Fréttablaðið - 09.01.2020, Page 19

Fréttablaðið - 09.01.2020, Page 19
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Rúmt ár er liðið frá því að íþróttavöruverslunin SPORT24 opnaði sína fyrstu verslun hér á landi við Sunda- borg 1 í Reykjavík. Í október var þriðja verslun fyrirtækisins opnuð í Garðabæ en fyrirtækið opnaði verslun á Akureyri í febrúar. Fanney segir SPORT24 vera umsvifamesta söluaðila íþrótta- vara í Danmörku, með mikinn fjölda verslana undir sínum hatti. „Þrátt fyrir að vörumerkið sé ekki mjög þekkt hér á landi er SPORT24 stærsti seljandi íþróttavara í Dan- mörku en þar rekur fyrirtækið 186 verslanir vítt og breitt um landið. Forstjóri fyrirtækisins heitir Henrik Bruun og starfaði áður hjá Intersport. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 á grunni fjölda íþrótta- vöruverslana að því er fram kemur í Berlingske en höfuðstöðvar fyrir- tækisins eru í Silkeborg,“ útskýrir Fanney. Þá sé fyrirtækið búið að vera að færa út kvíarnar jafnt og þétt. „Árið 2016 keypti SPORT24 verslanir Sportigan og sænsku íþróttavöruverslunina Stadium og er því óhætt að segja að fyrirtækið hafi verið í mikilli sókn á undan- förnum árum en í fyrra störfuðu yfir 1.000 manns hjá fyrirtækinu.“ Afar hörð samkeppni Fanney segir vissar áskoranir óneitanlega fylgja rekstri verslana af þessu tagi, ekki síst hvað varðar samkeppni við netverslanir. „Rekstrarumhverfi íþróttavöru- verslana hefur aftur á móti verið afar krefjandi undanfarin ár, einna helst þegar kemur að samkeppni við stórar netverslanir.“ Staðsetning verslana sé einnig brýnt viðfangsefni. „Þá er einnig hart barist um bestu verslunar- staðsetningarnar og samkeppnin er mikil en SPORT24 er í dag til að mynda orðið umfangsmeira á dönskum markaði heldur en helsti keppinauturinn, Sportmaster,“ segir Fanney. Hún segir viðtök- urnar við versluninni hér á landi hafa verið framar öllum vonum og að sala hafi verið vel fram yfir áætlanir á þessu ári. Opnun fyrstu verslunarinnar hafi því í sjálfu sér verið ákveðið tilraunaverkefni fyrst um sinn. „Við opnuðum fyrst niðri í Sunda- borg til að prófa konseptið. Hvern- ig f lutningaleiðirnar myndu virka og hvernig tölvukerfin myndu tala saman. Það er hæpið að fara í einhverja risafjárfestingu ef bak- landið er ekki 100%. Það var hug- myndin með þessari búð,“ segir Fanney en verslunin hér á landi er beintengd við pantanakerfið hjá SPORT24 úti í Danmörku. Þetta fyrirkomulag hefur hag- stæð áhrif á starfsemi fyrirtækis- ins og gerir því kleift að bjóða upp á öll helstu merkin, með minni fyrirhöfn en ella. „Það hefur gríðarlega hagræðingu í för með sér fyrir okkar rekstur. Það fækkar utanlandsferðum hjá okkur og við fáum öll merkin í gegnum einn aðila,“ segir Fanney en fyrirtækið selur fjölda þekktra vörumerkja á borð við Nike, Hummel, Adidas, Puma, Speedo og Champion ásamt mörgum fleirum. Frábært fyrir fjölskylduna Ásamt því að selja útivistarfatnað fyrir unga sem aldna, úlpur, snjó- buxur og kuldagalla, leggur fyrir- tækið einnig mikla áherslu á sölu almennra íþróttavara fyrir börn. „Það var það sem vantaði hingað til lands eftir að Intersporti var lokað sumarið 2017,“ segir Fanney. Það sé áríðandi að fjölskyldur hér á landi hafi valmöguleika á borð við þennan, þar sem hægt sé að festa kaup á íþrótta- og útivistar- Sara Ísabella og Fanney Bjarkadóttir, verslunarstjóri, segja móttökur verslunarinnar hafa verið vonum framar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Í SPORT24 er gott úrval af barnafötum á góðu verði. Íþróttaskórnir fást í SPORT24. Skór fyrir alla fjölskylduna. Sjón er sögu ríkari. Í SPORT24 eru útivistarföt á alla fjölskylduna. Nýjasta verslun SPORT24 er til húsa í Miðhrauni 2. Framhald af forsíðu ➛ fatnaði fyrir ört vaxandi börn á sanngjörnu verði. „Við leggjum mikla áherslu á að öll fjölskyldan geti komið og fundið eitthvað fyrir sig.“ Fanney segir SPORT24 taka sér- staklega vel á móti fjölskyldum og að öll umgjörð í kringum verslan- irnar bæði einfaldi innkaupin og dragi úr óþarfa kostnaði. „Það er ekkert hlaupið að því að fara með 3-4 börn í verslunarmiðstöðvar,“ segir hún. „Eitt af því sem við- skiptavinir hafa verið ánægðir með, fyrir utan gott aðgengi og annað slíkt, er að það er ekkert annað í umhverfinu sem truflar og því lítið mál að taka börnin með.“ SPORT24 býður einnig upp á merkingar á fatnaði, til dæmis fyrir íþróttafélög og þá er fyrir- tækið einnig með „outlet“-verslun innan nýrrar verslunar fyrir- tækisins í Garðabæ, í Miðhrauni 2. Í outlet-versluninni er að finna íþróttavörur á 30-80% afslætti allt árið um kring. „Það er því tilvalið að gera sér ferð og skoða úrvalið,“ segir hún. „Við erum alltaf með einhver sértilboð í gangi á íþrótta- vörum. Ég mæli líka með að fylgja okkur á Facebook undir SPORT24 Reykjavík, SPORT24Outlet og SPORT24 Akureyri. Þá sérð þú hvað er í gangi hjá SPORT24.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.