Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 4
Við erum búin að greina þetta og erum að fara í ýmsar að- gerðir. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra OFURSTELPAN SIGURFLJÓÐ ER MÆTT AFTUR! Falleg og skemmtileg saga fyrir þau yngstu eftir verðlaunahöfundinn Sigrúnu Eldjárn LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla daga í desember; sjá nánar á www.forlagid.is Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Flutti tvítugur á eyðibýli og gerðist bóndi Tvítugur að aldri ákvað Kristófer Orri Hlynsson að standa á eigin fótum, flutti á eyði- býli með tólf ær og hóf búskap. 2 Óttinn við HIV ástæðulaus Páll Óskar var einn fyrstu Íslendinganna sem prófaði for- varnarlyf gegn HIV. Hann segir lyfið hafa gerbreytt lífi sínu. 3 Steingrímur játaði að hafa gert mistök Steingrímur J. Sig- fússon var gagnrýndur af stjórnar- andstöðunni á Alþingi sem sakaði hann um að gera tilraun til að ritstýra fyrirspurnum þeirra. MENNTAMÁL „Ég hef skilning á því að það eru vonbrigði með þessa niðurstöðu varðandi lesskilning. Það voru miklar væntingar til les- skilningsins enda búið að vinna mikið í þessum málum undanfarin ár,“ segir Arnór Guðmundsson, for- stjóri Menntamálastofnunar, um niðurstöður PISA-könnunarinnar sem kynntar voru í gær. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur vorið 2018 en hún hefur verið gerð á þriggja ára fresti frá 2000. Svarhlutfallið á Íslandi var 87 prósent en nemendur í 142 grunn- skólum tóku þátt. Í PISA-könnun- inni er lesskilningur mældur, stærð- fræðilæsi og læsi á náttúruvísindi. Íslenskir nemendur fengu að meðaltali 474 stig fyrir lesskilning sem er um átta stigum minna en í könnuninni 2015. Aðeins sex OECD-ríki voru með marktækt færri stig að meðaltali en Ísland, fimm lönd fengu álíka mörg en 24 lönd voru með marktækt fleiri stig. Hlutfall nemenda sem ekki ná grunnhæfni í lesskilningi eykst úr 22 prósentum í 26 prósent milli kannana. Hjá drengjum eykst þetta hlutfall úr 29 prósentum í 34 pró- sent. Læsi nemenda í náttúruvísindum en nánast óbreytt frá könnuninni 2015 og er Ísland undir meðaltali OECD. Hins vegar er frammistaða nemenda marktækt betri í stærð- fræði en í síðustu könnun og er í heild yfir meðaltali OECD. Ísland er neðst Norðurlandanna í öllum þremur matsflokkum PISA-könn- unarinnar. Skilur vonbrigði varðandi niðurstöður PISA-könnunar Niðurstöður PISA-könnunarinnar voru kynntar í gær en samkvæmt henni versnar árangur íslenskra nemenda þegar kemur að lesskilningi. Hins vegar batnar árangurinn í stærðfræði og helst svipaður í náttúruvísindum. Menntamálaráðherra boðar ýmsar aðgerðir til að bregðast við niðurstöðunum. n Finnland n Noregur n Svíþjóð n Danmörk n Ísland ✿ Árangur Norðurlandanna í lesskilningi 500 475 525 550 Arnór Guðmundsson segir niðurstöðuna hvatningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir þessar niðurstöður ekki koma sér á óvart. Hún boðar víðtækar aðgerðir til að bregðast við niðurstöðunum. „Við erum búin að greina þetta og erum að fara í ýmsar aðgerðir. Við ætlum meðal annars að fjölga móð- urmálstímum og leggja stóraukna áherslu á íslensku í öllum greinum,“ segir Lilja. Einnig þurfi að leggja mikla áherslu á að auka orðaforða nem- enda og þar nefnir Lilja markmið um 98 prósenta regluna. Samkvæmt henni þurfa nemendur að þekkja 98 prósent orða í texta námsgagna til að geta skilið og tileinkað sér inni- haldið án aðstoðar. Þá þurfi að horfa til landa sem hafi náð góðum árangri í PISA. „Ef við lítum bara á Svíþjóð þá eru á miðstigi 35 prósent f leiri móður- málstímar en hér. Við ætlum að breyta þessu.“ Gera á breytingar á viðmiðunar- stundatöf lum þar sem líka á að fjölga kennslustundum í náttúru- vísindum. Auk þess verður starfs- þróun kennara efld og kennurum með sérhæfða þekkingu fjölgað. „Þegar við náum þessu fram munum við sjá betri árangur. Það er gríðarlegur mannauður á Íslandi en allt þetta þarf að vinna í góðu sam- starfi við skólasamfélagið, sveitar- félögin og heimilin í landinu,“ segir Lilja. Arnór segir niðurstöður PISA nú hvatningu til að gera betur en viðurkennir að mikil vinna sé fram undan. „Við höfum viljað horfa á nokkra þætti, sérstaklega starfs- þróun kennara og þá í tengslum við námskrána, innleiðingu hennar og eflingu þess hvernig er unnið með námsgögn og námsmat.“ sighvatur@frettabladid.is 2012 2015 2018 STJÓRNSÝSLA Páll Magnússon, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og fyrr- verandi útvarpsstjóri, segist ekki treysta stjórn Ríkisútvarpsins til að ráða nýjan útvarpsstjóra. Margrét Magnúsdóttir útvarps- stjóri segir Ríkisútvarpið telja að ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra standist lagalega. „Fyrir liggur að samkvæmt upp- lýsingalögum ber Ríkisútvarpinu ekki að birta nöfnin. Má raunar draga í efa hvort Ríkisútvarpinu væri það yfir höfuð heimilt án skýrrar lagaheimildar ella að slíkt hefði sér- staklega verið áskilið í auglýsingu um stöðuna, þar með talið vegna persónuverndarsjónarmiða,“ segir Margrét. Fram að þessu hefur RÚV ávallt birt nöfn umsækjenda um störf, þar með talin nöfn þeirra 39 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra árið 2014. Þetta atriði var sérstaklega tekið fram í persónuverndaryfirlýsingu á vef RÚV sem var breytt í fyrradag. „Í tengslum við þessa skoðun kom í ljós að fullyrðing í persónu- verndaryf irlýsingu RÚV stóðst ekki í samræmi við upplýsinga- lög og því var ákveðið að breyta henni,“ segir Margrét. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur óskað eftir skýringum frá RÚV. Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚ V, sagði hugmy ndina hafa komið frá ráðgjafarfyrirtækinu Capacent. Capacent hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þessi síendurtekni vandræða- gangur og vanhæfni af hálfu stjórnar Ríkisútvarpsins skapar vantraust. Af þeim ástæðum þá tel ég íhugunarefni fyrir stjórn Rík- isútvarpsins hvort hún ætti ekki í ljósi stöðunnar að víkja,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í gær. „Ekki treysti ég henni til að taka þá ákvörðun að ráða nýjan útvarpsstjóra miðað við alla þessa himinhrópandi vanhæfni og vand- ræðagang. Ef hún kýs ekki að gera þetta er það íhugunarefni fyrir menntamálaráðherra hvort hann ætti að boða til hluthafafundar og víkja stjórnendum.“ – ab Fyrrverandi útvarpsstjóri segist ekki treysta stjórn Ríkisútvarpsins Páll Magnússon, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. SAMGÖNGUR Hjól á vegum raf- magnshlaupahjólaleigunnar Hopp verða útbúin nagladekkjum í vetur. Er þetta til að halda þessum ferða- máta við allt árið um kring. Að sögn Eyþórs Mána Steinars- sonar, rekstrarstjóra Hopps, hefur komið á óvart hversu lítið leigan hefur dalað þegar veður versnaði. „Upphaflega sáum við fyrir okkur að veturinn yrði erfiður fyrir okkur en þetta er miklu meira en við áttum von á,“ segir Eyþór Máni. „Við munum þó taka hjólin úr umferð ef það kemur stormur.“ – ab Hlaupahjól á nagladekkjum 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.