Fréttablaðið - 09.01.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —7 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 9 . J A N Ú A R 2 0 2 0
borgarleikhus.is
SÝNINGAR HEFJAST AFTUR Í KVÖLD
Flutningaskipið Francisca slitnaði frá bryggju í Hafnarfirði í fyrrinótt vegna óveðursins. Dráttarbátarnir Magni og Hamar drógu skipið, sem er 4.000 tonn, að bryggjunni. Varðskipið
Týr skýldi Magna fyrir veðrinu. Björgunarsveit Hafnarfjarðar, sem hér sést að störfum, tókst svo að koma taug í skipið. Var skipið loks bundið við bryggju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SLYS Einn ferðamannanna 39 sem
lentu í sjálf heldu í óveðri á Lang-
jökli í fyrrinótt, kona, fékk brjóst-
verki á jöklinum og var óttast að
hún væri að fá hjartaáfall. Þurfti
hún aðhlynningu sjúkraflutninga-
manna á leiðinni niður af fjallinu en
tekið var við fólkinu á kaffihúsinu
við Gullfoss.
„Við vissum ekki af ástandi þessa
einstaklings fyrr en mjög seint í
aðgerðinni,“ segir Ægir Guðjóns-
son hjá björgunarsveitinni Björg á
Eyrarbakka, en hann var í aðgerða-
stjórn á meðan á þessu stóð. Þá lét
konan björgunarsveitarfólk vita af
vandræðum sínum. „Sjúkraf lutn-
ingamenn fóru með Björg á vett-
vang og þeir sinntu ferðamanninum
á leiðinni niður,“ segir Ægir.
Áður en björgunarsveitin kom
á svæðið myndaðist óvissuástand
þar sem talning leiðsögumanna
var röng. Var það þessi umrædda
kona sem óttast var að hefði týnst
í bylnum. „Allir ferðamennirnir
reyndust vera á svæðinu og í skjóli,“
segir Ægir.
Ekki var farið með konuna á
sjúkrahúsið á Selfossi heldur hlynnt
að henni á kaffihúsinu við Gullfoss
eins og hinum. Ferðamennirnir voru
margir hverjir með kalsár, þreyttir
og barn átti erfitt með gang. Héldu
ferðamennirnir að þeir myndu týna
lífinu á jöklinum þessa nótt.
Díana Óskarsdóttir, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands,
segir að það hafi tekið langan tíma
að ferja fólkið að kaffihúsinu. Þar
voru bæði hjúkrunarfræðingar og
læknar sjúkrahússins til staðar.
„Þetta stóð yfir fram undir morgun
og þeir sem voru búnir að vera
þarna lengst fóru ekki fyrr en um
hádegið daginn eftir.“
F e r ð a þ j ó n u s t u f y r i r t æ k i ð
Mountaineers of Iceland hefur
viðurkennt að hafa gert mistök, svo
sem að kalla ekki björgunarsveitir
til fyrr.
Margir ferðamannanna eru reiðir
fyrirtækinu og þegar hafa einhverjir
þeirra leitað til lögmannsstofu með
það að markmiði að fá miskabætur
vegna ferðarinnar. – khg / sjá síðu 4
Með brjóstverki á leið af Langjökli
Kona sem var á meðal þeirra 39 ferðamanna sem lentu í sjálfheldu á Langjökli fékk brjóstverki og óttast var að hún væri að fá
hjartaáfall. Fékk hún aðstoð sjúkraflutningamanna á leið niður af jöklinum. Um tíma var óttast að sama kona hefði týnst í bylnum.
Við vissum ekki af
ástandi þessa
einstaklings fyrr en mjög
seint í aðgerðinni.
Ægir Guðjónsson,
björgunarsveitarmaður