Fréttablaðið - 09.01.2020, Qupperneq 21
Mögulega munum
við bjóða upp á
raðvígslur, endurnýjun-
arathafnir og sérstakar
viðburðavígslur þessa
daga. Við prestarnir
erum að ræða það næstu
daga vegna fyrirspurna
og umræðunnar.
Sigurður Árni Þórðarson
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
TRAUST Í 80 ÁR
Fylgdu
okkur á
Facebo
ok
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
JANÚARÚTSÖLUSPRENGJAN
HAFIN 30%-40%-50%
NÚ ER TÆKIFÆRI AÐ EIGNAST
FLOTTA MERKJAVÖRU Á ÚTSÖLUVERÐI
Talið er að margir vilji gifta sig í febrúar á þessu ári. Þrír skemmtilegir dagar bjóðast
þá til hjónavígslu sem hafa flotta
tölu, það eru 02022020, 20022020
og 22022020. Aðeins einn ber upp
á laugardag en það er 22. febrúar.
Fólk getur þó gift sig á hvaða degi
vikunnar sem er.
Sigurður Árni Þórðarson,
sóknarprestur í Hallgrímskirkju,
segir að borist hafi fyrirspurnir
um þessa daga. „Líklegast verða
hjónavígslur 2. og 20. febrúar
í Hallgrímskirkju. Mögulega
munum við bjóða upp á raðvígslur,
endurnýjunarathafnir og sér-
stakar viðburðavígslur þessa daga.
Við prestarnir erum að ræða það
næstu daga vegna fyrirspurna og
umræðunnar,“ segir hann.
Sigurður bendir á að það
séu alltaf nokkrar fyrirspurnir
varðandi ákveðna daga sem hafa
skemmtilegar tölur. „Ég minnist
10102010 sem var einn svona
dagur. Þar áður voru 02022002,
03032003, 04042004 og svo fram-
vegis. Svo eru persónulegir dagar
sem fólk miðar við, fæðingardagar
í fjölskyldunni og aðrir mikilvægir
dagar af því tagi sem fólk notar,“
segir hann og bætir við að hann
verði ekkert sérstaklega var við að
árstími skipti sérstöku máli þegar
fólk giftir sig þótt hjónavígslur séu
mun algengari á bjarta, hlýja tíma
ársins.
Í Bandaríkjunum er talað um
nokkra ákjósanlega brúðkaups-
daga árið 2020 en varðandi tölur
býður árið margar skemmtilegar
og einfaldar útfærslur.
n Sunnudagur 0202/2020
n Laugardagur 2202/2020
n Laugardagur 0404/2020
n Laugardagur 0606/2020
n Laugardagur 0808/2020
n Laugardagur 1010/2020
n Laugardagur 1212/2020
Umhverfisvæn brúðkaup
Því er spáð að á þessu ári muni
brúðhjón horfa til umhverfisins
þegar skipuleggja þarf brúðkaups-
veisluna. Sjálf bærni kemur þar
sterkt inn, vistvænir valkostir og
ekkert plast. Búast má við að lif-
andi blóm verði í keramikpottum
sem skreytingar sem síðan er hægt
að planta í jörð eftir veisluna eða
gefa gestum. Skreytingar geta líka
verið ávextir, til dæmis sítrónur
eða epli. Meira að segja er mælt
með að vínin komi úr nærliggjandi
héraði sé þess kostur sem er auð-
vitað ekki hægt alls staðar.
Brúðkaupsdagurinn 02022020
Einfaldleiki og umhverfisvernd munu einkenna brúðkaup ársins. Hægt er
að velja um marga skemmtilega daga þegar kemur að tölum. Hér er fyrir-
sæta í brúðarkjól frá Mira Zillinger fyrir 2020. NORDICPHOTOS/GETTY
Brúðkaupsdagur-
inn er sá dagur
sem enginn vill
gleyma. Það er
því ekki verra ef
hægt er að gifta
sig á degi sem ber
eftirminnilega
tölu. Nokkrir slíkir
dagar hafa komið
upp undanfarin
ár og verða fleiri
en einn árið 2020.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R