Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 2
Veður Suðvestlæg átt 3-10 m/s í dag, en vestan strekkingur með S-strönd- inni. Víða éljagangur, en þurrt NA- lands. Hiti um og undir frostmarki. SJÁ SÍÐU 14 Kvöldverðarhlé SAMFÉL AG „Það hefur enginn haft samband við mig frá Skauta- félagi Akureyrar og ekki heldur frá Íþróttabandalagi Akureyrar, ÍSÍ eða Skautasambandi Íslands,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir listskautari. „Ég bjóst því miður við því að það yrði þannig. Ég hef fyrir löngu misst trú og traust á þeim hreyfingum sem ég leitaði til vegna áreitni yfir- þjálfara míns.“ Emilía Rós steig fram í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins liðna helgi. Þar lýsti hún áreitni af hálfu þjálfara síns hjá Skautafélagi Akur- eyrar (SA), hvernig henni var ekki trúað og vanlíðaninni sem varð til þess að hún flutti frá Akureyri. „Ég er samt fegin því að hafa sagt frá, ég vil geta mætt fólki og að það viti sannleikann,“ segir Emilía Rós. Um helgina voru einnig birt skjá- skot af skilaboðunum frá þjálfar- anum sem styðja frásögn hennar. Þrátt fyrir þögn af hálfu þeirra sem standa með þjálfaranum hefur hún fengið mikil viðbrögð. „Ég fékk mikil og falleg viðbrögð frá fólki um allt land. Mér þykir svo afskaplega vænt um stuðninginn og skilaboðin. Mér þykir líka vænt um það að eftir frásögnina treysti fleira fólk sér til að segja frá áreitni frá þjálfurum.“ Emilía Rós hefur hvorki fengið svör né afsökunarbeiðni frá Skauta- félagi Akureyrar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Birna Baldursdóttir, formaður stjórnar SA. Vilborg Þórarinsdóttir, fyrrver- andi formaður listhlaupadeildar SA, vildi heldur ekki tjá sig um málið. „Ég held að ég sé ekkert að tjá mig um það,“ segir Vilborg. Vísaði hún á Birnu. Jón Benedikt Gíslason, fram- kvæmdastjóri Skautafélagsins, vildi heldur ekki tjá sig. „Ég held að það sé búið að tjá sig um málið í fjölmiðlum en félagið getur ekki tjáð sig um mál iðkenda,“ segir Jón Benedikt. Hver skrifaði yfirlýsingu á vef Skautafélagsins haustið 2018 um að engar sannanir væru fyrir því að þjálfarinn hefði brotið siðareglur? „Ég get því miður ekki tjáð mig um málið.“ Getur þú sagt mér hvort Emilía verði beðin afsökunar? „Nei, ég get ekki tjáð mig um neitt. Þetta er til skoðunar og ég get ekki tjáð mig um það.“ Emilía Rós sendi bréf á Líney Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, fyrir ári og fór yfir málið. Líney ræddi við Emilíu í síma, meðal ann- ars um martraðir sem Emilía fékk. Mun Líney hafa ráðlagt henni að hugsa um eitthvað annað áður en hún færi að sofa. Tveimur vikum síðar fékk hún svör frá Líneyju um að lítið væri hægt að gera. Líney Rut þekkti málið er hún var innt eftir því en vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. kristjanabjorg@frettabladid.is arib@frettabladid.is Enginn hefur beðið Emilíu Rós afsökunar Emilía Rós Ómarsdóttir hefur lýst áreitni af hálfu þjálfara hjá Skautafélagi Akureyrar. Enginn sem tók afstöðu með þjálfaranum hefur haft samband við Emilíu og enginn hjá íþróttahreyfingunni vill svara spurningum um málið. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmda- stjóri ÍSÍ. Emilía Rós steig fram í viðtali í síðasta helgarblaði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI STJÓRNSÝSLA Kjörnir fulltrúar í Kópavogi fá ekki greidd mótfram- lög í lífeyrissjóði vegna séreignar- sparnaðar, ólíkt því sem tíðkast í nágrannasveitarfélögunum. Bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar eftir því að málið verði skoðað. Á síðasta fundi forsætisnefndar Kópavogsbæjar óskaði Karen Elísa- bet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og varamaður í nefndinni, eftir því að Kópavogs- bær tæki til skoðunar hvers vegna bæjaryfirvöld greiði ekki mótfram- lög vegna séreignarsparnaðar kjör- inna fulltrúa. „Ég hef setið í bæjarstjórn í tæp tvö ár og á þessum tíma hef ég greitt samviskusamlega í séreignar- sparnað og alltaf undrað mig á því að fá ekki mótframlag frá bænum. Þetta er einhver ákvörðun sem hefur verið tekin á sínum tíma en í sveitarstjórnarlögum er heimild til þess að móta sérstakar reglur um lífeyrissjóðsgreiðslur sveitar- stjórnarmanna,“ segir Karen. Að Karenar mati eru reglurnar barn síns tíma. Óeðlilegt sé að gera greinarmun á kjörnum fulltrúum og launuðum starfsmönnum. „Ég óskaði þess vegna eftir því að málið yrði skoðað frekar og síðan tekin afstaða til þess auk þess að fá upplýsingar um hvernig málum er háttað í nágrannasveitarfélögum,“ segir Karen. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Reykjavíkurborg og Hafnarfjarð- arbæ um stöðu mála þar. Í svörum upplýsingafulltrúa sveitarfélag- anna kemur fram að þar eigi sveit- arstjórnarmeðlimir rétt á tveggja prósenta mótframlagi gegn jafnháu eiginframlagi í lífeyrissjóð. – bþ Fá ekki greitt í séreignarlífeyri Jólabókin á Bónusverði! EKKERT BRUDL Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Borgarfulltrúar tókust á í gær á borgarstjórnarfundi en tóku sér þó hlé á sjöunda tímanum til að snæða saman kvöldverð. Misvísandi upplýsingar bárust úr Ráðhúsinu í gær og fyrradag um kostnaðinn við veitingar á fundum borgarstjórnar. Samkvæmt fyrstu útreikningum nam kostnaðurinn 360 þúsund krónum á hvern fund en síðdegis í gær var sagt að mistök hefðu verið gerð og að upphæðin væri 206 þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Verðlaunahafar eftir afhendinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FÓLK Hvatningarverðlaun Öryrkja- bandalagsins hlutu í ár Sólveig Ásgrímsdóttir fyrir bókina Ferða- lag í f lughálku, Réttinda-Ronja fyrir heimasíðu um réttindi fatlaðra, Stundin fyrir umfjöllun um réttindi öryrkja, sjúklinga og ellilífeyrisþega og Einhverfusamtökin fyrir heim- ildarmyndina Að sjá hið ósýnilega. Það var forseti Íslands sem afhenti verðlaunin. Þetta er í þrett- ánda sinn sem þau eru afhent. – jþ Veita verðlaun í þrettánda sinn 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.