Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 10
Bakið er frábært miðað við síðustu ár og loksins finnst mér ég vera orðin heil heilsu. Eygló Ósk Gústafsdóttir SUND Eygló Ósk Gústafsdóttir er ekki eini íslenski keppandinn sem keppir á EM í 25 metra laug að þessu sinni, en átta Íslendingar munu synda í Glasgow næstu dagana. Kristinn Þórarinsson, samherji Ey­ glóar Óskar úr Fjölni, mun keppa í 50 og 100 metra baksundi og 100 og 200 metra fjórsund. Anton Sveinn McKee, Dadó Fenrir Jasminuson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundfólk úr SH, munu synda í einstökum greinum. Samherji þeirra hjá SH Kolbeinn Hrafnkelsson mun svo taka þátt í boðsundi. Dadó og Jóhann keppa í 50 metra skriðsundi og 100 metra skriðsundi og Jóhanna keppir í 50 metra flugsundi. Ingibjörg Kristín mun synda í 50 metra baksundi, 50 metra flugsundi, 50 metra skrið­ sundi og Anton Sveinn syndir í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Snæ­ fríður Sól Jórunnardóttir sem syndir fyrir danska liðið AGF verður svo á meðal þátttakenda á mótinu en hún syndir 50, 100 og 200 metra skrið­ sund. Þjálfarar íslenska liðsins eru Mladen Tepavcevic og Bjarney Guð­ björnsdóttir, Hilmar Örn Jónasson er fararstjóri íslenska hópsins og Hlynur Skagfjörð Sigurðsson er sjúkraþjálfari. – hó Ísland verður með átta fulltrúa á EM í Glasgow Anton Sveinn er líklegur til afreka í Skotlandi. NORDICPHOTOS/GETTY SUND Í dag eru fjögur ár síðan Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér önnur bronsverðlaunin í röð á EM í 25 metra laug, þegar mótið fór fram í Ísrael, þegar hún hefur keppni á sama móti í Skotlandi. Með því varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti í sundi. Eygló var í árslok kosin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna og keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 en undanfarin ár hefur hún minna náð að beita sér vegna erfiðra bak­ meiðsla sem tóku sig upp árið 2017. Í ár tók að birta til og keppti Eygló bæði á Smáþjóðaleikunum og á HM í 50 metra laug ásamt því að vinna 100. Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Ég hef ekki verið jafn góð í bakinu síðan meiðslin tóku sig upp sem er jákvætt. Við höfum fyrir vikið verið að reyna að auka álagið á æfingum í von um að ná upp fyrri styrk. Ég er búin að vinna með nýjum styrktar­ þjálfara í vetur síðan við komum heim frá HM ásamt því að vinna með sjúkraþjálfara og við höfum náð frá­ bærum árangri í að byggja upp bakið á ný. Bakið er frábært miðað við síð­ ustu ár og í fyrsta sinn í langan tíma finnst mér ég vera alveg heil heilsu,“ segir Eygló spurð út í heilsuna og heldur áfram: „Auðvitað förum við varlega en við erum að reyna að taka skref fyrir skref við að ná sama styrk í bakið og það eru spennandi tímar fram Spennandi tímar fram undan Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir er búin að ná sér af erfiðum bakmeiðslum og er ein af átta fulltrúum Ís- lands á EM í 25 metra laug sem hefst í dag. Í gær voru fjögur ár liðin síðan Eygló komst fyrst íslenska kvenna á verð- launapall á stórmóti. undan. Æfingaálagið er að aukast og það eru bara bætingar í vændum.“ Aðspurð segist Eygló ekki vera búin að setja sér nein markmið um ákvæðin sæti á EM, hún sé aðeins að einblína á að taka framförum. „Tilfinningin er frábær að vera komin aftur á þetta stig að vera að keppa á Evrópumótinu. Það kemur ákveðið hugarfar hjá manni og kemur manni í gír fyrir næsta ár. Það er erfitt að segja hverjar væntingarn­ ar eru en markmiðið er að synda eins hratt og ég get, að bæta tímann frá ÍM og sjá hverju það skilar mér,“ segir Eygló sem tekur undir að keppnis­ skapið muni ef til vill taka við þegar komið er að keppninni. „Það eina sem ég hugsa út í núna eru bætingar en auðvitað kemur ákveðinn eldur inn í mann þegar komið er í keppendaherbergið og adrenalínið fer á fullt. Það verður gaman að byrja þetta strax í dag í 100 metrunum.“ Eygló stefnir á sína þriðju Ólymp­ íuleika næsta sumar og segist meðal annars horfa til lágmarkstímans fyrir ÓL um helgina. „Það er auðvitað eitt af því sem maður horfir á, að ná lágmarkinu fyrir Tókýó. Að komast til Tókýó er markmiðið númer eitt þetta árið. Það verður öllu tjaldað til að taka framförum og komast með til Tókýó.“ Eygló gengst við því að vera reynsluboltinn í hópnum enda búin að vera ein fremsta sundkona lands­ ins undanfarin ár. „Ég er með þeim reynslumeiri,“ segir hún glottandi og heldur áfram: „Þetta er frábær hópur hérna í Glasgow og það verður gaman að sjá hvað við förum langt.“ Hún tekur undir að það sé skemmtilegt að hefja keppni fjórum árum eftir að hafa unnið til brons­ verðlaunanna. „Ég fékk einmitt áminningu á Facebook í gær um það að, það væru fjögur ár frá bronsinu í Ísrael. Það var gaman að rifja það upp þótt það sé ótrúlegt að það séu fjögur ár liðin.“ kristinnpall@frettabladid.is Berum ábyrgð á eigin heilsu Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur Kærleiks- og kyrrðarstund fimmtudaginn 5. desember kl. 19:30 í Áskirkju við Vesturbrún í Reykjavík Dagskrá kvöldsins: Kærleiks- og kyrrðarstund Allir velkomnir Aðgangur 500 kr. - frítt fyrir félagsmenn Heilsan um jólin - Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur Æviskeið Vatnajökuls og mannsbarns - Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur Slökun - Guðrún Ásta Gunnarsdóttir jógakennari Jólatónlist - Mummi úr Klaufunum tekur nokkur jólalög Veitingar - Jurtate, smákökur og jólaglaðningur 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Eygló Ósk sem keppir hér á HM í 50 metra laug sem fór fram í Suður-Kóreu er í fremstu röð í heiminum þegar kemur að baksundi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.