Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 38
Falasteen Abu Libdeh segir Eimskip leggja mikla áherslu á umhverfismál. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Eimskip setti sér stefnu í sam-félagsábyrgð árið 2017 sem er byggð á UFS-leiðbeiningum frá Kauphöllinni. UFS inniheldur 33 mælikvarða sem auðvelda birtingu upplýsinga á skýran og aðgengilegan hátt er varðar umhverfi, samfélag og stjórnar- hætti. „Leiðbeiningarnar hjálpa okkur með markmiðasetningu, mælingar og birtingu á upplýsingum varð- andi samfélagsleg málefni fyrir fjárfesta og aðra hagsmunaaðila. Þannig getum við fylgst betur með markmiðum okkar og fylgt þeim eftir,“ segir Falasteen Abu Libdeh, sérfræðingur hjá mannauðssviði Eimskips. Með alþjóðleg gildi að leiðarljósi Eimskip er þátttakandi í UN Global Compact sem er hvati Sam- einuðu þjóðanna til samfélags- ábyrgðar fyrirtækja og stofnana að því er varðar mannréttindi, vinnu- markað, umhverfi og aðgerðir gegn hvers kyns spillingu. Félagið hefur með þátttöku sinni skuldbundið sig til að haga sínum rekstri þannig að hin tíu grundvallarmarkmið UN Global Compact verði samtvinnuð stefnu félagsins, menningu og daglegri starfsemi. Eimskip er einnig aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, sem hefur það markmið að auka þekkingu á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, og efla getu fyrirtækja til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti. Bjóða viðskiptavinum yfirlit yfir kolefnisspor Eimskip var meðal fyrstu fyrirtækja á Íslandi sem settu sér umhverfisstefnu árið 1991. „Við teljum mikilvægt að fyrirtæki af okkar stærðargráðu séu til fyrir- myndar og leiðandi í umhverfis- málum á vinnumarkaðnum. Það er mikilvægt að fyrirtæki séu með- vituð um áhrif sín á umhverfi og samfélag og setji sér skýra stefnu í þeim málum,“ segir Falasteen. „Markmið okkar er að ná góðum árangri í umhverfismálum og málum sem tengjast sjálf bærni á öllum sviðum.“ Árið 2015 undirritaði Eim- skip yfirlýsingu um loftslagsmál sem felur í sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, lág- marka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum, mæla árangurinn og gefa reglu- lega út upplýsingar um stöðuna. Eitt markmiðanna sem fyrir- tækið hefur sett sér er að minnka kolefnisspor sitt um 40% á flutta einingu til ársins 2030 og er tekið tillit til þess í allri ákvarðanatöku í rekstrinum. „Það var strax lögð áhersla á stafræna söfnun og úrvinnslu gagna vegna umhverfismála í sam- starfi við Klappir grænar lausnir hf. Við erum stolt af árangrinum sem hefur náðst en kolefnisspor okkar hefur dregist saman um 14,2 prósent frá árinu 2015 til ársins 2019, en betur má ef duga skal og við erum hvergi nærri hætt,“ segir Falasteen. Þar sem Eimskip fylgist svo vel með kolefnisspori sínu og gerir allar þær mælingar sem þarf getur fyrirtækið líka boðið viðskiptavinum sínum að fá sitt kolefnisspor reiknað. „Við bjóðum kolefnisreiknivél á vefsíðunni okkar þar sem hægt er að áætla kolefnisfótspor í f lutningum en einnig bjóðum við viðskiptavinum okkar að fá nákvæmt yfirlit yfir sitt kolefnisspor í f lutningum á sjó og í akstri innanlands. Með því að upplýsa aðra erum við líka að gera okkar hlut í heildarmyndinni og við trúum því að ef allir eru með- vitaðir getum við í sameiningu náð ótrúlegum árangri,“ segir Falasteen. Fyrstu rafrænu skipadagbækur heims Falasteen segir að Eimskip sé leiðandi í heiminum í notkun á rafrænum dagbókum í skipum. Rafrænar dagbækur gera það mögulegt að tryggja rétta skrán- ingu á umhverfisþáttum um borð í skipum félagsins og skila upplýsingum til hagaðila hvort sem það eru viðskiptavinir, hafnir eða alþjóðlegar stofnanir á hvaða tíma sem er. Eimskip var fyrsti viðskiptavinur Klappa (þá Ark Technology) árið 2014 og fór þá af stað vinna við að þróa rafrænar skipadagbækur. „Eimskip vinnur náið með Klöppum að því að innleiða staf- ræna tækni til að fylgjast með vistspori félagsins mánuð fyrir mánuð. Öll upplýsingagjöf um umhverfismál er skilvirk en félag- ið skilar inn til opinberra aðila umfangsmiklu umhverfis- og UFS- uppgjöri árlega,“ segir Falasteen. Önnur verkefni tengd umhverf- ismálum sem Eimskip hefur unnið að er nýr krani við Sundahöfn sem nefnist Straumur og er að fullu rafknúinn. Kraninn skilur því ekki eftir sig kolefnisfótspor í rekstri. Fyrirtækið er einnig í samstarfi við Pure North varðandi umhverfis- vænni endurvinnslu á plasti sem fellur til í starfsemi félagsins. Pure North er einstakt endurvinnslu- fyrirtæki sem endurvinnur plast með jarðvarma sem losar mjög lítið CO2. Stefnt er á að sameina alla starfsemi höfuðstöðva Eim- skips í Reykjavík undir eitt þak á árinu og starfa í verkefnamiðuðu vinnurými. Þannig verður nýting húsnæðis betri en einnig verða til önnur tækifæri sem snerta umhverfismál, svo sem minni vatns- og rafmagnsnotkun og fleira. Eimskip er á vegferð papp- írsleysis sem að sögn Falasteen gengur vel. „Við höfum minnkað pappírs- notkun um 23% á milli ára í starf- seminni okkar og erum að vinna að því að rafvæða sem mest af skjalavinnslunni okkar.“ Jöfn tækifæri og öryggið í fyrirrúmi Falasteen segir Eimskip leggja ríka áherslu á jafnrétti og jöfn tækifæri. „Við fengum jafnlauna- vottun í ár. Við erum afskaplega ánægð með þau jákvæðu skref sem hafa verið tekin í jafnréttis- málum og munum halda ótrauð áfram á sömu braut.“ Ný styrktarstefna er komin í framkvæmd hjá fyrirtækinu en helstu áherslur eru umhverfismál á sjó og landi, öryggi og forvarnir. „Eitt stærsta styrktarverkefnið okkar er hjálmaverkefnið í sam- starfi við Kiwanis en síðan 2004 höfum við gefið öllum 6 ára börnum hjólahjálm á hverju vori. Verkefnið rímar vel við styrktar- stefnuna okkar þar sem við ein- blínum meðal annars á öryggis- mál, bæði í leik og starfi,“ segir Falasteen. Leiðandi á sviði umhverfismála Eimskip vinnur markvisst að verkefnum tengdum umhverfi og samfélagi og tekur ábyrgðarhlut- verk sitt alvarlega. Félagið var eitt fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að setja sér umhverfisstefnu. Verkefni sem minnka kolefnisspor skipaflotans n Sorplosun frá skipunum er haldið í lágmarki og sífellt strangari reglum þar um fylgt. n Skipin fylgja alþjóðlegum reglum um dælingu og út- skiptingu á kjölfestuvatni sem settar eru til að takmarka lífefnamengun. n Notast er við stjórnkerfi til að minnka olíueyðslu skipanna. n Mælingar eru gerðar á nýtingu skipanna miðað við elds- neytisnotkun til að minnka útblástur gróðurhúsaloft- tegunda. n Umhverfisvænar smurolíur settar á búnað sem liggur að sjó. n Tvö gámaskip eru í smíðum í Kína. n Notast er við umhverfisvæna botnmálningu á skipin. n Skipin verða útbúin góðum stjórnbúnaði og verða mun umhverfisvænni en eldri skip félagsins. n Þau verða með ísklassa og eru hönnuð með tilliti til heim- skautaskilyrða. n Þau verða með TIER III vél sem er sérstaklega útbúin til að draga úr útblæstri köfnunar- efnis. n Skipin hafa innbyggðan olíu- hreinsibúnað sem lágmarkar brennisteinsútblástur. Við teljum mikil- vægt að fyrirtæki af okkar stærðargráðu séu til fyrirmyndar og leiðandi í umhverfis- málum á vinnumark- aðnum. Falasteen Abu Libdeh 22 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.