Fréttablaðið - 09.01.2020, Síða 23

Fréttablaðið - 09.01.2020, Síða 23
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið seinni hluta áttunda áratugarins, gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 1979, og varð fljótlega þekkt sem ein af helstu síðpönks- og nýbylgjusveit- um þess tíma. Myrkrið og angur- værðin sem sveif yfir vötnum á annarri breiðskífu hljómsveitar- innar, Seventeen Seconds, varð svo til þess að sveitin varð fljótlega, og er enn, talin hálfgerður tákngerv- ingur gotneska rokksins og þess menningarkima sem skapaðist í kringum það. Skuggalegar vinsældir Skömmu fyrir útgáfu Porno- graphy, fjórðu breiðskífu hljóm- sveitarinnar sem var enn drunga- legri en fyrri plötur, árið 1982, fór útlit Smiths og annarra meðlima að taka á sig þá sérstæðu mynd sem þykir einkennandi og er löngu orðin samofin ímynd hljóm- sveitarinnar. Í kjölfar Pornography fóru vinsældir sveitarinnar vaxandi, vonleysið vék fyrir viðmótsþýðara andrúmslofti, tónlistin varð popp- aðri og fór sveitin að gefa út hvern slagarann á fætur öðrum. Segja má að sveitin hafi notið umtalsverðra vinsælda um allar götur síðan, þó að tónlistarlegur hápunktur sveit- arinnar hvað almennar vinsældir snertir hafi óneitanlega verið snemma á níunda áratugnum fram til byrjunar tíunda áratugarins. Þó er vert að taka fram að drunginn var að vissu leyti endurvakinn á plötunni Disintegration sem kom út árið 1989. Sveitin hefur þó enn ekki sagt skilið við gotneskt útlitið en komið hefur fram í viðtölum við Smith að hann máli sig ekki almennt um þessar mundir nema um viðburði sé að ræða. Túperuð tilþrif Það sem var og er einna mest áber- andi við útlit Smiths er kolsvart hárið sem stendur út í allar áttir og minnir helst á úfinn köngulóarvef. Þá er hann vanalega hvítmál- aður í framan, svartmálaður um augun og með blóðrauðan varalit klíndan á og í kringum var- irnar, því kámugri, því betri. Hvað fatnað varðar, er hann þekktur fyrir að klæðast gjarnan víðum, síðum bolum og skyrtum ásamt dökkum gallabuxum og striga- skóm. Þá ber hann einnig gjarnan perlufestar. Smith hefur þó sagt í viðtölum að þrátt fyrir að vera eins konar táknmynd og einn helsti áhrifa- valdur gota (e. goths) hafi hann sjálfur aldrei litið, hvorki á sjálfan sig né hljómsveitina, sem slíka. Útlitið og klæðaburðurinn sé fyrst og fremst afurð leikrænnar tjáningar, en sveitin hefur alla tíð lagt ríka áherslu á sjónræna þátt- inn, eins og sjá má og njóta í fjölda stórskemmtilegra myndbanda sem hún gaf út á sínum gullárum. Hvað sem því líður, þá er óhætt að fullyrða að það er hægara sagt en gert að skilgreina þessa fjölbreyttu hljómsveit sem á sér engan sinn líka, hvort sem um ræðir hljóm sveitarinnar eða útlit. Leyfum myndunum að tala sínu máli. Drungaleg ásýnd Robert Smith, forsprakki hinnar ódauðlegu ensku hljóm- sveitar The Cure, er þekktur fyrir sérstakan klæðaburð. Útlitið og klæðaburðurinn er fyrst og fremst afurð leikrænnar tjáningar en sveitin hefur alla tíð lagt ríka áherslu á sjónræna þáttinn. NORDICHPOTOS/GETTY Einna mest áberandi við útlit Smiths er hárið sem stendur í allar áttir og minnir helst á úfinn köngulóarvef. Stutthærður Smith. Jakkafataklæddur Smith. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM Bíóvarpið FRETTABLADID.IS á frettabladid.is hlustaðu þegar þér hentar 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.