Fréttablaðið - 28.02.2020, Page 27

Fréttablaðið - 28.02.2020, Page 27
Benoit Chéron, ráðgjafi hjá KPMG, segir viðhorf Íslendinga til umhverfismála hafa breyst hratt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Benoit Chéron, það hljómar ekki eins og íslenskt nafn. Hvað dregur þig til Íslands? Nei, við konan mín eru bæði frönsk en höfum búið á Íslandi með börnin okkar þrjú síðan sumarið 2018. Eftir að hafa komið hingað nokkrum sinnum sem ferðamenn ákváðum við að yfir- gefa öryggið sem við bjuggum við í Lúxemborg og setjast að hér, með engin tengsl, enga vini og enga vinnu. Við komum hingað í ævintýraleit og til að fara út fyrir þægindarammann. Ég hafði unnið lengi í fjármálageiranum og lang- aði til að finna meiri merkingu þar. Mér fannst Ísland fullkominn vett- vangur til að gæða slík verkefni til- gangi, þar er bæði dásamlega falleg en óblíð náttúra sem gefur mér færi á að vinna að grunngildum en vera jafnframt virkur þátttakandi í því að breyta íslensku efnahagslífi í takt við sjálf bærari heim. Á þess- ari vegferð hitti ég KPMG og slóst í hópinn til að vera í framlínu þeirra sem gera viðskiptavinum okkar kleift að samþætta sjálf bærni í sín verkefni. Samfélagsábyrgð fyrirtækja, sjálf bærni, græn hlutabréf, hver er munurinn? Það gæti virkað eins og þessi hugtök séu öll yfir það sama en það er smávægilegur og stundum ekki svo smávægilegur munur. Samfélagsábyrgð fyrirtækja snýst um að líta til baka, oftast um ár eða svo, á það sem fyrirtækin hafa gert til að leggja eitthvað jákvætt til samfélagsins. Sjálfbærni snýst um að líta til framtíðar, til dæmis á þær breytingar sem fyrirtæki þurfa að gera til að tryggja framtíðina eins og að minnka úrgang, tryggja flutningsleiðir, búa til nýja mark- aði og byggja upp vörumerki. Árið 1987 gáfu Sameinuðu þjóðirnar út skýrsluna „Okkar sameiginlega framtíð“, sem stundum er kölluð Bruntland-skýrslan, sem skil- greindi sjálfbæra þróun sem þróun sem „mætir þörfum nútímans án þess að ganga á möguleika fram- tíðarkynslóða“. Í raun má segja að samfélagslega ábyrgt olíufyrirtæki myndi byggja skóla og spítala til að bæta samfélaginu upp þann skaða sem það veldur með olíuvinnslu. Á hinn bóginn myndi annað fyrir- tæki sýna sína samfélagsábyrgð í verki með því að fjárfesta í því að minnka kolefnisspor sitt og ann- arra sem hefur jákvæð langtíma- áhrif. Annað hugtak sem er að ryðja sér til rúms er UFS, sem stendur fyrir þætti í rekstri sem tengjast umhverfi, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Það er mikið notað í fjármálageiranum og er mælikvarði á það sem gæti haft efnahagsleg áhrif á frammistöðu fyrirtækisins. Til dæmis bjó Nasdaq á Íslandi til sínar eigin leiðbeiningar um hvernig meta ætti UFS hérlendis. Að lokum má nefna að græn hlutabréf hafa vakið mikla athygli undanfarið. Landsvirkjun, Reykja- víkurborg og Orkuveita Reykja- víkur hafa notað þessa lausn til að fjármagna umhverfisvæn verkefni. Dæmi um slík verkefni gæti til dæmis verið á sviðum endur- nýjanlegrar orku, hreinna ferða- hátta eða grænna bygginga. Þessi tegund fjármögnunar er eins og lán sem er aðeins veitt verkefnum sem uppfylla ákveðin skilyrði um umhverfisvernd. Lántakandi þarf einnig að skila yfirliti um gang verkefna og niðurstöður. Hvað er það sem heldur vöku fyrir þeim sem velta sjálf bærni fyrir sér? Á undanförnum árum hefur heimurinn vaknað til vitundar um hversu alvarlegur loftslagsvandinn er og það birtist víða. Ég held að fólk geri sér grein fyrir að við færumst stöðugt nær og nær því að stofna framtíð barnanna okkar í hættu og því er lausna leitað með sífellt meiri ákafa. Leiðtogar í viðskiptalífinu eru næstum allir fyllilega meðvitaðir um mögu- Hlutverk okkar er að hafa góð áhrif á samfélagið Frá árinu 2008 hefur KPMG sýnt samfélags- og umhverf- isábyrgð sína í verki með margvíslegum hætti og ýmis verkefni eru fram undan. Benoit Chéron, ráðgjafi í ábyrg- um fjárfestingum, segir hér frá þeim verkefnum. legar neikvæðar afleiðingar af við- skiptamódelum sínum og fjárhags- legri áhættu sem þeim fylgir. Í síðustu Global CEO Outlook skýrslu KPMG International eru umhverfismál og hamfarahlýnun efst á lista yfir það sem mest áríðandi er að takast á við í heim- inum og hafði þá hoppað upp úr fjórða sæti árið á undan. Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, er fullkomið dæmi. Vegna þrýstings frá starfsfólki Amazon sagði hann í september frá því að Amazon myndi ná markmiðum Parísarsáttmálans tíu árum á undan áætlun og vera kolefnis- hlutlaust árið 2040. Hann sagði líka í síðustu viku að loftslags- breytingar væru stærsta ógnin við líf á jörðinni og tilkynnti stofnun sjóðs upp á 10 milljarða Banda- ríkjadala til að takast á við þær. Bankageirinn ætlar líka að grípa til aðgerða. Í bankaráði Sameinuðu þjóðanna sem eru samtök fjárfesta, sjóðafyrirtækja og greinenda sem hafa það að markmiði að innleiða umhverfis- og samfélagssjónarmið, auk góðra stjórnarhátta, í ákvarðanatöku við fjárfestingarákvarðanir, hafa 33 fulltrúar lofað að taka höndum saman gegn loftslagsbreytingum með því að beina fjárfestingum sínum að verkefnum með lágu kolefnisfótspori og að fara fram á grænar áherslur í lánaviðskiptum. Hvað er að gerast í þessum málum hérlendis? Mjög margt. Það er áhugavert að bera Ísland saman við megin- land Evrópu vegna þess hversu hratt vitundarvakningin breiðist út hér. Á aðeins einu ári hafa við- horf breyst mjög mikið á Íslandi og þegar litið er snöggt yfir sviðið sést að Íslendingar eru viljugir til að samþætta sjálf bærni í líf sitt. Árlegur fundur Viðskiptaráðs var nánast alfarið helgaður þessu málefni og því má segja að við séum komin yfir fyrsta hjallann. Nú þarf að takast á við þann næsta sem er að gera eitthvað í málunum. Við hjá KPMG vinnum að því með viðskiptavinum okkar að fá alla í liðið og nýta þekkingu okkar til að búa til svör og tæki og nýta alþjóðlega sérþekkingu okkar. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að sjá stóru myndina og líta lengra en bara á það að uppfylla þrengstu skilyrði sem ætti að vera ein helsta afleiðing af alvöru skuldbindingu við málefnið. Ég vil líka benda á að hring- rásarhagkerfið virðist vera að ná til Íslendinga. Börnin okkar þekkja endurnýtingu vel. Þetta snýst um að útrýma hugmyndinni um rusl og er aðeins mögulegt ef framleiðsluvörur fara í hringi og efni eru endurnýtt aftur og aftur. Í slíku hagkerfi eru vörur og þjónusta hugsuð til langtímanota frá upphafi, endurnota og endur- nýtingar. Þessi hugmyndafræði mun vissulega trufla hið hefð- bundna línulega framleiðslumódel og við verðum að búa okkur undir það. Vegna stærðar sinnar og þétts tengslanets er Ísland fullkomið undir tilraunastarfsemi á þessu sviði. Hvað gerir KPMG í þessum málum? Þessi málefni eru ekki ný á borði KPMG og við höfum tekið þátt í fjölda verkefna, bæði innan fyrirtækisins og utan, allt frá því að hvetja starfsfólk til virkni í nær- samfélaginu en hver starfsmaður fær einn dag á ári til góðgerðar- mála, upp í að vinna þrotlaust að því að efla þekkingu og vinna að lausnum. KPMG’s Global Climate Re- sponse var sett á laggirnar 2008 með það að markmiði að minnka umhverfisáhrif KPMG um allan heim. Til dæmis hefur kolefnis- spor fyrirtækisins minnkað um 27 prósent á hvern starfsmann í fullu starfi síðan 2010 og einnig hafa mörg samstarfsfyrirtækjanna náð kolefnishlutleysi, til dæmis Írland og Spánn. Að auki lítum við á það sem hlut- verk okkar, bæði sem fyrirtækis og vinnuveitanda, að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Við höfum skuldbundið okkur til að fylgja Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með sérstaka áherslu á fjórða markmiðið, Menntun fyrir alla, og höfum einnig unnið gegnum alþjóðlegar stofnanir eins og Financial Stability Board’s Task Force on Climate related Financial Disclosures (TCFD). Að sjálfsögðu eru þessi verkefni bæði á heimsvísu og staðbundin. Á Íslandi höldum við ráðstefnur þar sem þekking fer milli kynslóða og geira og höldum málstofur með viðskiptavinum okkar þar sem við deilum þekkingu, skoðunum og góðu verklagi. Til dæmis héldum við nýlega fyrirlestur fyrir unga frumkvöðla um hvernig eigi að stofna fyrirtæki. KPMG hefur verið ötull stuðningsaðili nýsköpunar á Íslandi til fjölda ára og sem dæmi höfum við verið bakhjarl Gulleggs- ins frá upphafi. Í dag styðjum við við reksturinn á Musterinu sem er nýsköpunarhús fyrir frumkvöðla með framtíð ásamt þátttöku í öðrum sprotaverkefnum. Þegar litið er snöggt yfir sviðið sést að Íslendingar eru viljugir til að samþætta sjálf bærni í líf sitt. KYNNINGARBLAÐ 11 F Ö S T U DAG U R 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.