Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 34
Við höfum sett okkur það mark- mið að hætta að skapa úrgang og verða þannig fyrsta „zero waste“ hótel og veitingastaður á Íslandi. Gefið gestum og starfsfólki leiðbein- ingar um almennings- samgöngur og hvernig er hægt að komast til og frá viðburðinum. Arndís Soffía Sigurðardóttir segir að Hótel Fljótshlíð að Smáratúni hafi sett sér háleitt markmið. Að Smáratúni í Fljótshlíð er ferðaþjónustufyrirtækið Hótel Fljótshlíð. Eigendur eru Arndís Soffía Sigurðardóttir og Ívar Þormarsson matreiðslu- meistari en Arndís er fulltrúi þriðju kynslóðar sömu fjölskyldu sem býr að Smáratúni. Árið 2007 settu þau sér sjálf bærnistefnu sem þau hafa unnið eftir æ síðan. Árið 2014 náðist mikilvægur árangur og viðurkenning á þeirra vinnu í umhverfismálum þegar hótelið og veitingastaðurinn hlutu Svans- vottun. „Það er afar ánægjulegt að umhverfismál séu loksins komin á dagskrá í fyrirtækjarekstri, en því miður ber oft á því að fyrirtæki nýti umhverfismál í markaðssetn- ingu en eftirfylgni þeirra í dag- legum rekstri sé fyrirferðarminni,“ segir Arndís. „Neytendur geti þó alltaf varist svokölluðum græn- þvotti með því að ganga úr skugga um að vara og þjónusta sem þeir kaupa sé vottuð af þriðja aðila, til dæmis Norræna svaninum, Vakanum og öðrum hliðstæðum aðilum. Norræni svanurinn byggir í grunninn á fjórum áherslum í umhverfismálum, en það er að draga úr notkun á orku, vatni, kemískum efnum og að draga úr úrgangi sem stafar frá fyrir- tækinu,“ segir Arndís. „Við höfum gengið lengra en Svansvott- unin krefst með því að ýta úr vör ýmsum verkefnum, eins og að bjóða gestum að gróðursetja tré í Smáratúni til að minnka kolefnis- spor af ferðalagi þeirra til Íslands og að taka matarsóun á veitinga- Ætla að skrúfa fyrir almennt sorp Hótel Fljótshlíð hefur hlotið Svansvottun og lagt í ýmiss konar umhverfisvæn verkefni. Hótelið hefur nú sett sér það markmið að verða fyrsta íslenska fyrirtækið til að skrúfa fyrir almennt sorp. húsinu föstum tökum með mjög góðum árangri. Nýjasta verkefnið varðar sorpmál, en við höfum sett okkur það markmið að hætta að skapa úrgang og verða þannig fyrsta „zero waste“ hótel og veitingastað- ur á Íslandi,“ segir Arndís. „Fyrir höndum er gríðarlega umsvifa- mikil greiningarvinna á sorpi fyrirtækisins og allri starfseminni. Ekkert er heilagt, þetta verður mikil naflaskoðun og stærsta áskorunin verður klárlega að breyta þörfum fyrirtækisins sem neytenda. Við getum endalaust f lokkað eins og hamstrar í hjóli, en okkar markmið er að ráðast á uppsprettuna á sorpi í rekstrinum og það getur aðeins þýtt breyttar neysluvenjur.“ Þeir sem eru áhugasamir um ferlið sem er fram undan munu geta fylgst með á Youtube-rás hót- elsins og á Facebook og Instagram. „Við vonum að fólk fylgist með okkur í þessari vegferð og að fólk geti fengið hugmyndir til að nýta í sínum rekstri eða á sínu heimili. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað,“ segir Arndís að lokum. Jamie Nack starfaði um tíma fyrir Al Gore. Hún var gestur á Janúarráðstefnu Festu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Jamie Nack þróaði sjálf bærar leiðbeiningar fyrir þá sem halda viðburði sem fela í sér skref sem hægt er að taka á hverjum viðburðarstað til að draga úr kolefnisspori vegna við- burðarins. Hún hefur enda góða reynslu í að skipuleggja risavið- burði með umhverfisvernd í huga. Ólympíuleikarnir í London 2012 voru haldnir eftir þessum leið- beiningum og eru oft notaðir sem viðmið þegar haldnir eru stórir viðburðir. Hér er stiklað á stóru í leiðbein- ingum Jamie og talin upp nokkur atriði sem geta skipt miklu máli. Orkusparnaður Hönnun sviðsmyndar og lýsing: n Notið orkusparandi ljós þar sem mögulegt er. Heimilistæki, raftæki og rafmagnsþjónusta: n Veljið umhverfismerkt heim- ilistæki (energy star eða sam- svarandi). n Notið ljósdeyfi til að hvíla lýsingu á milli sýninga. n Slökkvið á tölvum, skjáum, prenturum og ljósritunarvélum þegar tækin eru ekki í notkun. Sjálfbær efniviður n Ef viðburðurinn felur í sér byggingu sviðs, skal hanna allar sviðsmyndir þannig að hægt sé á auðveldan hátt að taka þær niður og endurnýta. n Veljið endurunna vöru, tæki og heimilistæki. n Notið sjálfbæran efnivið, til dæmis við og tré. n Forðist PVC-efni sem innihalda plastmýkingarefnin þalöt, efni sem innihalda brómuð eld- varnarefni, og vatnsvarið og meðhöndlað timbur sem inni- heldur arsenik eða króm. n Forðist trefjagler og pólýsterín- froðu. n Notið aðkeypta prentþjónustu sem notar grænar prentaðferð- ir og pappír sem er vottaður af FSC. Veitingasala n Ef viðburðinum fylgja veitingar, skal fylgja leiðbeiningum um sjálfbær matvæli og drykkjar- föng. Hvernig halda á sjálfbæra viðburði Jamie Nack, forstjóri Three Squares Inc., starfar við stefnumótun í loftslagsaðgerðum fyrir stór- fyrirtæki og viðburði. Hún gaf íslenskum stjórnendum ráð til að bylta rekstri í þágu umhverfisins. n Hafið samband við veitinga- sölu sem býður upp á lífrænan og staðbundið ræktaðan mat og matvöru. n Forðist að bera fram mat sem er pakkaður í stakar pakkningar. n Forðist vatnsflöskur úr plasti. n Forðist einnota diska og glös. Notið endurnýtanleg matar- stell, hnífapör og glerglös. Samgöngur og flutningur n Gefið gestum og starfsfólki leiðbeiningar um almennings- samgöngur og hvernig er hægt að komast til og frá viðburð- inum. n Ef notaðir eru bílaleigubílar skal velja hybrid bíla eða bíla sem nota umhverfisvænt eldsneyti. 18 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.