Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 26
Annar forstjóra vogunarsjóðsins Bridgewater lætur af störfum Eileen Murray, annar tveggja forstjóra vogunarsjóðsins Bridgewater, hefur hætt störfum. Hún starfaði fyrst við hlið Gregs Jensen sem talinn var arf- taki stofnanda sjóðsins , Ray Dalio. Fljótlega tók Jon Rubinstein við starfinu. Hann var yfirmaður hjá Apple og gekk undir nafninu „The Podfather“. Hann hætti innan árs. Nú stýrir David McCormick skútunni einsamall. Stólaskipti innan Bridgewater hafa verið tíð. NORDICPHOTOS/GETTY Skotsilfur ✿ Sundurliðun veltu í smásölu í milljörðum króna* 500 400 300 200 100 2002 2018 n Rekstrarhagnaður 5% Afskriftir 1,5% Fjármagns- og óreglulegir liðir** 0,3% Tekjuskattur 0,4% Endurfjárfestur hagnaður 1,6% Arðgreiðslur 1,0% n Annar rekstrarkostnaður 11% n Launakostnaður 14% n Vöru- og hráefnisnotkun 71% *Smásala án vélknúinna ökutækja. Hlutdeild í afkomu dótturfélaga tekin út og arðgreiðslur, tekjuskattur og hagnaður endurfjárfest tekin niður eftir því. **T.d. vextir og gengisbreyt- ingar. Heimild: Hagstofa Íslands, útreikningar höfundur Kja r a s a m n i ng a r á almennum vinnu-markaði 2019-2022 voru undirritaðir hjá ríkissáttasemjara að kvöldi 3. apríl. Í kjöl- farið voru aðgerðir ríkisstjórnar- innar til stuðnings samningunum ásamt helstu atriðum þeirra kynntar í Ráðherrabústaðnum. Lífskjara- samningurinn 2019-2022 er yfir- skrift þeirra fjölmörgu samninga og yfirgripsmiklu aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld hafa sammælst um næstu árin. Lagt var upp með samsetta lausn til að mæta margþættum áskor- unum. Hærri laun, einkum lágtekju- hópa, aukinn sveigjanleiki vinnu- tíma samhliða styttingu vinnuviku, lægri tekjuskattur og sköpun for- sendna fyrir lægri vexti á Íslandi til framtíðar. Eitt meginmarkmið samningsins, og annarra samninga í kjölfarið, er að stuðla að vaxta- lækkun með hóflegum launahækk- unum. Frá undirritun samningsins hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands lækkað um 1,5%. Víðtæk aðkoma ríkisvaldsins felst meðal annars í lögfestingu lækkunar skattbyrði ein- staklinga. Flestir munu sjá lækkun um 70-120 þúsund krónur á ári. Mest kemur í hlut launafólks með mánað- artekjur í kringum 320.000 krónur. Samsett lausn virkar Frá gildistöku Lífskjarasamnings- ins í byrjun apríl til ágústmánaðar hækkaði launavísitala starfsmanna á almennum vinnumarkaði um 3,2%. Launavísitala fyrir opinbera starfsmenn hækkaði um 0,1%, enda voru engir kjarasamningar gerðir fyrir þá á framangreindu tímabili. Samsetning launavísitölunnar er þannig að starfsmenn á almennum vinnumarkaði vega 70% og opinber- ir starfsmenn 30%. Launavísitalan í heild hækkaði þannig um 2,8%. Við gerð Lífskjarasamningsins var áætlað að 17.000 króna hækkun mánaðarlauna allra starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækk- aði laun um 3,6% að meðaltali. Kostnaðarmat samninganna er mjög nærri lagi, að teknu tilliti til þess að samningalotunni á almenn- um vinnumarkaði er enn ólokið. Kjarasamningarnir hafa þannig í langflestum tilvikum verið fram- kvæmdir nákvæmlega eins og þeir kveða á um og nánast ekkert launa- skrið orðið í kjölfar þeirra. Launaskrið Miklar launahækkanir kjarasamn- inga og mikið launaskrið umfram þá hefur verið eitt megineinkenni íslenska vinnumarkaðarins. Á þessum áratug hafa almennar lág- markshækkanir kjarasamninga verið 4% að jafnaði en launavísi- tala Hagstofunnar hækkað um 7% að jafnaði. Mismuninn, 3%, oft nefndur launaskrið, má rekja til fjölmargra þátta bæði í kjara- samningum og utan þeirra. Til samanburðar hækkuðu laun að jafnaði um 2% árlega í OECD-ríkj- unum og enn minna í evruríkjunum. Umsamdar lágmarks launahækk- anir voru því tvöfalt meiri á Íslandi en launahækkanir í samkeppnis- ríkjunum og launaskriðið kom til viðbótar þannig að laun hækkuðu rúmlega þrefalt meira að jafnaði á Íslandi. Launahækkanir í þessum mæli samrýmast hvorki svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana, það er framleiðniþróun, né stöðug- leika verðlags, gengis eða lágum vöxtum. Lífskjarasamningurinn er framlag samningsaðila til að rjúfa vítahring launa- og verðhækkana, en það markmið næst ekki nema með miklu aðhaldi launagreiðenda þann- ig að launaskrið verði mun minna en undangengin ár og áratugi. Næstu skref Enn er samningum ólokið við flest stéttarfélög opinberra starfsmanna. Það er áhyggjuefni hversu lengi þeir hafa dregist enda hafa línur verið lagðar með afdráttarlausum hætti á almennum vinnumarkaði. Almenni vinnumarkaðurinn á að leiða launaþróun í landinu og stéttarfélög í öðrum geirum eiga og verða að fylgja því sem samið er um á almenna markaðnum. Ef þau gera það ekki verður til svokallað höfrungahlaup, kjarasamningar á almennum markaði komast í upp- nám, stöðugleika efnahagsmála er teflt í tvísýnu og markmið um lága verðbólgu og vexti nást ekki. Það má ekki gerast. Lífskjarasamningurinn og launahækkanir í kjölfar hans Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins Jólin ganga senn í garð og óhætt að segja að jólaverslunin sé hafin af fullum krafti eftir „svartan föstudag“ og „net-mánudag“. Umfang jólaverslunar hleypur á milljörðum króna, en í hvað fara þessir milljarðar? Glænýjar tölur Hagstofunnar um rekstur fyrirtækja varpa ljósi á svar- ið. Sundurliðuð velta, eða rekstrar- tekjur, í smásöluverslun í heild sinni sýna að langstærsti kostnaðarliður smásölu er vöru- og hráefniskostn- aður, sem kemur lítið á óvart. Næst- stærsti liðurinn er launakostnaður en þar á eftir annar rekstrarkostn- aður. Gögnin sýna þróunina allt aftur til 2002 en síðan þá hafa orðið til- tölulega litlar breytingar á skipt- ingunni en veltan hefur aukist um 53 prósent í samræmi við fólks- Þú kaupir jólagjöf – hvert fer peningurinn? fjölgun og aukinn kaupmátt. Á meðan rekstrarhagnaður hefur hlutfallslega staðið í stað hefur vægi launa- og rekstrarkostnaðar aukist á kostnað vöru- og hráefnisnotkunar. Ef við skoðum svo rekstrarhagnað nánar má sjá að ein af hverjum 100 krónum sem heimilin vörðu í smá- söluverslun 2018 var greidd út í arð. Misvægið Íbúðalánasjóður (ÍLS) er í tilvistar- kreppu. Hlutverk sjóðsins á lána- markaði hefur skroppið saman og nú felst það einkum í því að bera ábyrgð á „framkvæmd húsnæðis- mála“. En ríkisstofnanir spyrna við þegar vægi þeirra dvínar og sjá mátti merki um þessar tilhneigingar á hús- næðisþinginu sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra stóð nýlega fyrir. Í kynningu ÍLS birtust ný orð yfir aldagömul fyrirbæri. Þegar einhver byggir húsnæði á lands- byggðinni og markaðsverð reynist lægra en byggingarkostnaður heitir það ekki lengur tap heldur misvægi. Orðræða ÍLS snýst síðan um að hið opinbera leiðrétti þetta misvægi. Sjóðurinn deyr ekki ráðalaus. Skildu eftir nefndirnar Erlendu sjóðirnir hafa sett sitt mark á hlutabréfamarkað- inn. Þeir komu ekki aðeins með fjármagn heldur einnig framandi hugmyndir. Til- nefningarnefndir náðu útbreiðslu 2018 eftir bréfaskriftir Eaton Vance til þeirra skráðu félaga sem sjóðir fyrirtækisins höfðu fjárfest í. Ýmsir einkafjárfestar, til dæmis Jón Ásgeir Jóhannesson, höfðu þó uppi efasemdir um nýja fyrirkomulagið og töldu það geta grafið undan áhrifum minnihlutans. En um leið og bylgjan hafði gengið yfir og flest félög komið tilnefn- ingarnefndum á fót byrjuðu erlendu sjóðirnir að selja sig út úr íslensku félögunum. Nefndirnar standa hins vegar eftir enn óhaggaðar. Gjáin gliðnar Verðbil hlutabréfa í fjarskiptafélög- unum hefur breikkað. Fyrir ári var markaðsvirði Símans um 32 milljarðar en Sýnar um 20 milljarðar. Þá voru 12 milljarðar sem skildu félögin að en eins og staðan er í dag er markaðs- virði Símans fimmfalt meira en Sýnar. Það stendur nú í 50 millj- örðum en er aðeins í eins stafs tölu hjá Sýn, rétt tæplega 10 milljörðum. Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða stærsta hluthafa Símans, getur vel við unað. Konráð Guðjónsson Hagfræðingur Viðskiptaráðs RÁÐDEILDIN Af hverjum 100 krónum sem heimilin vörðu í smá- söluverslun 2018 var ein króna greitt út í arð. 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.