinnur að. Þetta er langtíma- verkefni en við brettum upp ermar og horfum fram á veginn. Það er mikilvægt að viðskiptavinir og sam- félagið sjái að við séum raunverulega að huga að þessu mikilvæga mál- efni. KYNNINGARBLAÐ 7 F Ö S T U DAG U R 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.